„Þurftum að grafa djúpt“ Árni Gísli Magnússon skrifar 11. maí 2025 21:31 Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, náði í þrjú stig norður á Ákureyri í dag. Vísir/Pawel Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, var ánægður að hafa náð í þrjú stig norðan heiða með 1-0 sigri gegn KA fyrr í dag. „Sáttur með sigurinn. Erfiður útivöllur á móti vel mönnuðu og vel skipulögðu KA liði. Mjög þéttir í dag og erfitt að brjóta þá á bak aftur en gerðum vel að brjóta ísinn, svo fannst mér í seinni hálfleik við átt að gera út um leikinn en gerum vel allavega að sigla þessu heim í lokin,” sagði Halldór. Fyrri hálfleikurinn var mjög bragðdaufur og lítið markvert sem gerðist eftir markið en Halldóri fannst lið sitt alltaf hafa stjórn á leiknum. Erfitt að brjóta þetta á bak aftur „Við erum náttúrulega meira og minna með boltann í fyrri hálfleik og þrátt fyrir að hafa fengið mark á sig voru þeir trúir kerfinu með fimm manna þétta vörn og þrjá öfluga, duglega, sterka gæja þar fyrir framan. Það er erfitt að brjóta þetta á bak aftur. Mér fannst þeir koma aðeins hærra upp í seinni hálfleik og Aron Bjarnason kemst einn í gegn hérna í eiginlega bara fyrstu sókninni og svo fáum við færi og stöður um miðbik hálfleiksins til að gera út um leikinn og auðvitað þurfum við að gera betur úr því.” „Úr því sem komið er að þeir kasta öllu fram hérna í lokin og gera það bara ágætlega og klárum þetta bara á því að vera sterkir að verjast fösum leikatriðum og björgum bara á línu eftir eitt slíkt og við þurftum að grafa djúpt eftir þessu að lokum sem mér fannst óþarfi. Mér fannst við fá tækifæri til að klára þetta mikið fyrr.” Tökum enga sénsa með hann Höskuldur Gunnlaugsson fór af velli í hálfleik vegna meiðsla og var Halldór spurður út í meiðslin. „Bara stífur í náranum og tökum enga sénsa með hann. Þetta er vonandi lítið. Hef talað um það að rótera hópnum og treysta mönnum og við erum með stóran hóp þannig að það var engin ástæða til að taka sénsinn á honum og Kiddi Steindórs kemur þarna inn í hálfleik og var algjörlega frábær bæði varnarlega og sóknarlega. Besti maður vallarsins í dag að mínu mati, alvöru hrós á hann og sýnir styrkleika hans og breiddina.” Breiðablik fær Vestra í heimsókn í 16-liða úrslitum á bikarsins kemur en bæði lið farið vel af stað í deildinni. „Áhugavert verkefni. Við spiluðum hörkuleik við þá fyrir vestan um daginn. Við erum búnir að vinna þá og þeir ekki tapað öðrum leikjum í sumar þannig að þeir verða kannski ekki ósvipaðir og KA mennirnir í dag, erfitt að brjóta þá niður. Við þurfum að gera betur þegar við fáum svona stöður eins og við fengum í seinni hálfleik á móti Vestra en það verður annar þolinmæðisleikur.” Besta deild karla Breiðablik KA Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Fleiri fréttir Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Sjá meira
„Sáttur með sigurinn. Erfiður útivöllur á móti vel mönnuðu og vel skipulögðu KA liði. Mjög þéttir í dag og erfitt að brjóta þá á bak aftur en gerðum vel að brjóta ísinn, svo fannst mér í seinni hálfleik við átt að gera út um leikinn en gerum vel allavega að sigla þessu heim í lokin,” sagði Halldór. Fyrri hálfleikurinn var mjög bragðdaufur og lítið markvert sem gerðist eftir markið en Halldóri fannst lið sitt alltaf hafa stjórn á leiknum. Erfitt að brjóta þetta á bak aftur „Við erum náttúrulega meira og minna með boltann í fyrri hálfleik og þrátt fyrir að hafa fengið mark á sig voru þeir trúir kerfinu með fimm manna þétta vörn og þrjá öfluga, duglega, sterka gæja þar fyrir framan. Það er erfitt að brjóta þetta á bak aftur. Mér fannst þeir koma aðeins hærra upp í seinni hálfleik og Aron Bjarnason kemst einn í gegn hérna í eiginlega bara fyrstu sókninni og svo fáum við færi og stöður um miðbik hálfleiksins til að gera út um leikinn og auðvitað þurfum við að gera betur úr því.” „Úr því sem komið er að þeir kasta öllu fram hérna í lokin og gera það bara ágætlega og klárum þetta bara á því að vera sterkir að verjast fösum leikatriðum og björgum bara á línu eftir eitt slíkt og við þurftum að grafa djúpt eftir þessu að lokum sem mér fannst óþarfi. Mér fannst við fá tækifæri til að klára þetta mikið fyrr.” Tökum enga sénsa með hann Höskuldur Gunnlaugsson fór af velli í hálfleik vegna meiðsla og var Halldór spurður út í meiðslin. „Bara stífur í náranum og tökum enga sénsa með hann. Þetta er vonandi lítið. Hef talað um það að rótera hópnum og treysta mönnum og við erum með stóran hóp þannig að það var engin ástæða til að taka sénsinn á honum og Kiddi Steindórs kemur þarna inn í hálfleik og var algjörlega frábær bæði varnarlega og sóknarlega. Besti maður vallarsins í dag að mínu mati, alvöru hrós á hann og sýnir styrkleika hans og breiddina.” Breiðablik fær Vestra í heimsókn í 16-liða úrslitum á bikarsins kemur en bæði lið farið vel af stað í deildinni. „Áhugavert verkefni. Við spiluðum hörkuleik við þá fyrir vestan um daginn. Við erum búnir að vinna þá og þeir ekki tapað öðrum leikjum í sumar þannig að þeir verða kannski ekki ósvipaðir og KA mennirnir í dag, erfitt að brjóta þá niður. Við þurfum að gera betur þegar við fáum svona stöður eins og við fengum í seinni hálfleik á móti Vestra en það verður annar þolinmæðisleikur.”
Besta deild karla Breiðablik KA Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Fleiri fréttir Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Sjá meira