Stöð 2 á COP21: „Það verður hart samið“ Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 7. desember 2015 20:30 Í rúmlega tvo áratugi hafa þjóðirnar tekist á um hvernig skuli draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og stemma stigu við hnattrænni hlýnun. Á meðan hafa áhrif loftslagsbreytinga stigmagnast. Öfgar í veðráttu magnast, jöklar hopa og íshellur bráðna, sjávarstaða hækkar. Á þessum 20 árum losaði maðurinn meira af gróðurhúsalofttegundum en hann hafði gert yfir hundrað ára tímabil. Raunveruleg ógn loftslagsbreytinga hefur hreyft við þjóðarleiðtogum heimsins. Í París eru vísindin ekki til umræðu, heldur hvað þarf að gera til að vernda samfélag mannanna. Hundrað og áttatíu þjóðir hafa skoðun á því og hafa lagt fram sínar tillögur og markmið í baráttunni gegn losun gróðurhúsalofttegunda. Mikill þröskuldur var yfirstiginn í síðustu viku þegar hin formlega samninganefnd, sem starfað hefur í fjögur ár, birti drög nýs loftslagssamnings sem byggð eru á þessum tillögum. Þegar slík drög voru kynnt á loftslagsráðstefnunni í Kaupmannahöfn árið 2009 voru þau um 300 blaðsíður. Parísardrögin eru tæpar 50 blaðsíður, sem þó eru yfirfullar af hornklofum, sem í einföldu máli þýða átakamál. Hugi Ólafsson, formaður samninganefndar Íslands.Vísir/UNFCCCHugi Ólafsson, formaður samninganefndar Íslands, er minnugur átakanna í Kaupmannahöfn, en er sem fyrr vongóður um niðurstöðuna í París. „Maður skynjar andann að menn telja sig ekki geta komist upp með að það að ná ekki samkomulagi hérna,“ segir Hugi. „Það eru miklir hagsmunir í húfi og í raun er þetta pólitísk grettistak sem þarf að lyfta, menn þurfa að slá af kröfum á síðustu stundu. Það verður hart samið.“ Hugi segir áherslur Íslands vera að ná sterku samkomulagi með umgjörð um markmiðin svo þau verði enn öflugri með tímanum. Það er lykilatriði, enda eru samanlögð áhrif landsframlaganna fjarri því að tryggja komandi kynslóðum öruggt skjól.Eiffel turninn í París.Vísir/Kjartan Hreinn„Það sem skiptir svo miklu máli er að þetta er hnattrænt vandamál og það þarf hnattræna nálgun. Þess vegna skiptir það grundvallar máli að það sé alþjóðlegur samningur og skilningur á því að öll ríki þurfa að setja sér markmið og við þurfum sameiginlegt kerfi til að geta rýnt þessi markmið og ýtt á aukin metnað,“ segir Hugi. „En hinn raunverulegi árangur fer fram hjá einstökum ríkjum. Þar koma að atvinnulífið, félagasamtök, almenningur, borgir og annað. En með þetta í veganesti þá fá þessir aðilar skýr skilaboð.“ Ráðstefnusvæðið í París er risavaxið og verður næstu daga heimili fjörutíu þúsund ráðherra, samningamanna, umhverfisverndarsinna og blaðamanna. En það má í raun segja að loftslagsæði hafa gripið um sig um alla borgina. Það eru ekki bara samningamenn eins og Hugi sem eru fullir af orku fyrir viku samningagerða. Sjálf Parísarborg iðar af endurnýjanlegri orku og það má segja að heimsbyggðin hvetji samningamenn áfram í gegnum Eiffel-turninn. Hver færsla á Facebook og hvert tíst á Twitter ratar á hlið turnsins og um leið magnast geislarnir á toppi turnsins. Svo þjóðirnar sjái nú ljósið. Loftslagsmál Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fleiri fréttir Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Sjá meira
Í rúmlega tvo áratugi hafa þjóðirnar tekist á um hvernig skuli draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og stemma stigu við hnattrænni hlýnun. Á meðan hafa áhrif loftslagsbreytinga stigmagnast. Öfgar í veðráttu magnast, jöklar hopa og íshellur bráðna, sjávarstaða hækkar. Á þessum 20 árum losaði maðurinn meira af gróðurhúsalofttegundum en hann hafði gert yfir hundrað ára tímabil. Raunveruleg ógn loftslagsbreytinga hefur hreyft við þjóðarleiðtogum heimsins. Í París eru vísindin ekki til umræðu, heldur hvað þarf að gera til að vernda samfélag mannanna. Hundrað og áttatíu þjóðir hafa skoðun á því og hafa lagt fram sínar tillögur og markmið í baráttunni gegn losun gróðurhúsalofttegunda. Mikill þröskuldur var yfirstiginn í síðustu viku þegar hin formlega samninganefnd, sem starfað hefur í fjögur ár, birti drög nýs loftslagssamnings sem byggð eru á þessum tillögum. Þegar slík drög voru kynnt á loftslagsráðstefnunni í Kaupmannahöfn árið 2009 voru þau um 300 blaðsíður. Parísardrögin eru tæpar 50 blaðsíður, sem þó eru yfirfullar af hornklofum, sem í einföldu máli þýða átakamál. Hugi Ólafsson, formaður samninganefndar Íslands.Vísir/UNFCCCHugi Ólafsson, formaður samninganefndar Íslands, er minnugur átakanna í Kaupmannahöfn, en er sem fyrr vongóður um niðurstöðuna í París. „Maður skynjar andann að menn telja sig ekki geta komist upp með að það að ná ekki samkomulagi hérna,“ segir Hugi. „Það eru miklir hagsmunir í húfi og í raun er þetta pólitísk grettistak sem þarf að lyfta, menn þurfa að slá af kröfum á síðustu stundu. Það verður hart samið.“ Hugi segir áherslur Íslands vera að ná sterku samkomulagi með umgjörð um markmiðin svo þau verði enn öflugri með tímanum. Það er lykilatriði, enda eru samanlögð áhrif landsframlaganna fjarri því að tryggja komandi kynslóðum öruggt skjól.Eiffel turninn í París.Vísir/Kjartan Hreinn„Það sem skiptir svo miklu máli er að þetta er hnattrænt vandamál og það þarf hnattræna nálgun. Þess vegna skiptir það grundvallar máli að það sé alþjóðlegur samningur og skilningur á því að öll ríki þurfa að setja sér markmið og við þurfum sameiginlegt kerfi til að geta rýnt þessi markmið og ýtt á aukin metnað,“ segir Hugi. „En hinn raunverulegi árangur fer fram hjá einstökum ríkjum. Þar koma að atvinnulífið, félagasamtök, almenningur, borgir og annað. En með þetta í veganesti þá fá þessir aðilar skýr skilaboð.“ Ráðstefnusvæðið í París er risavaxið og verður næstu daga heimili fjörutíu þúsund ráðherra, samningamanna, umhverfisverndarsinna og blaðamanna. En það má í raun segja að loftslagsæði hafa gripið um sig um alla borgina. Það eru ekki bara samningamenn eins og Hugi sem eru fullir af orku fyrir viku samningagerða. Sjálf Parísarborg iðar af endurnýjanlegri orku og það má segja að heimsbyggðin hvetji samningamenn áfram í gegnum Eiffel-turninn. Hver færsla á Facebook og hvert tíst á Twitter ratar á hlið turnsins og um leið magnast geislarnir á toppi turnsins. Svo þjóðirnar sjái nú ljósið.
Loftslagsmál Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fleiri fréttir Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Sjá meira