Óvíst hvort Rio Tinto losnar undan kaupskyldu raforku Kristján Már Unnarsson skrifar 23. nóvember 2015 19:30 Óvissa ríkir um hvort hugsanleg lokun álversins í Straumsvík vegna verkfallstjóns losi Rio Tinto Alcan undan ábyrgð á raforkusamningi gagnvart Landsvirkjun. Raforkusala upp á mörghundruð milljarða króna næstu 20 ár er í húfi. Kjaradeila starfsmanna og Rio Tinto Alcan er í svo hörðum hnút að komin er áætlun um að byrjað verði að slökkva á kerjunum eftir rúma viku. Forsvarsmenn álversins hafa gefið til kynna að stöðvist reksturinn sé óvíst að hann hefjist að nýju. En ekki er víst að Rio Tinto Alcan yrði þar með laust allra mála gagnvart Landsvirkjun því árið 2010 gerðu fyrirtækin með sér raforkusamning sem gildir til ársins 2036. Við endurskoðun samningsins í fyrra tók Landvirkjun fram að Búðarhálsvirkjun hefði verið reist til að efna samninginn. Vart er hægt að taka hótanir Rio Tinto Alcan um að loka álverinu alvarlega nema ef ráðamenn þess telji sig hafa einhverja forsendu til að losna undan skyldum orkusamningsins. Forsvarsmenn álversins segja trúnað gilda um raforkusamninginn. Þeir muni því ekki tjá sig um einstök ákvæði hans. Svipuð svör fengum við í dag frá ráðamönnum Landsvirkjunar. Þeir segjast ekki ætla að tjá sig um málið, - á þessu stigi. Það virðist þó ljóst að samningurinn felur í sér kaupskyldu Rio Tinto Alcan með bakábyrgð móðurfélagsins. Ketill Sigurjónsson, sérfræðingur um orkumál, áætlaði nýlega að kaupskyldan næmi um þremur terawattstundum á ári út samningstímann. Í samningnum er hins vegar ákvæði sem losar aðila undan skyldum sínum vegna náttúruhamfara eða annarra ófyrirséðra atburða. Það virðist þó óvíst hvort Rio Tinto geti beitt þessu ákvæði verði stórfellt tjón vegna verkfalls. Einn viðmælandi taldi það ekki eiga við þar sem Rio Tinto væri aðili vinnudeilunnar. Annar benti á að við svipaðar kringumstæður í vinnudeilu árið 1988 hefði verið haft eftir þáverandi forstjóra Landsvirkjunar, Halldóri Jónatanssyni, að samkvæmt rammasamningi álversins og Landsvirkjunar væru vinnudeilur taldar til óviðráðanlegra orsaka rekstrarstöðvunar og ÍSAL væri þá ekki skuldbundið til að greiða raforkukostnað. Þegar horft er til þess að 21 ár er eftir af raforkusamningnum, sem sennilega skilar um þrettán milljarða króna tekjum í ár, má glöggt sjá hve gríðarlegir hagsmunir eru í húfi fyrir Landsvirkjun; framtíðartekjur sem gætu nálgast 300 milljarða króna. Komi til lokunar álversins má ætla að það geti komið í hlut dómstóla að skera úr um hvoru megin sá skellur lendir; hjá Landsvirkjun eða hjá Rio Tinto Alcan. Kjaradeila í Straumsvík Tengdar fréttir Lokun álversins hafi mikil áhrif á hafnfirskt samfélag Forseti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar hefur þungar áhyggjur af fyrirhugaðri lokun álversins í Straumsvík. 23. nóvember 2015 12:29 Búa sig undir að slökkva á Straumsvík Samþykkt hefur verið að stéttarfélög starfsmanna álversins í Straumsvík aðstoði Rio Tinto Alcan í tvær vikur við það að slökkva á álverinu, eftir að verkfall hefst annan desember. Ef ekki tekst að semja, hefst verkfall um 300 starfsmanna álversins eftir rúma viku. 23. nóvember 2015 07:00 Mest lesið Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Stjórnun þarf ekki bara að breytast heldur „gerbreytast” Atvinnulíf Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Viðskipti innlent Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Viðskipti innlent Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Viðskipti innlent Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Sjá meira
Óvissa ríkir um hvort hugsanleg lokun álversins í Straumsvík vegna verkfallstjóns losi Rio Tinto Alcan undan ábyrgð á raforkusamningi gagnvart Landsvirkjun. Raforkusala upp á mörghundruð milljarða króna næstu 20 ár er í húfi. Kjaradeila starfsmanna og Rio Tinto Alcan er í svo hörðum hnút að komin er áætlun um að byrjað verði að slökkva á kerjunum eftir rúma viku. Forsvarsmenn álversins hafa gefið til kynna að stöðvist reksturinn sé óvíst að hann hefjist að nýju. En ekki er víst að Rio Tinto Alcan yrði þar með laust allra mála gagnvart Landsvirkjun því árið 2010 gerðu fyrirtækin með sér raforkusamning sem gildir til ársins 2036. Við endurskoðun samningsins í fyrra tók Landvirkjun fram að Búðarhálsvirkjun hefði verið reist til að efna samninginn. Vart er hægt að taka hótanir Rio Tinto Alcan um að loka álverinu alvarlega nema ef ráðamenn þess telji sig hafa einhverja forsendu til að losna undan skyldum orkusamningsins. Forsvarsmenn álversins segja trúnað gilda um raforkusamninginn. Þeir muni því ekki tjá sig um einstök ákvæði hans. Svipuð svör fengum við í dag frá ráðamönnum Landsvirkjunar. Þeir segjast ekki ætla að tjá sig um málið, - á þessu stigi. Það virðist þó ljóst að samningurinn felur í sér kaupskyldu Rio Tinto Alcan með bakábyrgð móðurfélagsins. Ketill Sigurjónsson, sérfræðingur um orkumál, áætlaði nýlega að kaupskyldan næmi um þremur terawattstundum á ári út samningstímann. Í samningnum er hins vegar ákvæði sem losar aðila undan skyldum sínum vegna náttúruhamfara eða annarra ófyrirséðra atburða. Það virðist þó óvíst hvort Rio Tinto geti beitt þessu ákvæði verði stórfellt tjón vegna verkfalls. Einn viðmælandi taldi það ekki eiga við þar sem Rio Tinto væri aðili vinnudeilunnar. Annar benti á að við svipaðar kringumstæður í vinnudeilu árið 1988 hefði verið haft eftir þáverandi forstjóra Landsvirkjunar, Halldóri Jónatanssyni, að samkvæmt rammasamningi álversins og Landsvirkjunar væru vinnudeilur taldar til óviðráðanlegra orsaka rekstrarstöðvunar og ÍSAL væri þá ekki skuldbundið til að greiða raforkukostnað. Þegar horft er til þess að 21 ár er eftir af raforkusamningnum, sem sennilega skilar um þrettán milljarða króna tekjum í ár, má glöggt sjá hve gríðarlegir hagsmunir eru í húfi fyrir Landsvirkjun; framtíðartekjur sem gætu nálgast 300 milljarða króna. Komi til lokunar álversins má ætla að það geti komið í hlut dómstóla að skera úr um hvoru megin sá skellur lendir; hjá Landsvirkjun eða hjá Rio Tinto Alcan.
Kjaradeila í Straumsvík Tengdar fréttir Lokun álversins hafi mikil áhrif á hafnfirskt samfélag Forseti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar hefur þungar áhyggjur af fyrirhugaðri lokun álversins í Straumsvík. 23. nóvember 2015 12:29 Búa sig undir að slökkva á Straumsvík Samþykkt hefur verið að stéttarfélög starfsmanna álversins í Straumsvík aðstoði Rio Tinto Alcan í tvær vikur við það að slökkva á álverinu, eftir að verkfall hefst annan desember. Ef ekki tekst að semja, hefst verkfall um 300 starfsmanna álversins eftir rúma viku. 23. nóvember 2015 07:00 Mest lesið Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Stjórnun þarf ekki bara að breytast heldur „gerbreytast” Atvinnulíf Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Viðskipti innlent Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Viðskipti innlent Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Viðskipti innlent Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Sjá meira
Lokun álversins hafi mikil áhrif á hafnfirskt samfélag Forseti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar hefur þungar áhyggjur af fyrirhugaðri lokun álversins í Straumsvík. 23. nóvember 2015 12:29
Búa sig undir að slökkva á Straumsvík Samþykkt hefur verið að stéttarfélög starfsmanna álversins í Straumsvík aðstoði Rio Tinto Alcan í tvær vikur við það að slökkva á álverinu, eftir að verkfall hefst annan desember. Ef ekki tekst að semja, hefst verkfall um 300 starfsmanna álversins eftir rúma viku. 23. nóvember 2015 07:00