Segir hlé á Schengen-samstarfinu ekki vera til umræðu Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. desember 2015 19:19 Um 1,2 milljónir flóttamanna hafa lagt leið sína inn á Schengen-svæðið frá Miðausturlöndum og Norður-Afríku það sem af er ári. vísir/afp Vísir greindi frá því í morgun að ráðherrar aðildarríkja ESB myndu á morgun ræða þann möguleika hvort að gera eigi tveggja á hlé á Schengen-samstarfinu. Haft var eftir Financial Times að það yrði gert þar sem flóttamannastraumurinn hafi opinberað „alvarlega annmarka“ á grísku landamærunum sem ógni svæðinu öllu.Financial Times byggði frétt sína á minnisblaði sem lekið var til blaðsins og talið var að það yrði lagt fyrir fund ráðherranna á morgun. Aðstoðarmaður Ólafar Nordal innanríkisráðherra, Þórdís Kolbrún Gylfadóttir, segir í bréfi til Vísis þennan fréttaflutning vera alrangan. Ekki standi til að ræða tímabundið hlé á samstarfinu - „enda hafa engar slíkar hugmyndir verið viðraðar af aðildarríkjunum,“ segir í bréfi aðstoðarmannsins. „Þvert á móti snýr umræðan að því hvernig megi tryggja hefðbundna og snurðulausa framkvæmd Schengen reglna og auka öryggi og vörslu á ytri landamærum svæðisins, þrátt fyrir krefjandi aðstæður.“Sjá einnig: Ræða hvort gera eigi hlé á Schengen-samstarfinu Á grundvelli heimilda reglugerðar frá árinu 2006 hafa nokkur ríki innan Schengen tekið upp eftirlit á ákveðnum takmörkuðum köflum á innri landamærum sínum, „nánar tiltekið þeim köflum þar sem álagið hefur verið sem mest og öryggi telst ógnað,“ útskýrir aðstoðarmaðurinn. „Samkvæmt 26. grreinar áðurnefndrar reglugerðar má eftirlit á innri landamærum aldrei vara lengur en sex mánuði í senn, nema til komi ákvörðun ráðherraráðs ESB, að fenginni tillögu framkvæmdastjórnarinnar,“ bætir Þórdís við og segir þetta einungis eiga við í undantekningartilvikum enda geti þetta áhrif á heildarstarfsemi Schengen-svæðisins. „Á fundi ráðherra á morgun er fyrirhugað að ræða með hvaða hætti bregðast megi við því ef einstök ríki neyðast til að viðhalda tímabundnu eftirliti á innri landamærum lengur en sex mánuði. Ekkert ríki hefur þó enn fullnýtt þann frest. Markmiðið er að búa í haginn ef aðstæður skapast í framtíðinni og að einstök ríki geti viðhaldið eftirliti á innri landamærum lengur en sex mánuði ef hinar sérstöku og fordæmalausa aðstæður eiga við um lengri tíma,“ segir aðstoðarmaðurinn. Um 1,2 milljónir flóttamanna hafa lagt leið sína inn á Schengen-svæðið frá Miðausturlöndum og Norður-Afríku það sem af er ári. Tengdar fréttir Ræða hvort gera eigi hlé á Schengen-samstarfinu Innanríkisráðherrar aðildarríkja ESB munu koma saman til fundar í Brussel á morgun. 3. desember 2015 14:44 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Sjá meira
Vísir greindi frá því í morgun að ráðherrar aðildarríkja ESB myndu á morgun ræða þann möguleika hvort að gera eigi tveggja á hlé á Schengen-samstarfinu. Haft var eftir Financial Times að það yrði gert þar sem flóttamannastraumurinn hafi opinberað „alvarlega annmarka“ á grísku landamærunum sem ógni svæðinu öllu.Financial Times byggði frétt sína á minnisblaði sem lekið var til blaðsins og talið var að það yrði lagt fyrir fund ráðherranna á morgun. Aðstoðarmaður Ólafar Nordal innanríkisráðherra, Þórdís Kolbrún Gylfadóttir, segir í bréfi til Vísis þennan fréttaflutning vera alrangan. Ekki standi til að ræða tímabundið hlé á samstarfinu - „enda hafa engar slíkar hugmyndir verið viðraðar af aðildarríkjunum,“ segir í bréfi aðstoðarmannsins. „Þvert á móti snýr umræðan að því hvernig megi tryggja hefðbundna og snurðulausa framkvæmd Schengen reglna og auka öryggi og vörslu á ytri landamærum svæðisins, þrátt fyrir krefjandi aðstæður.“Sjá einnig: Ræða hvort gera eigi hlé á Schengen-samstarfinu Á grundvelli heimilda reglugerðar frá árinu 2006 hafa nokkur ríki innan Schengen tekið upp eftirlit á ákveðnum takmörkuðum köflum á innri landamærum sínum, „nánar tiltekið þeim köflum þar sem álagið hefur verið sem mest og öryggi telst ógnað,“ útskýrir aðstoðarmaðurinn. „Samkvæmt 26. grreinar áðurnefndrar reglugerðar má eftirlit á innri landamærum aldrei vara lengur en sex mánuði í senn, nema til komi ákvörðun ráðherraráðs ESB, að fenginni tillögu framkvæmdastjórnarinnar,“ bætir Þórdís við og segir þetta einungis eiga við í undantekningartilvikum enda geti þetta áhrif á heildarstarfsemi Schengen-svæðisins. „Á fundi ráðherra á morgun er fyrirhugað að ræða með hvaða hætti bregðast megi við því ef einstök ríki neyðast til að viðhalda tímabundnu eftirliti á innri landamærum lengur en sex mánuði. Ekkert ríki hefur þó enn fullnýtt þann frest. Markmiðið er að búa í haginn ef aðstæður skapast í framtíðinni og að einstök ríki geti viðhaldið eftirliti á innri landamærum lengur en sex mánuði ef hinar sérstöku og fordæmalausa aðstæður eiga við um lengri tíma,“ segir aðstoðarmaðurinn. Um 1,2 milljónir flóttamanna hafa lagt leið sína inn á Schengen-svæðið frá Miðausturlöndum og Norður-Afríku það sem af er ári.
Tengdar fréttir Ræða hvort gera eigi hlé á Schengen-samstarfinu Innanríkisráðherrar aðildarríkja ESB munu koma saman til fundar í Brussel á morgun. 3. desember 2015 14:44 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Sjá meira
Ræða hvort gera eigi hlé á Schengen-samstarfinu Innanríkisráðherrar aðildarríkja ESB munu koma saman til fundar í Brussel á morgun. 3. desember 2015 14:44
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent