Glötuð tækifæri – framtíðin hverfur úr landi Skjóðan skrifar 4. febrúar 2015 11:30 Þriðja stærsta fyrirtæki landsins er á förum. Promens, alþjóðlegt fyrirtæki í plastiðnaði sem á rætur að rekja til Sæplasts á Dalvík, neyðist til að flytja frá Íslandi til að geta áfram keppt á alþjóðlegum markaði. Promens er ekki einsdæmi. Fleiri alþjóðleg fyrirtæki eiga í vaxandi erfiðleikum með að keppa á alþjóðamörkuðum úr höftum á Íslandi. Úr þessum hópi má nefna CCP, Marel og Össur, fyrir utan öll sprotafyrirtækin sem ekki komast á legg og hin, sem neyðast til að selja sig til útlanda til að dafna. Seðlabankinn hefur að einhverju marki veitt þessum alþjóðlegu fyrirtækjum undanþágur frá hinum ströngu gjaldeyrishöftum en það dugar ekki til. Fjárfestar forðast fyrirtæki innan haftamúra. Kornið sem fyllti mælinn hjá Promens var synjun á undanþágu frá gjaldeyrishöftum til að flytja nokkra tugi milljóna evra úr landi til fjárfestingar í vexti fyrirtækisins. Forsætisráðherra gerir lítið úr þessari ástæðu og heldur því fram að Promens hefði rétt eins getað tekið lán erlendis eins og að flytja fjármuni héðan. Þetta er skætingur hjá ráðherranum. Eitt meginverkefni hans og ríkisstjórnarinnar allrar er að aflétta gjaldeyrishöftunum en ekki réttlæta þau eða gera lítið úr. Til þess að aflétta gjaldeyrishöftum þarf að ganga frá þrotabúum gömlu bankanna. Heppilegast er að það gerist með samningum við fulltrúa kröfuhafa en slitastjórnirnar virðast ekki á þeim buxunum að ljúka slitum. Þær eru með viðskiptaáætlun fram til ársins 2019 sem bendir til þess að þær ætli sér að sitja við glóðirnar og skara eld að eigin köku í alla vega 11 ár frá hruni. Á meðan tapar þjóðarbúið milljarðatugum vegna þeirrar fjárfestingar, sem ekki verður, og hinnar, sem hverfur úr landi, vegna þess að gjaldeyrishöftin fella Ísland úr leik. Það er langsótt að raunverulegir erlendir fjárfestar hafi áhuga á að kaupa Íslandsbanka eins og fregnir berast reglulega um frá slitastjórn Glitnis. Því má ekki dragast að grípa til þeirra aðgerða sem þarft til að aflétta höftunum. Það þarf að gera upp slitabúin. Það þarf að tryggja að mögulegt fall krónunnar setji hagkerfið ekki á hliðina með stökkbreytingu á verðtryggðum lánum fyrirtækja og heimila, sem ekki þola annað áfall á borð við það sem varð árið 2008. Lykilatriði við afnám hafta er jafnframt að stjórnvöld verði búin að marka stöðugleikastefnu í efnahags- og peningamálum til framtíðar. Stöðugleiki í peningamálum verður aldrei tryggður með krónunni eins og forystumenn ríkisstjórnarinnar reyna þó að telja sjálfum sér og öðrum trú um. SKJÓÐAN er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Skjóðan Mest lesið Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Viðskipti innlent Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Viðskipti innlent „Gæðastimpill sem einfaldlega virkar” Framúrskarandi fyrirtæki DiBiasio og Beaudry til Genis Viðskipti innlent Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Viðskipti innlent Lofar að koma böndum á CNN Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Sjá meira
Þriðja stærsta fyrirtæki landsins er á förum. Promens, alþjóðlegt fyrirtæki í plastiðnaði sem á rætur að rekja til Sæplasts á Dalvík, neyðist til að flytja frá Íslandi til að geta áfram keppt á alþjóðlegum markaði. Promens er ekki einsdæmi. Fleiri alþjóðleg fyrirtæki eiga í vaxandi erfiðleikum með að keppa á alþjóðamörkuðum úr höftum á Íslandi. Úr þessum hópi má nefna CCP, Marel og Össur, fyrir utan öll sprotafyrirtækin sem ekki komast á legg og hin, sem neyðast til að selja sig til útlanda til að dafna. Seðlabankinn hefur að einhverju marki veitt þessum alþjóðlegu fyrirtækjum undanþágur frá hinum ströngu gjaldeyrishöftum en það dugar ekki til. Fjárfestar forðast fyrirtæki innan haftamúra. Kornið sem fyllti mælinn hjá Promens var synjun á undanþágu frá gjaldeyrishöftum til að flytja nokkra tugi milljóna evra úr landi til fjárfestingar í vexti fyrirtækisins. Forsætisráðherra gerir lítið úr þessari ástæðu og heldur því fram að Promens hefði rétt eins getað tekið lán erlendis eins og að flytja fjármuni héðan. Þetta er skætingur hjá ráðherranum. Eitt meginverkefni hans og ríkisstjórnarinnar allrar er að aflétta gjaldeyrishöftunum en ekki réttlæta þau eða gera lítið úr. Til þess að aflétta gjaldeyrishöftum þarf að ganga frá þrotabúum gömlu bankanna. Heppilegast er að það gerist með samningum við fulltrúa kröfuhafa en slitastjórnirnar virðast ekki á þeim buxunum að ljúka slitum. Þær eru með viðskiptaáætlun fram til ársins 2019 sem bendir til þess að þær ætli sér að sitja við glóðirnar og skara eld að eigin köku í alla vega 11 ár frá hruni. Á meðan tapar þjóðarbúið milljarðatugum vegna þeirrar fjárfestingar, sem ekki verður, og hinnar, sem hverfur úr landi, vegna þess að gjaldeyrishöftin fella Ísland úr leik. Það er langsótt að raunverulegir erlendir fjárfestar hafi áhuga á að kaupa Íslandsbanka eins og fregnir berast reglulega um frá slitastjórn Glitnis. Því má ekki dragast að grípa til þeirra aðgerða sem þarft til að aflétta höftunum. Það þarf að gera upp slitabúin. Það þarf að tryggja að mögulegt fall krónunnar setji hagkerfið ekki á hliðina með stökkbreytingu á verðtryggðum lánum fyrirtækja og heimila, sem ekki þola annað áfall á borð við það sem varð árið 2008. Lykilatriði við afnám hafta er jafnframt að stjórnvöld verði búin að marka stöðugleikastefnu í efnahags- og peningamálum til framtíðar. Stöðugleiki í peningamálum verður aldrei tryggður með krónunni eins og forystumenn ríkisstjórnarinnar reyna þó að telja sjálfum sér og öðrum trú um. SKJÓÐAN er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Skjóðan Mest lesið Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Viðskipti innlent Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Viðskipti innlent „Gæðastimpill sem einfaldlega virkar” Framúrskarandi fyrirtæki DiBiasio og Beaudry til Genis Viðskipti innlent Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Viðskipti innlent Lofar að koma böndum á CNN Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Sjá meira