Tugir farþega Icelandair urðu strandaglópar í Bergen Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. desember 2015 16:52 Farþegarnir fóru með flugi Icelandair frá Bergen á hádegi í dag, sólarhring síðar en áætlað var, og lenti vélin í Keflavík núna í eftirmiðdaginn. vísir/anton brink Flugi Icelandair sem fara átti frá Bergen í Noregi til Keflavíkur klukkan 12 á hádegi í gær var aflýst með þeim afleiðingum að tugir farþega urðu strandaglópar í borginni. Biðu farþegarnir í allt að átta klukkutíma á flugvellinum áður en í ljós kom að ekkert yrði af fluginu til Íslands. Að því er fram kemur á heimasíðu Keflavíkurflugvallar átti flugvél Icelandair að fara héðan til Bergen klukkan 8 í gærmorgun en fór ekki í loftið fyrr en 11.25. Samkvæmt upplýsingum frá Icelandair varð töfin vegna veðurs í Bergen en flugvellinum þar var lokað um tíma sem varð til þess að ekki var hægt að lenda á vellinum. Flugvél Icelandair fór því til Stavangurs en undir venjulegum kringumstæðum hefði hún fyrst lent í Bergen, síðan flogið til Stavangurs og þaðan til Keflavíkur. Í Stavangri freistaði áhöfnin þess að bíða af sér veðrið í Bergen en eftir því sem tíminn leið varð ljóst að ekki yrði hægt að fljúga til Bergen og þaðan Keflavíkur vegna reglna um hvíldartíma flugáhafna. Því var tekin ákvörðun um að fljúga frá Stavangri til Keflavíkur sem þýddi að þeir farþegar sem ætluðu frá Keflavík til Bergen þurftu að komast þangað með öðrum flugfélögum. Þá þurftu þeir farþegar sem voru fastir í Bergen að dvelja á hóteli í nótt en Icelandair greiddi fyrir gistingu og mat sem og fargjaldið fyrir þá sem þurftu að fara frá Stavangri til Bergen. Farþegarnir fóru svo með flugi Icelandair frá Bergen á hádegi í dag, sólarhring síðar en áætlað var, og lenti vélin í Keflavík núna í eftirmiðdaginn. Fréttir af flugi Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Sjá meira
Flugi Icelandair sem fara átti frá Bergen í Noregi til Keflavíkur klukkan 12 á hádegi í gær var aflýst með þeim afleiðingum að tugir farþega urðu strandaglópar í borginni. Biðu farþegarnir í allt að átta klukkutíma á flugvellinum áður en í ljós kom að ekkert yrði af fluginu til Íslands. Að því er fram kemur á heimasíðu Keflavíkurflugvallar átti flugvél Icelandair að fara héðan til Bergen klukkan 8 í gærmorgun en fór ekki í loftið fyrr en 11.25. Samkvæmt upplýsingum frá Icelandair varð töfin vegna veðurs í Bergen en flugvellinum þar var lokað um tíma sem varð til þess að ekki var hægt að lenda á vellinum. Flugvél Icelandair fór því til Stavangurs en undir venjulegum kringumstæðum hefði hún fyrst lent í Bergen, síðan flogið til Stavangurs og þaðan til Keflavíkur. Í Stavangri freistaði áhöfnin þess að bíða af sér veðrið í Bergen en eftir því sem tíminn leið varð ljóst að ekki yrði hægt að fljúga til Bergen og þaðan Keflavíkur vegna reglna um hvíldartíma flugáhafna. Því var tekin ákvörðun um að fljúga frá Stavangri til Keflavíkur sem þýddi að þeir farþegar sem ætluðu frá Keflavík til Bergen þurftu að komast þangað með öðrum flugfélögum. Þá þurftu þeir farþegar sem voru fastir í Bergen að dvelja á hóteli í nótt en Icelandair greiddi fyrir gistingu og mat sem og fargjaldið fyrir þá sem þurftu að fara frá Stavangri til Bergen. Farþegarnir fóru svo með flugi Icelandair frá Bergen á hádegi í dag, sólarhring síðar en áætlað var, og lenti vélin í Keflavík núna í eftirmiðdaginn.
Fréttir af flugi Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Sjá meira