Tugir farþega Icelandair urðu strandaglópar í Bergen Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. desember 2015 16:52 Farþegarnir fóru með flugi Icelandair frá Bergen á hádegi í dag, sólarhring síðar en áætlað var, og lenti vélin í Keflavík núna í eftirmiðdaginn. vísir/anton brink Flugi Icelandair sem fara átti frá Bergen í Noregi til Keflavíkur klukkan 12 á hádegi í gær var aflýst með þeim afleiðingum að tugir farþega urðu strandaglópar í borginni. Biðu farþegarnir í allt að átta klukkutíma á flugvellinum áður en í ljós kom að ekkert yrði af fluginu til Íslands. Að því er fram kemur á heimasíðu Keflavíkurflugvallar átti flugvél Icelandair að fara héðan til Bergen klukkan 8 í gærmorgun en fór ekki í loftið fyrr en 11.25. Samkvæmt upplýsingum frá Icelandair varð töfin vegna veðurs í Bergen en flugvellinum þar var lokað um tíma sem varð til þess að ekki var hægt að lenda á vellinum. Flugvél Icelandair fór því til Stavangurs en undir venjulegum kringumstæðum hefði hún fyrst lent í Bergen, síðan flogið til Stavangurs og þaðan til Keflavíkur. Í Stavangri freistaði áhöfnin þess að bíða af sér veðrið í Bergen en eftir því sem tíminn leið varð ljóst að ekki yrði hægt að fljúga til Bergen og þaðan Keflavíkur vegna reglna um hvíldartíma flugáhafna. Því var tekin ákvörðun um að fljúga frá Stavangri til Keflavíkur sem þýddi að þeir farþegar sem ætluðu frá Keflavík til Bergen þurftu að komast þangað með öðrum flugfélögum. Þá þurftu þeir farþegar sem voru fastir í Bergen að dvelja á hóteli í nótt en Icelandair greiddi fyrir gistingu og mat sem og fargjaldið fyrir þá sem þurftu að fara frá Stavangri til Bergen. Farþegarnir fóru svo með flugi Icelandair frá Bergen á hádegi í dag, sólarhring síðar en áætlað var, og lenti vélin í Keflavík núna í eftirmiðdaginn. Fréttir af flugi Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
Flugi Icelandair sem fara átti frá Bergen í Noregi til Keflavíkur klukkan 12 á hádegi í gær var aflýst með þeim afleiðingum að tugir farþega urðu strandaglópar í borginni. Biðu farþegarnir í allt að átta klukkutíma á flugvellinum áður en í ljós kom að ekkert yrði af fluginu til Íslands. Að því er fram kemur á heimasíðu Keflavíkurflugvallar átti flugvél Icelandair að fara héðan til Bergen klukkan 8 í gærmorgun en fór ekki í loftið fyrr en 11.25. Samkvæmt upplýsingum frá Icelandair varð töfin vegna veðurs í Bergen en flugvellinum þar var lokað um tíma sem varð til þess að ekki var hægt að lenda á vellinum. Flugvél Icelandair fór því til Stavangurs en undir venjulegum kringumstæðum hefði hún fyrst lent í Bergen, síðan flogið til Stavangurs og þaðan til Keflavíkur. Í Stavangri freistaði áhöfnin þess að bíða af sér veðrið í Bergen en eftir því sem tíminn leið varð ljóst að ekki yrði hægt að fljúga til Bergen og þaðan Keflavíkur vegna reglna um hvíldartíma flugáhafna. Því var tekin ákvörðun um að fljúga frá Stavangri til Keflavíkur sem þýddi að þeir farþegar sem ætluðu frá Keflavík til Bergen þurftu að komast þangað með öðrum flugfélögum. Þá þurftu þeir farþegar sem voru fastir í Bergen að dvelja á hóteli í nótt en Icelandair greiddi fyrir gistingu og mat sem og fargjaldið fyrir þá sem þurftu að fara frá Stavangri til Bergen. Farþegarnir fóru svo með flugi Icelandair frá Bergen á hádegi í dag, sólarhring síðar en áætlað var, og lenti vélin í Keflavík núna í eftirmiðdaginn.
Fréttir af flugi Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira