Afrek ársins sem er að líða og hvað má gera betur Sævar Freyr Þráinsson skrifar 30. desember 2015 10:00 Kosningaloforð ríkisstjórnarinnar voru nokkur og eru efndir og afrekin nú þegar umtalsverð. Skuldir hins opinbera hafa lækkað um hundruð milljarða, afgangur hefur verið af rekstri ríkissjóðs og málum þrotabúa bankanna er að ljúka. Heimilin hafa fengið töluvert fyrir sinn snúð. Skuldir hafa lækkað um 80 milljarða, skattar hafa lækkað, vörugjöld afnumin, tollar hafa lækkað, bætur hækkað, verðbólga er lág og með nýjum kjarasamningum hafa laun hækkað. Kaupmáttur allra hefur hækkað og fyrir framangreint á ríkisstjórnin hrós skilið. Aftur á móti hefur rekstrarkostnaður fyrirtækja aukist of mikið vegna kjarasamninga og eru þau að greiða of háa vexti sem dregur mátt úr atvinnulífinu. Vísbendingar eru um að eitthvað muni láta undan. Af hálfu ríkistjórnarinnar eru tvö stór loforð ókláruð. Annars vegar að draga úr umsvifum opinbers rekstrar og er enn lítið að frétta af aðgerðum í kjölfar niðurstöðu hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar. Af mörgu er taka en fyrir starfsemi 365 fá málefni RÚV mesta athygli. Mun birtast um það sérstök grein í upphafi nýs árs. Ljósleiðaravæðing landsbyggðarinnar er mikilvægasta landsbyggðarmálið en þar er tækifærið að auka atvinnu og jafna búsetuskilyrði allra. Öflugu ljósleiðaraneti mun svo fylgja enn ódýrari háhraða farsímaþjónusta sem nýtast mun ferðamönnum og bændum í landinu. Við bíðum enn frétta af alvöru skrefum í þessu máli. Hjá 365 hófum við á árinu farsímaþjónustu og buðum nýjar áskriftarleiðir sem var vel tekið meðal viðskiptavina. Nú eru um 30% viðskiptavina 365 að kaupa fjarskiptaþjónustu. Árið fór í að bæta ferla, efla þjónustustig og takast á við aukna samkeppni. Við buðum ýmsar nýjungar á árinu. Fréttablaðið fékk andlitslyftingu og boðið var upp á nýtt Ísland í dag. Haldið var áfram að styrkja aðgengi viðskiptavina að efni. Maraþonþjónusta við viðskiptavini hefur aukist stórlega, en með því er viðskiptavinum gert kleift að horfa þegar þeim hentar. Þar er að finna heilu þáttaraðirnar af vönduðu innlendu sem og erlendu efni fyrir börn og fullorðna. Ásamt því að nú eru um 150 bíómyndir aðgengilegar í sjónvarpi 365 þegar fólki hentar. Byrjað var að bjóða fólki upp á að greiða fyrir staka knattspyrnuleiki í samstarfi við fjarskiptafyrirtækin. Miðlar 365 eru áfram mjög sterkir. Í hverjum mánuði lesa 94,2% landsmanna visir.is, 93,2% hlusta á Bylgjuna, 90,6% horfa á Stöð 2 og 83,4% lesa Fréttablaðið. Ánægjulegt er að fara inn í þrítugasta afmælisár Bylgjunnar og Stöðvar 2 með svo stóran hluta landsmanna í okkar liði. Á nýju ári ætlar 365 að standa fyrir hagsmuni heimila og fyrirtækja í landinu. Við viljum að samfélag okkar dafni. Það ætlum við að gera með öflugri fréttastofu og fjölbreyttri þáttagerð. Stóru áherslur okkar verða Ísland got talent strax í upphafi árs og Borgarstjórinn í haust. Við munum bjóða heimilum landsins hagstæðari kjör í fjarskiptaþjónustu og framúrskarandi afþreyingu sem auglýsendur geta nýtt til að stuðla að árangri í sinni starfsemi. Fyrir hönd 365 óska ég landsmönnum öllum gleðilegs árs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fréttir ársins 2015 Mest lesið Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Kosningaloforð ríkisstjórnarinnar voru nokkur og eru efndir og afrekin nú þegar umtalsverð. Skuldir hins opinbera hafa lækkað um hundruð milljarða, afgangur hefur verið af rekstri ríkissjóðs og málum þrotabúa bankanna er að ljúka. Heimilin hafa fengið töluvert fyrir sinn snúð. Skuldir hafa lækkað um 80 milljarða, skattar hafa lækkað, vörugjöld afnumin, tollar hafa lækkað, bætur hækkað, verðbólga er lág og með nýjum kjarasamningum hafa laun hækkað. Kaupmáttur allra hefur hækkað og fyrir framangreint á ríkisstjórnin hrós skilið. Aftur á móti hefur rekstrarkostnaður fyrirtækja aukist of mikið vegna kjarasamninga og eru þau að greiða of háa vexti sem dregur mátt úr atvinnulífinu. Vísbendingar eru um að eitthvað muni láta undan. Af hálfu ríkistjórnarinnar eru tvö stór loforð ókláruð. Annars vegar að draga úr umsvifum opinbers rekstrar og er enn lítið að frétta af aðgerðum í kjölfar niðurstöðu hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar. Af mörgu er taka en fyrir starfsemi 365 fá málefni RÚV mesta athygli. Mun birtast um það sérstök grein í upphafi nýs árs. Ljósleiðaravæðing landsbyggðarinnar er mikilvægasta landsbyggðarmálið en þar er tækifærið að auka atvinnu og jafna búsetuskilyrði allra. Öflugu ljósleiðaraneti mun svo fylgja enn ódýrari háhraða farsímaþjónusta sem nýtast mun ferðamönnum og bændum í landinu. Við bíðum enn frétta af alvöru skrefum í þessu máli. Hjá 365 hófum við á árinu farsímaþjónustu og buðum nýjar áskriftarleiðir sem var vel tekið meðal viðskiptavina. Nú eru um 30% viðskiptavina 365 að kaupa fjarskiptaþjónustu. Árið fór í að bæta ferla, efla þjónustustig og takast á við aukna samkeppni. Við buðum ýmsar nýjungar á árinu. Fréttablaðið fékk andlitslyftingu og boðið var upp á nýtt Ísland í dag. Haldið var áfram að styrkja aðgengi viðskiptavina að efni. Maraþonþjónusta við viðskiptavini hefur aukist stórlega, en með því er viðskiptavinum gert kleift að horfa þegar þeim hentar. Þar er að finna heilu þáttaraðirnar af vönduðu innlendu sem og erlendu efni fyrir börn og fullorðna. Ásamt því að nú eru um 150 bíómyndir aðgengilegar í sjónvarpi 365 þegar fólki hentar. Byrjað var að bjóða fólki upp á að greiða fyrir staka knattspyrnuleiki í samstarfi við fjarskiptafyrirtækin. Miðlar 365 eru áfram mjög sterkir. Í hverjum mánuði lesa 94,2% landsmanna visir.is, 93,2% hlusta á Bylgjuna, 90,6% horfa á Stöð 2 og 83,4% lesa Fréttablaðið. Ánægjulegt er að fara inn í þrítugasta afmælisár Bylgjunnar og Stöðvar 2 með svo stóran hluta landsmanna í okkar liði. Á nýju ári ætlar 365 að standa fyrir hagsmuni heimila og fyrirtækja í landinu. Við viljum að samfélag okkar dafni. Það ætlum við að gera með öflugri fréttastofu og fjölbreyttri þáttagerð. Stóru áherslur okkar verða Ísland got talent strax í upphafi árs og Borgarstjórinn í haust. Við munum bjóða heimilum landsins hagstæðari kjör í fjarskiptaþjónustu og framúrskarandi afþreyingu sem auglýsendur geta nýtt til að stuðla að árangri í sinni starfsemi. Fyrir hönd 365 óska ég landsmönnum öllum gleðilegs árs.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun