Vilja 900 milljónir í flug á Akureyri og Egilsstaði Garðar Örn Úlfarsson skrifar 28. desember 2015 07:00 Millilandaflug um Egilsstaðaflugvöll og Akureyrarflugvöll er sögð myndu bæta nýtingu hótela og annarra innviða á svæðunum. vísir/vilhelm Starfshópur sem forsætisráðherra skipaði til að gera tillögur að því hvernig koma megi á reglulegu millilandaflugi um aðra flugvelli en Keflavík leggur til að ríkissjóður setji 900 milljónir króna á þremur árum til að styrkja flug til og frá Akureyri og Egilsstöðum. „Væntur ávinningur ríkissjóðs er margvíslegur, beint og óbeint, en beinar árlegar skatttekjur ríkissjóðs af auknu flugi geta numið 3-400 milljónum króna sé þó aðeins miðað við tvö flug á viku allt árið,“ segir í niðurstöðum starfshópsins. „Miðað við þetta má gera ráð fyrir að það sé engin áhætta fyrir ríkissjóð heldur fái ríkissjóður allt sitt framlag til baka en njóti síðan beins afraksturs í formi skatttekna að liðnum þremur árum.“Matthías Imsland var formaður starfshópsins.Starfshópurinn leggur til að stofnaður verið Flugþróunarsjóður sem skiptist í annars vegar Markaðsþróunarsjóð og hins vegar Áfangastaðasjóð. Matthías Páll Imsland, aðstoðarmaður velferðarráðherra og fyrrverandi forstjóri Iceland Express, var formaður starfshópsins. „Sjóðirnir skulu virka hvetjandi á erlenda sem innlenda aðila og framlag þeirra vera viðbót við framlag annarra þróunaraðila (landshlutar, flugfélög, markaðsþróunarfélög) og greiðast eftir að flug er hafið, nánar tiltekið þegar lágmarkstímabili hefur verið náð og svo mánaðarlega eftir það,“ útskýrir starfshópurinn. „Stuðningurinn er til þess að byggja upp nýja leið og er annars vegar niðurgreiðsla á áhættu við að byggja upp nýja leið og hins vegar stuðningur við markaðssetningu áfangastaðar.“ Í skýrslu hópsins er rakið að nýting hótelherbergja er umtalsvert lakari á Norður- og Austurlandi en á höfuðborgarsvæðinu, sérstaklega utan háannar. Miðað er við í útreikningum að tekjur séu 20.900 krónur á hvern ferðamann á sólarhring að sumri en 34.835 krónur að vetri. „Samkvæmt könnun Ferðamálastofu koma 35 prósent ferðamanna sem koma til landsins að sumri til Norðurlands en aðeins 13 prósent að vetri. Á Austurlandi er hlutfallið 29 prósent að sumri en 11 prósent að vetri,“ bendir starfshópurinn á. Lagt er til að leiðaþróunarsjóður styrki flugrekstraraðila um vissa upphæð í eftir því hvenær árs flogið er. Sumarmánuðina þrjá sé gerð krafa um minnst eitt flug á viku og þá fáist greiddar tíu evrur (um 1.420 krónur) á hvern farþega. Sé bætt við minnst átta flugferðum í september eða maí fáist 12 evrur (1.700 krónur) á hvern farþega. Á veturna fáist 15 evra (2.130 króna styrkur) á farþega sé flogið einu sinni í viku. Þá verði að vera minnst tólf flug sem flogin séu í minnst sex flugferða seríu. Sérstökum markaðsþróunarsjóði er síðan ætlað að styrkja hverja flugleið um að lágmarki 10 milljónir króna óháð fjölda farþega. „Farið verði fram á mótframlag samningsaðila, það er króna á móti krónu,“ segir starfshópurinn. Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs kvaðst fagna þessum niðurstöðum starfshópsins á fundi sínum á Egilsstöðum í síðustu viku. Fréttir af flugi Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Starbucks opnar á Íslandi Viðskipti innlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Starfshópur sem forsætisráðherra skipaði til að gera tillögur að því hvernig koma megi á reglulegu millilandaflugi um aðra flugvelli en Keflavík leggur til að ríkissjóður setji 900 milljónir króna á þremur árum til að styrkja flug til og frá Akureyri og Egilsstöðum. „Væntur ávinningur ríkissjóðs er margvíslegur, beint og óbeint, en beinar árlegar skatttekjur ríkissjóðs af auknu flugi geta numið 3-400 milljónum króna sé þó aðeins miðað við tvö flug á viku allt árið,“ segir í niðurstöðum starfshópsins. „Miðað við þetta má gera ráð fyrir að það sé engin áhætta fyrir ríkissjóð heldur fái ríkissjóður allt sitt framlag til baka en njóti síðan beins afraksturs í formi skatttekna að liðnum þremur árum.“Matthías Imsland var formaður starfshópsins.Starfshópurinn leggur til að stofnaður verið Flugþróunarsjóður sem skiptist í annars vegar Markaðsþróunarsjóð og hins vegar Áfangastaðasjóð. Matthías Páll Imsland, aðstoðarmaður velferðarráðherra og fyrrverandi forstjóri Iceland Express, var formaður starfshópsins. „Sjóðirnir skulu virka hvetjandi á erlenda sem innlenda aðila og framlag þeirra vera viðbót við framlag annarra þróunaraðila (landshlutar, flugfélög, markaðsþróunarfélög) og greiðast eftir að flug er hafið, nánar tiltekið þegar lágmarkstímabili hefur verið náð og svo mánaðarlega eftir það,“ útskýrir starfshópurinn. „Stuðningurinn er til þess að byggja upp nýja leið og er annars vegar niðurgreiðsla á áhættu við að byggja upp nýja leið og hins vegar stuðningur við markaðssetningu áfangastaðar.“ Í skýrslu hópsins er rakið að nýting hótelherbergja er umtalsvert lakari á Norður- og Austurlandi en á höfuðborgarsvæðinu, sérstaklega utan háannar. Miðað er við í útreikningum að tekjur séu 20.900 krónur á hvern ferðamann á sólarhring að sumri en 34.835 krónur að vetri. „Samkvæmt könnun Ferðamálastofu koma 35 prósent ferðamanna sem koma til landsins að sumri til Norðurlands en aðeins 13 prósent að vetri. Á Austurlandi er hlutfallið 29 prósent að sumri en 11 prósent að vetri,“ bendir starfshópurinn á. Lagt er til að leiðaþróunarsjóður styrki flugrekstraraðila um vissa upphæð í eftir því hvenær árs flogið er. Sumarmánuðina þrjá sé gerð krafa um minnst eitt flug á viku og þá fáist greiddar tíu evrur (um 1.420 krónur) á hvern farþega. Sé bætt við minnst átta flugferðum í september eða maí fáist 12 evrur (1.700 krónur) á hvern farþega. Á veturna fáist 15 evra (2.130 króna styrkur) á farþega sé flogið einu sinni í viku. Þá verði að vera minnst tólf flug sem flogin séu í minnst sex flugferða seríu. Sérstökum markaðsþróunarsjóði er síðan ætlað að styrkja hverja flugleið um að lágmarki 10 milljónir króna óháð fjölda farþega. „Farið verði fram á mótframlag samningsaðila, það er króna á móti krónu,“ segir starfshópurinn. Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs kvaðst fagna þessum niðurstöðum starfshópsins á fundi sínum á Egilsstöðum í síðustu viku.
Fréttir af flugi Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Starbucks opnar á Íslandi Viðskipti innlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira