Fékk alveg nóg af sófakartöflunni Elín Albertsdóttir skrifar 5. desember 2015 10:00 Elvar hefur misst tæp sextíu kíló eftir að hann breytti um lífsstíl. Hann hjólar alla daga ársins og finnur ekkert fyrir veðrinu sem aðrir kvarta yfir. MYND/GVA Elvar Örn Reynisson komst í fréttirnar í vikunni sem hjólamaðurinn mikli. Elvar lætur veðrið ekki aftra sér frá því að hjóla allan ársins hring. Hann segist horfa á föstu bílana með vorkunnaraugum þegar hann hjólar fram hjólar fram hjá þeim. Elvar Örn er menntaður matreiðslumaður og starfaði lengi sem slíkur, síðast á Kringlukránni. Nú starfar hann hins vegar í Erninum og sameinar þar starf og áhugamál. Hann segist ekki sakna kvöld- og helgarvinnunnar. „Ég tók mér smá pásu frá kokkinum og færði mig nær áhugamálinu,“ segir hann. Elvar breytti um lífsstíl árið 2011 þegar honum fannst hann vera orðinn of þungur. „Mér hefur alltaf þótt gaman að hjóla en ég hafði ekki þann tíma sem þurfti til að sinna áhugamálinu. Einn daginn fékk ég nóg af sófakartöflu-stílnum og ákvað að forgangsraða lífi mínu öðruvísi. Þar fyrir utan var ég farinn að hafa áhyggjur af framtíðinni. Ég fann vel fyrir því hversu þungur ég var. Þótt ég væri í yfirvigt var ég í ágætis formi því ég stundaði alltaf líkamsrækt þrátt fyrir að finnast hún leiðinleg. Einn daginn ákvað ég að sleppa öllu gosþambi og minnka nammiát. Ég drakk að minnsta kosti tvo lítra af kóki á kvöldin. Eftir að ég hætti því fann ég strax mun á vigtinni. Samfara því tók ég síðan mataræðið í gegn ískrefum,“ segir Elvar.Ekki megrunarkúrHann fór ekki í neinn sérstakan megrunarkúr en ákvað að taka alltaf einn hlut út úr mataræðinu í einu. Síðan var nauðsynlegt að vera í stöðugri líkamsrækt. „Ég setti mér það markmið að hjóla alltaf ákveðið marga tíma á viku. Stundum hjólaði ég mjög mikið og ofkeyrði mig með tilheyrandi þreytu á eftir. Ég reyndi því að finna hinn gullna meðalveg í æfingum. Best er að fara milliveginn og halda brennslunni stöðugri. Ég hjólaði alltaf í vinnu og á heimleiðinni tók ég oft aukaleið til að lengja túrinn. Það eru fimm kílómetrar heiman frá mér til vinnu en ég tók alltaf 32 km í bakaleiðinni. Eitt skipti fannst mér ég vera að gefast upp svo ég pantaði ferð til Danmerkur í hjólaferðalag. Það setti ákveðna pressu á mig að komast í betra form. Ég léttist um tíu kíló fyrir ferðina. Ég hjólaði síðan í tólf daga um Danmörku frá Kastrup til Sonnenborg þar sem vinur minn býr og valdi ekki stystu leiðina. Það var mjög skemmtileg ferð,“ segir Elvar.60 kíló farinFrá því Elvar hóf þennan feril hefur hann misst tæp sextíu kíló. „Ég er kominn í kjörþyngd en vil létta mig örlítið meira. Núna er ég 92 kíló en vil vera 86 kíló. Það er betra að vera léttur á hjólinu. Í dag get ég hjólað eins langt og mig langar til án þess að finna fyrir þreytu. Þolið er orðið mjög gott,“ segir hann. Elvar lætur ekki veðrið aftra sér frá því að hjóla til og frá vinnu. „Það er skemmtilegt að hjóla í svona veðri eins og við höfum upplifað í vikunni. Veðrið er fallegt, ekkert rok, og það er hressandi að hjóla. Það er gaman að upplifa alls konar veður utandyra. Ég er á breiðum naglalausum dekkjum sem henta þessu færi. Síðan á ég annað hjól sem er á nagladekkjum. Maður skiptir um eftir því sem þarf. Ég varð vitni að árekstrum í vikunni og fjölda fastra bíla. Ég vil heldur fara á hjólinu en að vera fastur í bíl í marga klukkutíma. Ég er í vindþéttum, millihlýjum fötum, þarf ekki að vera dúðaður.“Alltaf freistingarElvar segist vera mikill nammikarl. „Ég á mína nammidaga en reyni að fara frekar í popp en eitthvað sætt. Ég mun aldrei hætta að borða súkkulaði,“ segir kokkurinn og viðurkennir að sér finnist ekkert leiðinlegt að borða. „Aðgangurinn að hollum mat er orðinn greiður og þess vegna útbý ég grænmetisrétt í hádeginu og fæ mér ávexti. Ég passa upp á að verða aldrei svangur því þá er svo auðvelt að detta í súkkulaði. Jólin eru engin undantekning fyrir mig, freistingarnar eru allt árið í mínum huga, ekki eingöngu á þessum tíma. Ég kvíði því ekkert jólunum.“ Elvar ætlar að vera í Danmörku um jólin ásamt unnustu sinni, Margréti Thorlacius Friðriksdóttur. Þau kynntust í gegnum hjólreiðarnar. Elvar á tvær dætur með fyrri konu sinni. „Með því að hjóla sameina ég líkamsrækt og hreyfingu, áhugamál og samgöngutæki. Auk þess er ég náttúruunnandi og hef gaman af því að taka myndir og myndbönd. Ég samtvinna þetta allt og set síðan inn á bloggið mitt ismadurinn.net,“ segir hann. Elvar er keppnismaður og hefur tekið þátt í mörgum hjólreiðakeppnum bæði hér á landi og erlendis. „Ég hef fengið mjög góðan stuðning og hvatningu frá félögum mínum í þessu sporti.“ Heilsa Tengdar fréttir Matreiðslumaður hjólaði í vinnuna: Þreyttur á umræðu að ekki sé hægt að hjóla á Íslandi allan ársins hring "Í raun finnst mér það forréttindi að geta hjólað svona fallega leið, fjarri stressi bílaumferðar og tilheyrandi hættu sem því fylgir,“ segir Elvar Örn Reynisson. 1. desember 2015 16:31 Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Fleiri fréttir Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Sjá meira
Elvar Örn Reynisson komst í fréttirnar í vikunni sem hjólamaðurinn mikli. Elvar lætur veðrið ekki aftra sér frá því að hjóla allan ársins hring. Hann segist horfa á föstu bílana með vorkunnaraugum þegar hann hjólar fram hjólar fram hjá þeim. Elvar Örn er menntaður matreiðslumaður og starfaði lengi sem slíkur, síðast á Kringlukránni. Nú starfar hann hins vegar í Erninum og sameinar þar starf og áhugamál. Hann segist ekki sakna kvöld- og helgarvinnunnar. „Ég tók mér smá pásu frá kokkinum og færði mig nær áhugamálinu,“ segir hann. Elvar breytti um lífsstíl árið 2011 þegar honum fannst hann vera orðinn of þungur. „Mér hefur alltaf þótt gaman að hjóla en ég hafði ekki þann tíma sem þurfti til að sinna áhugamálinu. Einn daginn fékk ég nóg af sófakartöflu-stílnum og ákvað að forgangsraða lífi mínu öðruvísi. Þar fyrir utan var ég farinn að hafa áhyggjur af framtíðinni. Ég fann vel fyrir því hversu þungur ég var. Þótt ég væri í yfirvigt var ég í ágætis formi því ég stundaði alltaf líkamsrækt þrátt fyrir að finnast hún leiðinleg. Einn daginn ákvað ég að sleppa öllu gosþambi og minnka nammiát. Ég drakk að minnsta kosti tvo lítra af kóki á kvöldin. Eftir að ég hætti því fann ég strax mun á vigtinni. Samfara því tók ég síðan mataræðið í gegn ískrefum,“ segir Elvar.Ekki megrunarkúrHann fór ekki í neinn sérstakan megrunarkúr en ákvað að taka alltaf einn hlut út úr mataræðinu í einu. Síðan var nauðsynlegt að vera í stöðugri líkamsrækt. „Ég setti mér það markmið að hjóla alltaf ákveðið marga tíma á viku. Stundum hjólaði ég mjög mikið og ofkeyrði mig með tilheyrandi þreytu á eftir. Ég reyndi því að finna hinn gullna meðalveg í æfingum. Best er að fara milliveginn og halda brennslunni stöðugri. Ég hjólaði alltaf í vinnu og á heimleiðinni tók ég oft aukaleið til að lengja túrinn. Það eru fimm kílómetrar heiman frá mér til vinnu en ég tók alltaf 32 km í bakaleiðinni. Eitt skipti fannst mér ég vera að gefast upp svo ég pantaði ferð til Danmerkur í hjólaferðalag. Það setti ákveðna pressu á mig að komast í betra form. Ég léttist um tíu kíló fyrir ferðina. Ég hjólaði síðan í tólf daga um Danmörku frá Kastrup til Sonnenborg þar sem vinur minn býr og valdi ekki stystu leiðina. Það var mjög skemmtileg ferð,“ segir Elvar.60 kíló farinFrá því Elvar hóf þennan feril hefur hann misst tæp sextíu kíló. „Ég er kominn í kjörþyngd en vil létta mig örlítið meira. Núna er ég 92 kíló en vil vera 86 kíló. Það er betra að vera léttur á hjólinu. Í dag get ég hjólað eins langt og mig langar til án þess að finna fyrir þreytu. Þolið er orðið mjög gott,“ segir hann. Elvar lætur ekki veðrið aftra sér frá því að hjóla til og frá vinnu. „Það er skemmtilegt að hjóla í svona veðri eins og við höfum upplifað í vikunni. Veðrið er fallegt, ekkert rok, og það er hressandi að hjóla. Það er gaman að upplifa alls konar veður utandyra. Ég er á breiðum naglalausum dekkjum sem henta þessu færi. Síðan á ég annað hjól sem er á nagladekkjum. Maður skiptir um eftir því sem þarf. Ég varð vitni að árekstrum í vikunni og fjölda fastra bíla. Ég vil heldur fara á hjólinu en að vera fastur í bíl í marga klukkutíma. Ég er í vindþéttum, millihlýjum fötum, þarf ekki að vera dúðaður.“Alltaf freistingarElvar segist vera mikill nammikarl. „Ég á mína nammidaga en reyni að fara frekar í popp en eitthvað sætt. Ég mun aldrei hætta að borða súkkulaði,“ segir kokkurinn og viðurkennir að sér finnist ekkert leiðinlegt að borða. „Aðgangurinn að hollum mat er orðinn greiður og þess vegna útbý ég grænmetisrétt í hádeginu og fæ mér ávexti. Ég passa upp á að verða aldrei svangur því þá er svo auðvelt að detta í súkkulaði. Jólin eru engin undantekning fyrir mig, freistingarnar eru allt árið í mínum huga, ekki eingöngu á þessum tíma. Ég kvíði því ekkert jólunum.“ Elvar ætlar að vera í Danmörku um jólin ásamt unnustu sinni, Margréti Thorlacius Friðriksdóttur. Þau kynntust í gegnum hjólreiðarnar. Elvar á tvær dætur með fyrri konu sinni. „Með því að hjóla sameina ég líkamsrækt og hreyfingu, áhugamál og samgöngutæki. Auk þess er ég náttúruunnandi og hef gaman af því að taka myndir og myndbönd. Ég samtvinna þetta allt og set síðan inn á bloggið mitt ismadurinn.net,“ segir hann. Elvar er keppnismaður og hefur tekið þátt í mörgum hjólreiðakeppnum bæði hér á landi og erlendis. „Ég hef fengið mjög góðan stuðning og hvatningu frá félögum mínum í þessu sporti.“
Heilsa Tengdar fréttir Matreiðslumaður hjólaði í vinnuna: Þreyttur á umræðu að ekki sé hægt að hjóla á Íslandi allan ársins hring "Í raun finnst mér það forréttindi að geta hjólað svona fallega leið, fjarri stressi bílaumferðar og tilheyrandi hættu sem því fylgir,“ segir Elvar Örn Reynisson. 1. desember 2015 16:31 Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Fleiri fréttir Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Sjá meira
Matreiðslumaður hjólaði í vinnuna: Þreyttur á umræðu að ekki sé hægt að hjóla á Íslandi allan ársins hring "Í raun finnst mér það forréttindi að geta hjólað svona fallega leið, fjarri stressi bílaumferðar og tilheyrandi hættu sem því fylgir,“ segir Elvar Örn Reynisson. 1. desember 2015 16:31
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“