Ísland verði kennslustofa um áhrif loftslagsbreytinga Stefán Ó. Jónsson skrifar 30. nóvember 2015 19:34 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra og Francois Hollande, forseti Frakklands, á Hringborði Norðurslóða á Íslandi á dögunum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra ávarpaði í dag loftslagsráðstefnuna sem fram fer í París í skugga hryðjuverkanna í borginni þann 13. nóvember síðastliðinn. „Í dag beinast augu heimsbyggðarinnar að París,“ sagði Sigmundur sem kvað París vera vonarvita. „Það er von mín að París muni leiða til samkomulags sem mun koma í veg fyrir geigvænlegar loftslagsbreytingar. Samkomualg sem mun uppfylla þá von að heimsbyggðin geti í raun sameinast í baráttu sinni við þennan mikla vanda.“Ísland verði kennslustofa um loftslagsbreytingar Hann sagði áhrif loftslagsbreytinga nú þegar sýnileg á Íslandi. „Jöklar okkar hopa. Við höfum ákveðið að efla eftirlit með jöklunum okkar og gera niðurstöðurnar sem og jöklana aðgengilegri fyrir gesti og almenning. Ísland mun á sinn hátt verða kennslustofa um áhrif loftslagsbreytinga. Ef ekki verður gripið til aðgerða gætu jöklar á Íslandi horfið að mestu leyti innan 100 ára,“ sagði Sigmundur og bætti við að svipaða sögu væri að segja af öllu Norðurheimskautasvæðinu. Eina leiðin til að sporna við þessari þróun væri að minnka útblástur koltvísýrings en í þeim efnum hefðu Íslendingar náð miklum árangri. „Við fáum nær 100% allrar orku til rafmagnsframleiðslu og húshitunar úr endurnýjanlegum orkugjöfum sem er stórt skref í átt að kolefnahlutlausu hagkerfi. En við verðum að gera meira,“ sagði Sigmundur. Því næst reifaði hann sóknaráætlun íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum.Íslendingar styðji metnaðarfullt Parísarsamkomulag Sigmundur sagði Íslendinga vilja setja gott fordæmi heimafyrir en um leið að stuðla að grænni framtíð á alþjóðavísu. „Við erum nú vonandi aðeins örfáum dögum frá því að ná sögulegum áfanga. Loftslagssamningi sem mun taka til nær alls útblásturs í heiminum sem og veita aðstoð við aðlögun og grænan vöxt í þróunarlöndum. Kolefnisjöfnun hagkerfa okkar er flókið og viðamikið verkefni en við verðum að nálgast það með jákvæðu, lausnarmiðuðu hugarfari. Markmið okkar í seilingarfjarlægð. Ísland styður metnaðarfullt Parísarsamkomulag sem mun halda okkur innan 2 gráðu markmiðsins,“ segir Sigmundur sem segir Íslendinga ætla að gera sitt í átt að kolefnasnauðri framtíð. Loftslagsmál Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra ávarpaði í dag loftslagsráðstefnuna sem fram fer í París í skugga hryðjuverkanna í borginni þann 13. nóvember síðastliðinn. „Í dag beinast augu heimsbyggðarinnar að París,“ sagði Sigmundur sem kvað París vera vonarvita. „Það er von mín að París muni leiða til samkomulags sem mun koma í veg fyrir geigvænlegar loftslagsbreytingar. Samkomualg sem mun uppfylla þá von að heimsbyggðin geti í raun sameinast í baráttu sinni við þennan mikla vanda.“Ísland verði kennslustofa um loftslagsbreytingar Hann sagði áhrif loftslagsbreytinga nú þegar sýnileg á Íslandi. „Jöklar okkar hopa. Við höfum ákveðið að efla eftirlit með jöklunum okkar og gera niðurstöðurnar sem og jöklana aðgengilegri fyrir gesti og almenning. Ísland mun á sinn hátt verða kennslustofa um áhrif loftslagsbreytinga. Ef ekki verður gripið til aðgerða gætu jöklar á Íslandi horfið að mestu leyti innan 100 ára,“ sagði Sigmundur og bætti við að svipaða sögu væri að segja af öllu Norðurheimskautasvæðinu. Eina leiðin til að sporna við þessari þróun væri að minnka útblástur koltvísýrings en í þeim efnum hefðu Íslendingar náð miklum árangri. „Við fáum nær 100% allrar orku til rafmagnsframleiðslu og húshitunar úr endurnýjanlegum orkugjöfum sem er stórt skref í átt að kolefnahlutlausu hagkerfi. En við verðum að gera meira,“ sagði Sigmundur. Því næst reifaði hann sóknaráætlun íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum.Íslendingar styðji metnaðarfullt Parísarsamkomulag Sigmundur sagði Íslendinga vilja setja gott fordæmi heimafyrir en um leið að stuðla að grænni framtíð á alþjóðavísu. „Við erum nú vonandi aðeins örfáum dögum frá því að ná sögulegum áfanga. Loftslagssamningi sem mun taka til nær alls útblásturs í heiminum sem og veita aðstoð við aðlögun og grænan vöxt í þróunarlöndum. Kolefnisjöfnun hagkerfa okkar er flókið og viðamikið verkefni en við verðum að nálgast það með jákvæðu, lausnarmiðuðu hugarfari. Markmið okkar í seilingarfjarlægð. Ísland styður metnaðarfullt Parísarsamkomulag sem mun halda okkur innan 2 gráðu markmiðsins,“ segir Sigmundur sem segir Íslendinga ætla að gera sitt í átt að kolefnasnauðri framtíð.
Loftslagsmál Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira