Ríkið keppir við einkaframtakið Ólafur Stephensen skrifar 25. febrúar 2015 07:00 Ríkisfyrirtækið Íslandspóstur bar sig illa í fjölmiðlum í síðustu viku vegna fækkunar sendibréfa undir 50 grömmum, en fyrirtækið hefur einkarétt á dreifingu þeirra. Fyrirtækið boðar að þessi þróun haldi áfram og muni hafa alvarleg áhrif á afkomu þess. Tímasetning þessarar tilkynningar er engin tilviljun. Það er verið að búa skattgreiðendur, eigendur Íslandspósts, undir vont uppgjör fyrir árið 2014. En er það áreiðanlega svo að vinsældir internetsins og fækkun bréfa af þeim sökum séu meginorsökin fyrir slæmri afkomu ríkisfyrirtækisins? Flest bendir til að líklegra sé að umsvif Íslandspósts á samkeppnismarkaði, þar sem ríkið keppir við einkaaðila á fjölbreytilegustu sviðum, allt frá póstsendingum og prentsmiðjurekstri til sendibílaþjónustu og sælgætissölu, sé fremur en annað orsök slakrar afkomu félagsins. Ríkisfyrirtækið Íslandspóstur hefur varið háum fjárhæðum í fjárfestingar í samkeppnisrekstri, án sýnilegs árangurs fyrir afkomu fyrirtækisins.Tap á samkeppnisrekstri, gróði í einkarétti Þannig er í ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar (PFS) frá því í júlí síðastliðnum fjallað um afkomu Íslandspósts. Þar kemur annars vegar fram að „afkoma í ýmsum þjónustuflokkum í samkeppnisrekstri ÍSP [hafi] verið neikvæð á undanförnum árum. Þetta er þrátt fyrir að einkaréttur hafi borið umtalsverða hlutdeild í kostnaði samkeppnisrekstrar í samræmi við mat ÍSP á alþjónustubyrði félagsins sem einkarétti bæri að fjármagna.“ Hins vegar segir PFS að árin 2012 og 2013 hafi verið hagnaður af póstþjónustu í einkarétti, þótt kostnaður vegna alþjónustubyrðarinnar sé innifalinn í gjöldum einkaréttarins. Alþjónustubyrðin er kvaðir sem Íslandspóstur ber, um að veita almenningi póstþjónustu af tilteknum gæðum og á viðráðanlegu verði.Sjálfkrafa gjaldskrárhækkanir Raunin er líka sú að Íslandspóstur fær nánast sjálfkrafa hækkanir á gjaldskrá til að mæta fækkun bréfa og laga þannig afkomu sína. Í lögum um póstþjónustu er tiltekið að gjaldskrár vegna einkaréttar og alþjónustu skuli „taka mið af raunkostnaði við að veita þjónustuna að viðbættum hæfilegum hagnaði.“ Þannig kemur fækkun bréfa ekki niður á afkomunni. Á síðasta ári heimilaði PFS um 21% hækkun á gjaldskrá ÍSP fyrir bréf í einkarétti. Gjaldskráin fyrir bréf í léttasta flokki hefur hækkað um allt að 263% frá árinu 2000, en á sama tíma hefur verðskráin fyrir fjölpóst, þar sem Íslandspóstur þarf að keppa við einkafyrirtæki, hækkað um 24%. Er þó dreifikerfið og allir helztu kostnaðarþættir þeir sömu. Forsvarsmenn Íslandspósts fullyrða í fréttatilkynningu að á sama tíma og bréfamagn minnkar séu kvaðir um póstdreifingu þær sömu. Það er ekki rétt. Póst- og fjarskiptastofnun hefur heimilað fyrirtækinu að loka fjölda pósthúsa víða um land í þágu nauðsynlegrar hagræðingar. Ennfremur heimilaði PFS árið 2012 breytingu á dreifingu bréfapósts í einkarétti, svokallaðan B-póst, sem er ekki dreift daglega heldur innan þriggja virkra daga. Með því móti sparast verulegar fjárhæðir hjá Íslandspósti og raunar leiðir fækkun bréfa líka til lægri kostnaðar. Póst- og fjarskiptastofnun telur margt benda til að samkeppnisrekstur Íslandspósts sé niðurgreiddur með einkaréttarstarfseminni, en slíkt fer gegn lögum. Stofnunin hefur bent á að verðstefna fyrirtækisins í samkeppnisrekstrinum skýri taprekstur Íslandspósts að minnsta kosti að hluta, en hann skýrist ekki einvörðungu af umframkostnaði vegna alþjónustukvaða. PFS hefur gert alvarlegar athugasemdir við svokallaðar leiðréttingarfærslur stjórnenda Íslandspósts, þ.e. kostnað sem er færður af samkeppnisrekstrinum yfir á einkaréttarrekstur. Íslandspóstur hefur um árabil verið til rannsóknar hjá Samkeppniseftirlitinu, meðal annars vegna rökstudds gruns um ófullnægjandi aðskilnað samkeppnisrekstrar og einkaréttarþjónustu.Keppinautar standa höllum fæti Allt þýðir þetta að einkafyrirtæki, ekki bara á póstmarkaði heldur jafnframt á ýmsum skyldum eða jafnvel óskyldum mörkuðum, sem Íslandspóstur hefur ruðzt inn á, standa höllum fæti gagnvart ríkisfyrirtæki sem varið er af einkarétti á tiltekinni þjónustu. Skattgreiðendur, sem eiga Íslandspóst, og fulltrúar þeirra á Alþingi hljóta að þurfa að taka afstöðu til þeirrar áleitnu spurningar hvort ástæða sé til að láta ríkisfyrirtæki ganga þannig laust eins og fíl í postulínsbúð, í ósanngjarnri samkeppni við einkafyrirtæki á ýmsum sviðum. Samkeppnisstarfsemi Íslandspósts þjónar ekki þeim tilgangi að fjármagna lögbundna þjónustu við almenning, heldur bendir þvert á móti flest til þess að einkarétturinn fjármagni samkeppni fyrirtækisins við einkaaðila á sama tíma og þjónustan við almenning verður sífellt lakari. Loks er tap á öllu saman. Hver er þá tilgangurinn? Eigum við að vorkenna stjórnendum Íslandspósts þegar þeir skila uppgjöri um rekstur síðasta árs? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Sjá meira
Ríkisfyrirtækið Íslandspóstur bar sig illa í fjölmiðlum í síðustu viku vegna fækkunar sendibréfa undir 50 grömmum, en fyrirtækið hefur einkarétt á dreifingu þeirra. Fyrirtækið boðar að þessi þróun haldi áfram og muni hafa alvarleg áhrif á afkomu þess. Tímasetning þessarar tilkynningar er engin tilviljun. Það er verið að búa skattgreiðendur, eigendur Íslandspósts, undir vont uppgjör fyrir árið 2014. En er það áreiðanlega svo að vinsældir internetsins og fækkun bréfa af þeim sökum séu meginorsökin fyrir slæmri afkomu ríkisfyrirtækisins? Flest bendir til að líklegra sé að umsvif Íslandspósts á samkeppnismarkaði, þar sem ríkið keppir við einkaaðila á fjölbreytilegustu sviðum, allt frá póstsendingum og prentsmiðjurekstri til sendibílaþjónustu og sælgætissölu, sé fremur en annað orsök slakrar afkomu félagsins. Ríkisfyrirtækið Íslandspóstur hefur varið háum fjárhæðum í fjárfestingar í samkeppnisrekstri, án sýnilegs árangurs fyrir afkomu fyrirtækisins.Tap á samkeppnisrekstri, gróði í einkarétti Þannig er í ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar (PFS) frá því í júlí síðastliðnum fjallað um afkomu Íslandspósts. Þar kemur annars vegar fram að „afkoma í ýmsum þjónustuflokkum í samkeppnisrekstri ÍSP [hafi] verið neikvæð á undanförnum árum. Þetta er þrátt fyrir að einkaréttur hafi borið umtalsverða hlutdeild í kostnaði samkeppnisrekstrar í samræmi við mat ÍSP á alþjónustubyrði félagsins sem einkarétti bæri að fjármagna.“ Hins vegar segir PFS að árin 2012 og 2013 hafi verið hagnaður af póstþjónustu í einkarétti, þótt kostnaður vegna alþjónustubyrðarinnar sé innifalinn í gjöldum einkaréttarins. Alþjónustubyrðin er kvaðir sem Íslandspóstur ber, um að veita almenningi póstþjónustu af tilteknum gæðum og á viðráðanlegu verði.Sjálfkrafa gjaldskrárhækkanir Raunin er líka sú að Íslandspóstur fær nánast sjálfkrafa hækkanir á gjaldskrá til að mæta fækkun bréfa og laga þannig afkomu sína. Í lögum um póstþjónustu er tiltekið að gjaldskrár vegna einkaréttar og alþjónustu skuli „taka mið af raunkostnaði við að veita þjónustuna að viðbættum hæfilegum hagnaði.“ Þannig kemur fækkun bréfa ekki niður á afkomunni. Á síðasta ári heimilaði PFS um 21% hækkun á gjaldskrá ÍSP fyrir bréf í einkarétti. Gjaldskráin fyrir bréf í léttasta flokki hefur hækkað um allt að 263% frá árinu 2000, en á sama tíma hefur verðskráin fyrir fjölpóst, þar sem Íslandspóstur þarf að keppa við einkafyrirtæki, hækkað um 24%. Er þó dreifikerfið og allir helztu kostnaðarþættir þeir sömu. Forsvarsmenn Íslandspósts fullyrða í fréttatilkynningu að á sama tíma og bréfamagn minnkar séu kvaðir um póstdreifingu þær sömu. Það er ekki rétt. Póst- og fjarskiptastofnun hefur heimilað fyrirtækinu að loka fjölda pósthúsa víða um land í þágu nauðsynlegrar hagræðingar. Ennfremur heimilaði PFS árið 2012 breytingu á dreifingu bréfapósts í einkarétti, svokallaðan B-póst, sem er ekki dreift daglega heldur innan þriggja virkra daga. Með því móti sparast verulegar fjárhæðir hjá Íslandspósti og raunar leiðir fækkun bréfa líka til lægri kostnaðar. Póst- og fjarskiptastofnun telur margt benda til að samkeppnisrekstur Íslandspósts sé niðurgreiddur með einkaréttarstarfseminni, en slíkt fer gegn lögum. Stofnunin hefur bent á að verðstefna fyrirtækisins í samkeppnisrekstrinum skýri taprekstur Íslandspósts að minnsta kosti að hluta, en hann skýrist ekki einvörðungu af umframkostnaði vegna alþjónustukvaða. PFS hefur gert alvarlegar athugasemdir við svokallaðar leiðréttingarfærslur stjórnenda Íslandspósts, þ.e. kostnað sem er færður af samkeppnisrekstrinum yfir á einkaréttarrekstur. Íslandspóstur hefur um árabil verið til rannsóknar hjá Samkeppniseftirlitinu, meðal annars vegna rökstudds gruns um ófullnægjandi aðskilnað samkeppnisrekstrar og einkaréttarþjónustu.Keppinautar standa höllum fæti Allt þýðir þetta að einkafyrirtæki, ekki bara á póstmarkaði heldur jafnframt á ýmsum skyldum eða jafnvel óskyldum mörkuðum, sem Íslandspóstur hefur ruðzt inn á, standa höllum fæti gagnvart ríkisfyrirtæki sem varið er af einkarétti á tiltekinni þjónustu. Skattgreiðendur, sem eiga Íslandspóst, og fulltrúar þeirra á Alþingi hljóta að þurfa að taka afstöðu til þeirrar áleitnu spurningar hvort ástæða sé til að láta ríkisfyrirtæki ganga þannig laust eins og fíl í postulínsbúð, í ósanngjarnri samkeppni við einkafyrirtæki á ýmsum sviðum. Samkeppnisstarfsemi Íslandspósts þjónar ekki þeim tilgangi að fjármagna lögbundna þjónustu við almenning, heldur bendir þvert á móti flest til þess að einkarétturinn fjármagni samkeppni fyrirtækisins við einkaaðila á sama tíma og þjónustan við almenning verður sífellt lakari. Loks er tap á öllu saman. Hver er þá tilgangurinn? Eigum við að vorkenna stjórnendum Íslandspósts þegar þeir skila uppgjöri um rekstur síðasta árs?
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar