Ringulreið í flóttamannabúðum guðsteinn bjarnason skrifar 5. mars 2015 10:15 Zaatari-búðirnar. Þegar mest var bjuggu um 200.000 manns í tjöldum í Zaatari-búðunum. Í heildina búa 3.838.035 manns í flóttamannabúðum í Írak, Jórdaníu, Líbanon og Tyrklandi. Fréttablaðið/Tamara Baari Um þessar mundir eru fjögur ár liðin frá því að borgarastyrjöldin í Sýrlandi hófst. Ekkert lát er á átökunum sem nú hafa kostað meira en 200 þúsund manns lífið. Meira en 7,5 milljónir manna hafa hrakist á flótta vegna átakanna, en það er hátt í helmingur allra íbúa landsins. Meira en 3,8 milljónir þeirra hafa flúið land, flestir til nágrannalandanna, Líbanons, Tyrklands, Jórdaníu og Íraks. Sameinuðu þjóðirnar segja þetta stærsta flóttamannavanda sögunnar. Í Jórdaníu eru meira en 800 þúsund flóttamenn frá Sýrlandi, þar af meira en 220 þúsund börn á skólaaldri. Flóttamannabúðir þekja þar stór svæði og meðal þeirra stærstu eru Zaatari-búðirnar, sem eru skammt frá landamærum Sýrlands. Þar búa meira en 80 þúsund manns, sem sumir hafa verið þarna í meira en þrjú ár. „Það er engin leið að gera fólki grein fyrir því hversu stórt vandamál þetta er og hversu margir streyma inn til Jórdaníu. Þetta eru ekki bara börn og fólk í flóttamannabúðunum, það eru þúsundir annarra komnir inn í landið og það fólk kemst ekki í skóla eða inn í neitt kerfi,“ segir Tamara Baari, ung kona sem á íslenska móður og jórdanskan föður en hefur búið hér á Íslandi síðan 2007. Hún heimsótti Zaatari-búðirnar árið 2013 á ferð sinni um Jórdaníu og segir upplifunina hafa verið áhrifamikla. „Flóttamannabúðirnar eru í raun stór bær, með ákveðnu skipulagi sem í ríkir samt algjör lögleysa, eiginlega algjör ringulreið. Glæpir eru algengir og því miður nauðganir líka, það er erfitt að lýsa upplifuninni en bjargarleysi og vanmáttur er það sem var mér efst í huga,“ segir Tamara, en það var hún sem tók myndirnar hér á síðunni. Í tilefni þess að fjögur ár eru liðin frá upphafi átakanna hefst í dag neyðarsöfnun á vegum UNICEF í samstarfi við Fatímusjóðinn, sem Jóhanna Kristjónsdóttir stofnaði árið 2005. Upphaflega var sjóðurinn stofnaður til að styrkja börn í Jemen til náms en hann hefur síðan styrkt ýmis mannúðarverkefni í Miðausturlöndum. Að þessu sinni er safnað fyrir menntun barna í flóttamannabúðum í Jórdaníu. Með því að senda SMS-ið BARN í símanúmerið 1900 sem kostar 1.490 kr. gefur fólk einn pakka af skólagögnum fyrir sýrlenskt flóttabarn. Flóttamenn Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Fleiri fréttir Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Sjá meira
Um þessar mundir eru fjögur ár liðin frá því að borgarastyrjöldin í Sýrlandi hófst. Ekkert lát er á átökunum sem nú hafa kostað meira en 200 þúsund manns lífið. Meira en 7,5 milljónir manna hafa hrakist á flótta vegna átakanna, en það er hátt í helmingur allra íbúa landsins. Meira en 3,8 milljónir þeirra hafa flúið land, flestir til nágrannalandanna, Líbanons, Tyrklands, Jórdaníu og Íraks. Sameinuðu þjóðirnar segja þetta stærsta flóttamannavanda sögunnar. Í Jórdaníu eru meira en 800 þúsund flóttamenn frá Sýrlandi, þar af meira en 220 þúsund börn á skólaaldri. Flóttamannabúðir þekja þar stór svæði og meðal þeirra stærstu eru Zaatari-búðirnar, sem eru skammt frá landamærum Sýrlands. Þar búa meira en 80 þúsund manns, sem sumir hafa verið þarna í meira en þrjú ár. „Það er engin leið að gera fólki grein fyrir því hversu stórt vandamál þetta er og hversu margir streyma inn til Jórdaníu. Þetta eru ekki bara börn og fólk í flóttamannabúðunum, það eru þúsundir annarra komnir inn í landið og það fólk kemst ekki í skóla eða inn í neitt kerfi,“ segir Tamara Baari, ung kona sem á íslenska móður og jórdanskan föður en hefur búið hér á Íslandi síðan 2007. Hún heimsótti Zaatari-búðirnar árið 2013 á ferð sinni um Jórdaníu og segir upplifunina hafa verið áhrifamikla. „Flóttamannabúðirnar eru í raun stór bær, með ákveðnu skipulagi sem í ríkir samt algjör lögleysa, eiginlega algjör ringulreið. Glæpir eru algengir og því miður nauðganir líka, það er erfitt að lýsa upplifuninni en bjargarleysi og vanmáttur er það sem var mér efst í huga,“ segir Tamara, en það var hún sem tók myndirnar hér á síðunni. Í tilefni þess að fjögur ár eru liðin frá upphafi átakanna hefst í dag neyðarsöfnun á vegum UNICEF í samstarfi við Fatímusjóðinn, sem Jóhanna Kristjónsdóttir stofnaði árið 2005. Upphaflega var sjóðurinn stofnaður til að styrkja börn í Jemen til náms en hann hefur síðan styrkt ýmis mannúðarverkefni í Miðausturlöndum. Að þessu sinni er safnað fyrir menntun barna í flóttamannabúðum í Jórdaníu. Með því að senda SMS-ið BARN í símanúmerið 1900 sem kostar 1.490 kr. gefur fólk einn pakka af skólagögnum fyrir sýrlenskt flóttabarn.
Flóttamenn Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Fleiri fréttir Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Sjá meira