Ringulreið í flóttamannabúðum guðsteinn bjarnason skrifar 5. mars 2015 10:15 Zaatari-búðirnar. Þegar mest var bjuggu um 200.000 manns í tjöldum í Zaatari-búðunum. Í heildina búa 3.838.035 manns í flóttamannabúðum í Írak, Jórdaníu, Líbanon og Tyrklandi. Fréttablaðið/Tamara Baari Um þessar mundir eru fjögur ár liðin frá því að borgarastyrjöldin í Sýrlandi hófst. Ekkert lát er á átökunum sem nú hafa kostað meira en 200 þúsund manns lífið. Meira en 7,5 milljónir manna hafa hrakist á flótta vegna átakanna, en það er hátt í helmingur allra íbúa landsins. Meira en 3,8 milljónir þeirra hafa flúið land, flestir til nágrannalandanna, Líbanons, Tyrklands, Jórdaníu og Íraks. Sameinuðu þjóðirnar segja þetta stærsta flóttamannavanda sögunnar. Í Jórdaníu eru meira en 800 þúsund flóttamenn frá Sýrlandi, þar af meira en 220 þúsund börn á skólaaldri. Flóttamannabúðir þekja þar stór svæði og meðal þeirra stærstu eru Zaatari-búðirnar, sem eru skammt frá landamærum Sýrlands. Þar búa meira en 80 þúsund manns, sem sumir hafa verið þarna í meira en þrjú ár. „Það er engin leið að gera fólki grein fyrir því hversu stórt vandamál þetta er og hversu margir streyma inn til Jórdaníu. Þetta eru ekki bara börn og fólk í flóttamannabúðunum, það eru þúsundir annarra komnir inn í landið og það fólk kemst ekki í skóla eða inn í neitt kerfi,“ segir Tamara Baari, ung kona sem á íslenska móður og jórdanskan föður en hefur búið hér á Íslandi síðan 2007. Hún heimsótti Zaatari-búðirnar árið 2013 á ferð sinni um Jórdaníu og segir upplifunina hafa verið áhrifamikla. „Flóttamannabúðirnar eru í raun stór bær, með ákveðnu skipulagi sem í ríkir samt algjör lögleysa, eiginlega algjör ringulreið. Glæpir eru algengir og því miður nauðganir líka, það er erfitt að lýsa upplifuninni en bjargarleysi og vanmáttur er það sem var mér efst í huga,“ segir Tamara, en það var hún sem tók myndirnar hér á síðunni. Í tilefni þess að fjögur ár eru liðin frá upphafi átakanna hefst í dag neyðarsöfnun á vegum UNICEF í samstarfi við Fatímusjóðinn, sem Jóhanna Kristjónsdóttir stofnaði árið 2005. Upphaflega var sjóðurinn stofnaður til að styrkja börn í Jemen til náms en hann hefur síðan styrkt ýmis mannúðarverkefni í Miðausturlöndum. Að þessu sinni er safnað fyrir menntun barna í flóttamannabúðum í Jórdaníu. Með því að senda SMS-ið BARN í símanúmerið 1900 sem kostar 1.490 kr. gefur fólk einn pakka af skólagögnum fyrir sýrlenskt flóttabarn. Flóttamenn Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Fleiri fréttir Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Sjá meira
Um þessar mundir eru fjögur ár liðin frá því að borgarastyrjöldin í Sýrlandi hófst. Ekkert lát er á átökunum sem nú hafa kostað meira en 200 þúsund manns lífið. Meira en 7,5 milljónir manna hafa hrakist á flótta vegna átakanna, en það er hátt í helmingur allra íbúa landsins. Meira en 3,8 milljónir þeirra hafa flúið land, flestir til nágrannalandanna, Líbanons, Tyrklands, Jórdaníu og Íraks. Sameinuðu þjóðirnar segja þetta stærsta flóttamannavanda sögunnar. Í Jórdaníu eru meira en 800 þúsund flóttamenn frá Sýrlandi, þar af meira en 220 þúsund börn á skólaaldri. Flóttamannabúðir þekja þar stór svæði og meðal þeirra stærstu eru Zaatari-búðirnar, sem eru skammt frá landamærum Sýrlands. Þar búa meira en 80 þúsund manns, sem sumir hafa verið þarna í meira en þrjú ár. „Það er engin leið að gera fólki grein fyrir því hversu stórt vandamál þetta er og hversu margir streyma inn til Jórdaníu. Þetta eru ekki bara börn og fólk í flóttamannabúðunum, það eru þúsundir annarra komnir inn í landið og það fólk kemst ekki í skóla eða inn í neitt kerfi,“ segir Tamara Baari, ung kona sem á íslenska móður og jórdanskan föður en hefur búið hér á Íslandi síðan 2007. Hún heimsótti Zaatari-búðirnar árið 2013 á ferð sinni um Jórdaníu og segir upplifunina hafa verið áhrifamikla. „Flóttamannabúðirnar eru í raun stór bær, með ákveðnu skipulagi sem í ríkir samt algjör lögleysa, eiginlega algjör ringulreið. Glæpir eru algengir og því miður nauðganir líka, það er erfitt að lýsa upplifuninni en bjargarleysi og vanmáttur er það sem var mér efst í huga,“ segir Tamara, en það var hún sem tók myndirnar hér á síðunni. Í tilefni þess að fjögur ár eru liðin frá upphafi átakanna hefst í dag neyðarsöfnun á vegum UNICEF í samstarfi við Fatímusjóðinn, sem Jóhanna Kristjónsdóttir stofnaði árið 2005. Upphaflega var sjóðurinn stofnaður til að styrkja börn í Jemen til náms en hann hefur síðan styrkt ýmis mannúðarverkefni í Miðausturlöndum. Að þessu sinni er safnað fyrir menntun barna í flóttamannabúðum í Jórdaníu. Með því að senda SMS-ið BARN í símanúmerið 1900 sem kostar 1.490 kr. gefur fólk einn pakka af skólagögnum fyrir sýrlenskt flóttabarn.
Flóttamenn Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Fleiri fréttir Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Sjá meira