Botnlaust hyldýpið Björn Teitsson skrifar 10. desember 2015 10:00 Tónlist Sóley Ask the Deep Morr Music Í skáldsögunni High Fidelity spyr poppnördinn, plötubúðareigandinn og aðalsöguhetjan Rob Gordon: „Hlustum við á popptónlist vegna þess að við erum óhamingjusöm, eða erum við óhamingjusöm vegna þess að við hlustum á popptónlist?“ Tónlist vekur upp tilfinningar, hún huggar, hún fær okkur til að finna til samkenndar og samúðar, en hún getur einnig rifið upp sár sem gróa aldrei fullkomlega. Þessi ást. Alltaf þessi fullkomna en vonlausa ást sem brennur svo heitt en brennur svo út. Og eftir er óhamingjan. Botnlaust dýpið. Þekkja þetta ekki allir? Ask the Deep er önnur breiðskífa Sóleyjar Stefánsdóttur, sem kallar sig einfaldlega Soley. Hún vakti mikla og verðskuldaða athygli árið 2011 með frumrauninni We Sink. Bera plöturnar mörg sameiginleg einkenni, lágstemmdar og draumkenndar, en eiga þó báðar tvær sinn eigin persónuleika – ef svo má að orði komast. Á nýrri plötu er Sóley að fikra sig áfram í nýjum hljóðheimi raftónlistar í bland við hefðbundnari hljóðfæri, slagverk er áberandi og útsetningarnar eru á tíðum einkar tilkomumiklar. Hljóðheimurinn fellur einkar vel að sögunni sem Sóley flytur áheyrendum en sú saga er gullfalleg, brothætt, sorgleg og jafnvel martraðarkennd í senn. Fyrsta lagið, Devil, setur tóninn fyrir plötuna og inniheldur hina, ó, svo lýsandi línu „It‘s never sunny anyway“. Ævintýr er mjög sterkt lag og textinn (ljóðið) kallar upp sterkar tilfinningar; viljum við að leitandi og ráfandi elskhugar finni hvor annan? Næstsíðasta lagið, Dreamers, er alger negla, útsetningin „stór“ og kraftmikil í anda sögunnar um draumana sem geta kostað okkur allt sem við eigum, sem takmarkast ekki við neitt annað en botnlaust hyldýpi sálarlífsins. En öll leggjum við samt undir, ekki satt?Niðurstaða: Sterkasta verk Sóleyjar inniheldur hæfilega tilraunamennsku, fallegar útsetningar og framúrskarandi texta. Menning Tónlist Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Brúðkaup ársins 2024 Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Tónlist Sóley Ask the Deep Morr Music Í skáldsögunni High Fidelity spyr poppnördinn, plötubúðareigandinn og aðalsöguhetjan Rob Gordon: „Hlustum við á popptónlist vegna þess að við erum óhamingjusöm, eða erum við óhamingjusöm vegna þess að við hlustum á popptónlist?“ Tónlist vekur upp tilfinningar, hún huggar, hún fær okkur til að finna til samkenndar og samúðar, en hún getur einnig rifið upp sár sem gróa aldrei fullkomlega. Þessi ást. Alltaf þessi fullkomna en vonlausa ást sem brennur svo heitt en brennur svo út. Og eftir er óhamingjan. Botnlaust dýpið. Þekkja þetta ekki allir? Ask the Deep er önnur breiðskífa Sóleyjar Stefánsdóttur, sem kallar sig einfaldlega Soley. Hún vakti mikla og verðskuldaða athygli árið 2011 með frumrauninni We Sink. Bera plöturnar mörg sameiginleg einkenni, lágstemmdar og draumkenndar, en eiga þó báðar tvær sinn eigin persónuleika – ef svo má að orði komast. Á nýrri plötu er Sóley að fikra sig áfram í nýjum hljóðheimi raftónlistar í bland við hefðbundnari hljóðfæri, slagverk er áberandi og útsetningarnar eru á tíðum einkar tilkomumiklar. Hljóðheimurinn fellur einkar vel að sögunni sem Sóley flytur áheyrendum en sú saga er gullfalleg, brothætt, sorgleg og jafnvel martraðarkennd í senn. Fyrsta lagið, Devil, setur tóninn fyrir plötuna og inniheldur hina, ó, svo lýsandi línu „It‘s never sunny anyway“. Ævintýr er mjög sterkt lag og textinn (ljóðið) kallar upp sterkar tilfinningar; viljum við að leitandi og ráfandi elskhugar finni hvor annan? Næstsíðasta lagið, Dreamers, er alger negla, útsetningin „stór“ og kraftmikil í anda sögunnar um draumana sem geta kostað okkur allt sem við eigum, sem takmarkast ekki við neitt annað en botnlaust hyldýpi sálarlífsins. En öll leggjum við samt undir, ekki satt?Niðurstaða: Sterkasta verk Sóleyjar inniheldur hæfilega tilraunamennsku, fallegar útsetningar og framúrskarandi texta.
Menning Tónlist Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Brúðkaup ársins 2024 Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira