Þarf einnig annars konar læsi á 21. öld? Hrefna Sigurjónsdóttir og Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar 7. febrúar 2015 08:00 Þær breytingar sem orðið hafa á notkun okkar á fjölmiðlum og fjarskiptum hafa einnig leitt til til breytinga á þátttöku fólks í samfélagslegri umræðu og þátttöku. Nú þurfa neytendur að búa yfir margháttaðri og ólíkri færni til að geta skilið, metið, notað og tjáð sig í gegnum ólíka miðla og upplýsingaveitur sem eru allt í kringum okkur. Sá hópur sem notar hvað mest nýja miðla eru börn og ungt fólk. Hefðbundið læsi, þ.e. að lesa sér til gagns, er nauðsynleg undirstaða menntunar og þess að geta tileinkað sér nýja þekkingu. En á 21. öldinni er miðlalæsi ekki síður mikilvæg kunnátta. Í miðlalæsi felst færni til að nálgast efni og upplýsingar í margs konar miðlum, meta það og greina á gagnrýninn hátt. Miðlalæsi merkir einnig getu til að búa til og miðla efni á fjölbreyttan og ábyrgan hátt. Miðlalæsi er færni sem nauðsynlegt er að viðhalda og efla alla ævi.Miðlalæsi á oddinn Nágrannaþjóðir okkur setja miðlalæsi á oddinn við mótun mennta- og menningarstefnu því miðlalæsi og færnin til að nota ólíka miðla hjálpar fólki að taka virkan þátt í samfélaginu. Kjarni miðlalæsis er lýðræði því miðlalæsi tengist beint þátttöku, borgaralegum réttindum og eflir einstaklinga í að taka upplýstar ákvarðanir. Miðlalæsi gefur börnum og unglingum jafnframt tækin til að geta tekið þátt í samfélagsumræðu um m.a. stjórnmál, samfélag og menningu hvort heldur sem um er að ræða siðferðislegar eða tilvistarlegar spurningar. Stjórnvöld í nágrannaríkjum okkar telja miðlalæsi mikilvægt því það snýst um framtíðarþróun samfélags og lýðræðis, hlutverk fjölmiðla í lýðræðislegri umræðu og orðræðuhefð. Þannig getur það haft afar neikvæðar afleiðingar í þróun lýðræðisríkja að marka enga stefnu í miðlalæsi. Það er talið nauðsynlegt að viðhalda samfélagi og tryggja lýðræði með virkri stefnumótun og framkvæmd.Kunnátta og færni Finnar, sem hafa um árabil verið afar framarlega í notkun nýrrar tækni hafa af fenginni reynslu komist að þeirri niðurstöðu að það er ekki nóg að veita aðgang að ólíkum miðlum, tækni og þjónustu. Einnig þarf að tryggja að notendur kunni að nota tæknina og hafi jafnframt færni til að spyrja gagnrýnna spurninga og leita sér réttra upplýsinga. Því hefur miðlalæsi verið sett á oddinn í Finnlandi í stefnu stjórnvalda þar sem markmiðið er að Finnar fái samkeppnislegt forskot á aðrar þjóðir með því að efla markvisst miðlalæsi. Aðrar Norðurlandaþjóðir eru nú einnig að vinna að slíkri stefnumótun. Elfa Ýr Gylfadóttir, framkvæmdastjóri fjölmiðlanefndar. Miðlalæsi fyrir öll skólastig Hér á landi hafa stjórnvöld ekki sett fram heildstæða stefnu og framkvæmdaáætlun um miðlalæsi fyrir öll skólastig. Þó er fjallað er um stafrænt læsi, miðlamennt og miðlalæsi í aðalnámskrá grunnskóla. Þar vísar hugtakið miðlamennt til skólastarfs þar sem nemendur nota ýmsa miðla við nám sitt og læra í leiðinni sitthvað um notagildi þeirra og áhrif á menningu og lýðræði. Markmiðið er að þeir læri að leggja mat á miðlað efni en fái einnig þjálfun í að nota ýmsa miðla við efnisgerð og þekkingarsköpun. Hugtakið miðlalæsi er haft um þá færni og kunnáttu sem nemendur öðlast við það nám sem í þessu felst. Ýmsir aðilar eru þannig að vinna að því að efla miðlalæsi hér á landi með mismunandi hætti og á ólíkum vettvangi. Þarft og gott starf er því unnið víða í skólum, í fræðasamfélaginu, á bókasöfnum, hjá félagasamtökum og fleirum til að auka miðlalæsi. Samstarf um eflingu miðlalæsis Fjölmiðlanefnd hefur m.a. það hlutverk í lögum að efla miðlalæsi. Þá hafa Heimili og skóli um árabil unnið að vakningarátaki um örugga og jákvæða tölvu- og nýmiðlanotkun barna og unglinga á Íslandi í gegnum SAFT-verkefnið. Fjölmiðlanefnd og Heimili og skóli eru nú í samstarfi um að gefa út nýjan bækling um börn og miðlanotkun og er útgáfan styrkt af mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Verður bæklingnum dreift til allra grunnskóla á landinu á næstunni. Honum verður síðan fylgt eftir með kennsluefni um miðlalæsi fyrir öll stig grunnskóla ásamt öðru efni á næstu vikum og mánuðum. Er það ósk þeirra sem standa að þessu verkefni að vitund um mikilvægi miðlalæsis aukist hér á landi þannig að við náum að standa jafnfætis Norðurlöndunum hvað þessa þekkingu varðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrefna Sigurjónsdóttir Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þær breytingar sem orðið hafa á notkun okkar á fjölmiðlum og fjarskiptum hafa einnig leitt til til breytinga á þátttöku fólks í samfélagslegri umræðu og þátttöku. Nú þurfa neytendur að búa yfir margháttaðri og ólíkri færni til að geta skilið, metið, notað og tjáð sig í gegnum ólíka miðla og upplýsingaveitur sem eru allt í kringum okkur. Sá hópur sem notar hvað mest nýja miðla eru börn og ungt fólk. Hefðbundið læsi, þ.e. að lesa sér til gagns, er nauðsynleg undirstaða menntunar og þess að geta tileinkað sér nýja þekkingu. En á 21. öldinni er miðlalæsi ekki síður mikilvæg kunnátta. Í miðlalæsi felst færni til að nálgast efni og upplýsingar í margs konar miðlum, meta það og greina á gagnrýninn hátt. Miðlalæsi merkir einnig getu til að búa til og miðla efni á fjölbreyttan og ábyrgan hátt. Miðlalæsi er færni sem nauðsynlegt er að viðhalda og efla alla ævi.Miðlalæsi á oddinn Nágrannaþjóðir okkur setja miðlalæsi á oddinn við mótun mennta- og menningarstefnu því miðlalæsi og færnin til að nota ólíka miðla hjálpar fólki að taka virkan þátt í samfélaginu. Kjarni miðlalæsis er lýðræði því miðlalæsi tengist beint þátttöku, borgaralegum réttindum og eflir einstaklinga í að taka upplýstar ákvarðanir. Miðlalæsi gefur börnum og unglingum jafnframt tækin til að geta tekið þátt í samfélagsumræðu um m.a. stjórnmál, samfélag og menningu hvort heldur sem um er að ræða siðferðislegar eða tilvistarlegar spurningar. Stjórnvöld í nágrannaríkjum okkar telja miðlalæsi mikilvægt því það snýst um framtíðarþróun samfélags og lýðræðis, hlutverk fjölmiðla í lýðræðislegri umræðu og orðræðuhefð. Þannig getur það haft afar neikvæðar afleiðingar í þróun lýðræðisríkja að marka enga stefnu í miðlalæsi. Það er talið nauðsynlegt að viðhalda samfélagi og tryggja lýðræði með virkri stefnumótun og framkvæmd.Kunnátta og færni Finnar, sem hafa um árabil verið afar framarlega í notkun nýrrar tækni hafa af fenginni reynslu komist að þeirri niðurstöðu að það er ekki nóg að veita aðgang að ólíkum miðlum, tækni og þjónustu. Einnig þarf að tryggja að notendur kunni að nota tæknina og hafi jafnframt færni til að spyrja gagnrýnna spurninga og leita sér réttra upplýsinga. Því hefur miðlalæsi verið sett á oddinn í Finnlandi í stefnu stjórnvalda þar sem markmiðið er að Finnar fái samkeppnislegt forskot á aðrar þjóðir með því að efla markvisst miðlalæsi. Aðrar Norðurlandaþjóðir eru nú einnig að vinna að slíkri stefnumótun. Elfa Ýr Gylfadóttir, framkvæmdastjóri fjölmiðlanefndar. Miðlalæsi fyrir öll skólastig Hér á landi hafa stjórnvöld ekki sett fram heildstæða stefnu og framkvæmdaáætlun um miðlalæsi fyrir öll skólastig. Þó er fjallað er um stafrænt læsi, miðlamennt og miðlalæsi í aðalnámskrá grunnskóla. Þar vísar hugtakið miðlamennt til skólastarfs þar sem nemendur nota ýmsa miðla við nám sitt og læra í leiðinni sitthvað um notagildi þeirra og áhrif á menningu og lýðræði. Markmiðið er að þeir læri að leggja mat á miðlað efni en fái einnig þjálfun í að nota ýmsa miðla við efnisgerð og þekkingarsköpun. Hugtakið miðlalæsi er haft um þá færni og kunnáttu sem nemendur öðlast við það nám sem í þessu felst. Ýmsir aðilar eru þannig að vinna að því að efla miðlalæsi hér á landi með mismunandi hætti og á ólíkum vettvangi. Þarft og gott starf er því unnið víða í skólum, í fræðasamfélaginu, á bókasöfnum, hjá félagasamtökum og fleirum til að auka miðlalæsi. Samstarf um eflingu miðlalæsis Fjölmiðlanefnd hefur m.a. það hlutverk í lögum að efla miðlalæsi. Þá hafa Heimili og skóli um árabil unnið að vakningarátaki um örugga og jákvæða tölvu- og nýmiðlanotkun barna og unglinga á Íslandi í gegnum SAFT-verkefnið. Fjölmiðlanefnd og Heimili og skóli eru nú í samstarfi um að gefa út nýjan bækling um börn og miðlanotkun og er útgáfan styrkt af mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Verður bæklingnum dreift til allra grunnskóla á landinu á næstunni. Honum verður síðan fylgt eftir með kennsluefni um miðlalæsi fyrir öll stig grunnskóla ásamt öðru efni á næstu vikum og mánuðum. Er það ósk þeirra sem standa að þessu verkefni að vitund um mikilvægi miðlalæsis aukist hér á landi þannig að við náum að standa jafnfætis Norðurlöndunum hvað þessa þekkingu varðar.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun