Gleymist raunhagkerfið enn? Skjóðan skrifar 18. febrúar 2015 12:00 Árið 2008 varð alvarleg fjármálakreppa í heiminum. Bankar á Vesturlöndum riðuðu til falls og hér á Íslandi féllu allir stóru bankarnir. Íslendingar hafa síðan barið sér á brjóst fyrir að hafa látið bankana falla í stað þess að setja fjármuni skattgreiðenda í að bjarga þeim eins og gert var víða annars staðar. Hér á Íslandi féllu bankarnir en nýir voru stofnaðir á rústum hinna gömlu. Eignir hafa fallið gríðarlega í verði hér eins og annars staðar. Við stóðum frammi fyrir vanda sem aðrar þjóðir hafa ekki þurft að kljást við. Skuldir íslenskra fyrirtækja og heimila stökkbreyttust á nánast einni nóttu vegna þess að þorri skulda var annaðhvort bundinn við gengiskörfu eða vísitölu neysluverðs. Í öðrum löndum hækkaði ekki höfuðstóll skulda. Segja má að við Íslendingar höfum orðið fyrir tvöföldu áfalli; eignir féllu í verði og skuldir hækkuðu. Í upphafi stóð til að afsláttur sem gefinn var á lánum fyrirtækja og heimila, sem flutt voru úr föllnu bönkunum í þá nýju, yrði nýttur til að lækka stökkbreytta skuldabyrði fyrirtækja og einstaklinga en sú ríkisstjórn sem tók við í febrúar 2009 hvarf frá þeirri stefnu. Í Evrópu heyrast raddir sem telja stjórnvöld á evrusvæðinu og víðar hafa gert mistök í kjölfar bankahrunsins. Áherslan hafi verið að bjarga fjármálastofnunum en minni gaumur gefinn að raunhagkerfinu, þar sem fyrirtækin starfa, sem skapa störf og verðmæti. Í jafnvægisstilltu hagkerfi gegna fjármálastofnanir stuðningshlutverki fyrir raunhagkerfið. Eftir hrun hefur áherslan verið á að verja, styrkja og efla fjármálastofnanir. Ísland hefur þar í engu skorið sig frá öðrum löndum. Víðast hvar reyna stjórnvöld að stuðla að hagvexti með auknum ríkisútgjöldum og seðlaprentun. Þetta hefur að takmörkuðu leyti skilað sér í fjárfestingum en meira í verðhækkun á verðbréfa- og fasteignamörkuðum. Hér á landi er leið seðlaprentunar og ríkisútgjalda út úr kreppunni hins vegar ófær. Verðtryggingin ónýtir seðlaprentunarvaldið og ríkissjóður er of skuldsettur til að bætandi sé á. Samt hækka hlutabréf og fasteignir hér á landi líkt og annars staðar. Því valda gjaldeyrishöftin. Lítil sem engin fjárfesting rennur til raunhagkerfisins, sem skapar störf og verðmæti. Eftirhrunið á Íslandi snýst um verðbréfa- og fasteignabrask sem aldrei fyrr. Ofuráhersla stjórnvalda á að bæta skilyrði fyrir fjármálastofnanir á kostnað annarra atvinnugreina leiðir til stöðnunar og versnandi lífskjara hér á landi. Afnám gjaldeyrishafta nægir ekki til að snúa við blaðinu. Raunverulegur viðsnúningur í átt til aukinnar verðmætasköpunar og bættra lífskjara kallar á að fjármálastofnanir verði settar skör lægra en raunhagkerfið.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Skjóðan Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Árið 2008 varð alvarleg fjármálakreppa í heiminum. Bankar á Vesturlöndum riðuðu til falls og hér á Íslandi féllu allir stóru bankarnir. Íslendingar hafa síðan barið sér á brjóst fyrir að hafa látið bankana falla í stað þess að setja fjármuni skattgreiðenda í að bjarga þeim eins og gert var víða annars staðar. Hér á Íslandi féllu bankarnir en nýir voru stofnaðir á rústum hinna gömlu. Eignir hafa fallið gríðarlega í verði hér eins og annars staðar. Við stóðum frammi fyrir vanda sem aðrar þjóðir hafa ekki þurft að kljást við. Skuldir íslenskra fyrirtækja og heimila stökkbreyttust á nánast einni nóttu vegna þess að þorri skulda var annaðhvort bundinn við gengiskörfu eða vísitölu neysluverðs. Í öðrum löndum hækkaði ekki höfuðstóll skulda. Segja má að við Íslendingar höfum orðið fyrir tvöföldu áfalli; eignir féllu í verði og skuldir hækkuðu. Í upphafi stóð til að afsláttur sem gefinn var á lánum fyrirtækja og heimila, sem flutt voru úr föllnu bönkunum í þá nýju, yrði nýttur til að lækka stökkbreytta skuldabyrði fyrirtækja og einstaklinga en sú ríkisstjórn sem tók við í febrúar 2009 hvarf frá þeirri stefnu. Í Evrópu heyrast raddir sem telja stjórnvöld á evrusvæðinu og víðar hafa gert mistök í kjölfar bankahrunsins. Áherslan hafi verið að bjarga fjármálastofnunum en minni gaumur gefinn að raunhagkerfinu, þar sem fyrirtækin starfa, sem skapa störf og verðmæti. Í jafnvægisstilltu hagkerfi gegna fjármálastofnanir stuðningshlutverki fyrir raunhagkerfið. Eftir hrun hefur áherslan verið á að verja, styrkja og efla fjármálastofnanir. Ísland hefur þar í engu skorið sig frá öðrum löndum. Víðast hvar reyna stjórnvöld að stuðla að hagvexti með auknum ríkisútgjöldum og seðlaprentun. Þetta hefur að takmörkuðu leyti skilað sér í fjárfestingum en meira í verðhækkun á verðbréfa- og fasteignamörkuðum. Hér á landi er leið seðlaprentunar og ríkisútgjalda út úr kreppunni hins vegar ófær. Verðtryggingin ónýtir seðlaprentunarvaldið og ríkissjóður er of skuldsettur til að bætandi sé á. Samt hækka hlutabréf og fasteignir hér á landi líkt og annars staðar. Því valda gjaldeyrishöftin. Lítil sem engin fjárfesting rennur til raunhagkerfisins, sem skapar störf og verðmæti. Eftirhrunið á Íslandi snýst um verðbréfa- og fasteignabrask sem aldrei fyrr. Ofuráhersla stjórnvalda á að bæta skilyrði fyrir fjármálastofnanir á kostnað annarra atvinnugreina leiðir til stöðnunar og versnandi lífskjara hér á landi. Afnám gjaldeyrishafta nægir ekki til að snúa við blaðinu. Raunverulegur viðsnúningur í átt til aukinnar verðmætasköpunar og bættra lífskjara kallar á að fjármálastofnanir verði settar skör lægra en raunhagkerfið.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Skjóðan Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira