Árið 2014 er heitasta árið frá upphafi mælinga 1880 Guðsteinn Bjarnason skrifar 17. janúar 2015 00:01 Miklir hitar voru í Las Vegas í Bandaríkjunum þann 1. júlí í sumar, þar sem þessi kona hafði þann starfa að standa úti á götuhorni með auglýsingaskilti. Fréttablaðið/AP Árið 2014 var hlýjasta ár jarðar frá því mælingar hófust fyrir 135 árum. Meðalhitastigið, bæði á landi og sjó, var 0,69 gráðum yfir meðalhita tuttugustu aldarinnar. Níu af tíu heitustu árum þessa tímabils voru á þessari öld, samkvæmt því sem fram kemur í nýrri skýrslu bandarísku loftslagsmælingamiðstöðvarinnar NCDC, sem tilheyrir sjávar- og loftslagseftirliti Bandaríkjanna (NOAA). Nýjar mælingar bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA koma heim og saman við þetta, en áður höfðu bæði japanska veðurstofan og óháð stofnun við Kaliforníuháskóla í Berkeley einnig staðfest að 2014 væri hlýjasta ár jarðar frá því mælingar hófust. Við þetta bætist að desembermánuður síðasta árs sé sá hlýjasti frá því mælingar hófust.„Hnötturinn er hlýrri nú en hann hefur verið síðustu öldina og líklega í að minnsta kosti fimm þúsund ár,“ hefur AP-fréttastofan eftir loftslagsfræðingnum Jennifer Francis frá Rutgers-háskóla. „Minnstu efasemdir um að athafnir manna eigi þar hlut að máli eru að engu orðnar.“Meðalhiti jarðar á síðasta ári mældist 14,59 gráður, sem er eilítið hærra en árin 2010 og 2005 þegar meðalhitinn var 14,19 gráður. Þetta er sem sagt í þriðja sinn frá aldamótum sem hitamet er slegið, auk þess sem árið 2014 var 38. árið í röð sem árshitinn verður hærri en meðaltalshitinn til lengri tíma litið. Samkvæmt skýrslu NOAA má skýra hlýindin að mestu með því að hlýindi sjávar hafa verið óvenju mikil. Hlýindin hafa hins vegar einnig verið óvenju mikil á landi, því árið 2014 hafa hlýindi á landi verið einni gráðu meiri en meðaltal 20. aldarinnar.Óvenju mikil hlýindi mældust austast í Rússlandi, í vesturhluta Bandaríkjanna, víða í Suður-Ameríku og Evrópu, í Norður-Afríku og hluta Ástralíu. Á einstaka stað reyndust kuldar meiri en venjulega, einkum í miðjum og austanverðum Bandaríkjunum. Loftslagsmál Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira
Árið 2014 var hlýjasta ár jarðar frá því mælingar hófust fyrir 135 árum. Meðalhitastigið, bæði á landi og sjó, var 0,69 gráðum yfir meðalhita tuttugustu aldarinnar. Níu af tíu heitustu árum þessa tímabils voru á þessari öld, samkvæmt því sem fram kemur í nýrri skýrslu bandarísku loftslagsmælingamiðstöðvarinnar NCDC, sem tilheyrir sjávar- og loftslagseftirliti Bandaríkjanna (NOAA). Nýjar mælingar bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA koma heim og saman við þetta, en áður höfðu bæði japanska veðurstofan og óháð stofnun við Kaliforníuháskóla í Berkeley einnig staðfest að 2014 væri hlýjasta ár jarðar frá því mælingar hófust. Við þetta bætist að desembermánuður síðasta árs sé sá hlýjasti frá því mælingar hófust.„Hnötturinn er hlýrri nú en hann hefur verið síðustu öldina og líklega í að minnsta kosti fimm þúsund ár,“ hefur AP-fréttastofan eftir loftslagsfræðingnum Jennifer Francis frá Rutgers-háskóla. „Minnstu efasemdir um að athafnir manna eigi þar hlut að máli eru að engu orðnar.“Meðalhiti jarðar á síðasta ári mældist 14,59 gráður, sem er eilítið hærra en árin 2010 og 2005 þegar meðalhitinn var 14,19 gráður. Þetta er sem sagt í þriðja sinn frá aldamótum sem hitamet er slegið, auk þess sem árið 2014 var 38. árið í röð sem árshitinn verður hærri en meðaltalshitinn til lengri tíma litið. Samkvæmt skýrslu NOAA má skýra hlýindin að mestu með því að hlýindi sjávar hafa verið óvenju mikil. Hlýindin hafa hins vegar einnig verið óvenju mikil á landi, því árið 2014 hafa hlýindi á landi verið einni gráðu meiri en meðaltal 20. aldarinnar.Óvenju mikil hlýindi mældust austast í Rússlandi, í vesturhluta Bandaríkjanna, víða í Suður-Ameríku og Evrópu, í Norður-Afríku og hluta Ástralíu. Á einstaka stað reyndust kuldar meiri en venjulega, einkum í miðjum og austanverðum Bandaríkjunum.
Loftslagsmál Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira