Sport

Dag­skráin í dag: PGA-meistaramótið fer af stað

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Rory McIlroy er til alls líklegur.
Rory McIlroy er til alls líklegur. EPA-EFE/ERIK S. LESSER

PGA-meistaramótið í golfi er í aðalhlutverki á rásum Stöðvar 2 Sport í dag.

Vodafone Sport

Klukkan 12.00 hefst útsending frá degi 1 á PGA-meistaramótinu í golfi. Mikil spenna er fyrir þessu virta móti sem nær frá deginum í dag til sunnudags, 18. maí.

Mótið fer fram á Quail Hollow Golf og Country-klúbbnum sem staðsettur er í Charlotteville í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×