Ríkisstjórn Indónesíu vill kaupa sæti hjá Manor Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 13. desember 2015 12:00 Baráttan um sæti hjá Manor harðnar. Vísir/Getty Ríkisstjórn Indónesíu hefur í bréfi til Manor F1 liðsins boðið fjárhagslegan styrk. Ríkisstjórnin vill fá Rio Haryanto bak við stýrið og merkingar á bílana. Haryanto endaði fjórði í stigakeppni ökumanna í GP2 mótaröðinni, sem er kappaksturinn sem flestir ökumenn keppa í áður en þeir koma í Formúlu 1. Mikil barátta hefur verið um laus sæti í Formúlu 1 liðum fyrir næsta ár. Stoffel Vandoorne, sem vann GP2 mótaröðina lenti einungis þróunarökumannssæti hjá McLaren.Jolyon Palmer sem varð meistari í GP2 árið 2014 náði í laust sæti hjá Lotus liðinu, sem verður Renault, eftir að hafa verið þróunarökumaður þar í eitt ár. Í bréfinu segist ríkisstjórnin reiðubúin að greiða 15 milljónir evra til liðsins ef Haryanto á fast ökumannssæti hjá liðinu út næsta tímabil. 15 milljónir evra eru rétt rúmlega tveir milljarðar íslenskra króna. „Eftir viðræður við Rio Haryanto og umboðsmenn hans, er okkur mikil ánægja að tilkynna að ráðuneyti æskulýðs- og íþróttamála í lýðveldinu Indónesíu vill tryggja greiðslu 15 milljóna evra, fái Rio Haryanto að keppa árið 2016 í Formúlu 1 með Manor F1 liðinu,“ segir í bréfinu. „Greiðslurnar munu koma í skiptum fyrir auglýsingapláss á keppnisbílum og keppnisbúningum ásamt því að liðið tekur þátt í viðburðum til að auglýsa Indónesíu og tengd fyrirtæki,“ segir enn frekar í bréfinu. Margir ökumenn vonast til þess að tryggja sér sæti hjá Manor F1. Liðið hefur enn ekki tilkynnt hvaða ökumenn munu aka fyrir liðið, bæði sætin eru laus en vonir Haryanto hafa aukist til muna. Aðrir ökumenn sem vilja fá tækifæri hjá liðinu eru til að mynda Pascal Wehrlein, þróunarökumaður Mercedes og DTM meistari í ár. Ásamt honum vilja Will Stevens, Roberto Merhi og Alexander Rossi næla í sæti. Þrír síðastnefndu óku fyrir liðið í ár. Stevens ók í öllum keppnum tímabilsins en Merhi og Rossi skiptu þátttöku í keppnum á milli sín. Formúla Tengdar fréttir Sainz segir Toro Rosso geta staðið framar Red Bull 2016 Carlos Sainz, ökumaður Toro Rosso liðsins telur að liðið geti staðið framar Red Bull á næsta ári. Toro Rosso mun notast við Ferrari vél en Red Bull Renault vél. 11. desember 2015 22:00 Bílskúrinn: Allt það helsta frá Abú Dabí Síðasta keppni Formúlu 1 tímabilsins fór fram um helgina, Nico Rosberg á Mercedes vann þriðju keppnina í röð. 1. desember 2015 23:30 Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Ríkisstjórn Indónesíu hefur í bréfi til Manor F1 liðsins boðið fjárhagslegan styrk. Ríkisstjórnin vill fá Rio Haryanto bak við stýrið og merkingar á bílana. Haryanto endaði fjórði í stigakeppni ökumanna í GP2 mótaröðinni, sem er kappaksturinn sem flestir ökumenn keppa í áður en þeir koma í Formúlu 1. Mikil barátta hefur verið um laus sæti í Formúlu 1 liðum fyrir næsta ár. Stoffel Vandoorne, sem vann GP2 mótaröðina lenti einungis þróunarökumannssæti hjá McLaren.Jolyon Palmer sem varð meistari í GP2 árið 2014 náði í laust sæti hjá Lotus liðinu, sem verður Renault, eftir að hafa verið þróunarökumaður þar í eitt ár. Í bréfinu segist ríkisstjórnin reiðubúin að greiða 15 milljónir evra til liðsins ef Haryanto á fast ökumannssæti hjá liðinu út næsta tímabil. 15 milljónir evra eru rétt rúmlega tveir milljarðar íslenskra króna. „Eftir viðræður við Rio Haryanto og umboðsmenn hans, er okkur mikil ánægja að tilkynna að ráðuneyti æskulýðs- og íþróttamála í lýðveldinu Indónesíu vill tryggja greiðslu 15 milljóna evra, fái Rio Haryanto að keppa árið 2016 í Formúlu 1 með Manor F1 liðinu,“ segir í bréfinu. „Greiðslurnar munu koma í skiptum fyrir auglýsingapláss á keppnisbílum og keppnisbúningum ásamt því að liðið tekur þátt í viðburðum til að auglýsa Indónesíu og tengd fyrirtæki,“ segir enn frekar í bréfinu. Margir ökumenn vonast til þess að tryggja sér sæti hjá Manor F1. Liðið hefur enn ekki tilkynnt hvaða ökumenn munu aka fyrir liðið, bæði sætin eru laus en vonir Haryanto hafa aukist til muna. Aðrir ökumenn sem vilja fá tækifæri hjá liðinu eru til að mynda Pascal Wehrlein, þróunarökumaður Mercedes og DTM meistari í ár. Ásamt honum vilja Will Stevens, Roberto Merhi og Alexander Rossi næla í sæti. Þrír síðastnefndu óku fyrir liðið í ár. Stevens ók í öllum keppnum tímabilsins en Merhi og Rossi skiptu þátttöku í keppnum á milli sín.
Formúla Tengdar fréttir Sainz segir Toro Rosso geta staðið framar Red Bull 2016 Carlos Sainz, ökumaður Toro Rosso liðsins telur að liðið geti staðið framar Red Bull á næsta ári. Toro Rosso mun notast við Ferrari vél en Red Bull Renault vél. 11. desember 2015 22:00 Bílskúrinn: Allt það helsta frá Abú Dabí Síðasta keppni Formúlu 1 tímabilsins fór fram um helgina, Nico Rosberg á Mercedes vann þriðju keppnina í röð. 1. desember 2015 23:30 Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Sainz segir Toro Rosso geta staðið framar Red Bull 2016 Carlos Sainz, ökumaður Toro Rosso liðsins telur að liðið geti staðið framar Red Bull á næsta ári. Toro Rosso mun notast við Ferrari vél en Red Bull Renault vél. 11. desember 2015 22:00
Bílskúrinn: Allt það helsta frá Abú Dabí Síðasta keppni Formúlu 1 tímabilsins fór fram um helgina, Nico Rosberg á Mercedes vann þriðju keppnina í röð. 1. desember 2015 23:30