Fótbolti

Barcelona með sýningu gegn Roma | Öll úrslitin í Meistaradeildinni

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Messi skorar glæsilegt mark.
Messi skorar glæsilegt mark. Vísir/Getty
Barcelona var með listasýningu á Nývangi í kvöld þegar Rómverjar komu í heimsókn, en Spánarmeistararnir unnu stórsigur, 6-1.

Luis Suárez kom Barcelona af stað með marki á 15. mínútu og Lionel Messi skoraði annað af tveimur mörkum sínum þremur mínútum síðar.

Suárez átti eftir að skora annað mark og þá skoruðu Adriano og Gerard Pique sitthvort markið fyrir Barcelona sem spilaði ævintýralega flottan fótbolta á heimavelli sínum í kvöld.

Barcelona er efst í E-riðlinum með 13 stig, en Roma, Bayer Leverkusen og BATE berjast um annað sætið í lokaumferðinni. Roma og Bayer eru með fimm stig en BATE fjögur stig.

Bayern München vann einnig stórsigur á Olympiacos eins og má lesa um hér og draumur Arsenal er á lífi eins og sjá má hér eftir þriggja marka sigur í kvöld.

Chelsea er í góðri stöðu eftir sigur á Maccabi, en meira um það hér. Dynamo Kiev vann 2-0 sigur á Porto og heldur spennu í baráttunni í G-riðli.

Valencia og Gent skildu jöfn, 1-1, í stórleik í H-riðli og þar ræðst í lokaumferðinni hvaða lið fylgir Zenit í 16 liða úrslitin.

Úrslit og markaskorarar kvöldsins:

E-riðill

Barcelona - Roma 6-1

1-0 Luis Suárez (15.), 2-0 Lionel Messi (18.), 3-0 Luis Suárez (44.), 4-0 Gerard Pique (56.), 5-0 Lionel Messi (60.), 6-0 Adriano (77.), 6-1 Edin Dzeko (90.)

BATE - Bayer Leverkusen   1-1

1-0 Mikhail Gordeychuk (2.), 1-1 Admir Mehmedi (68.).

F-riðill

Arsenal - Dinamo Zagreb 3-0

1-0 Mesut Özil (29.), 2-0 Alexis Sánchez (33.), Alexis Sáncez (69.).

Bayern München - Olympiacos 4-0

1-0 Douglas Costa (8.), 2-0 Robert Lewandowski (16.), 3-0 Thomas Müller (20.), Kingsley Coman (69.)

G-riðill

Porto - Dynamo Kiev 0-2

0-1 Andriy Yarmolenko (36., víti), 0-2 Derlis Gonzalez (64.).

Maccabi - Chelsea 0-4

0-1 Gary Cahill (20.), 0-2 Willian (73.), 0-3 Oscar (77.), 0-4 Kurt Zouma (90.).

H-riðill

Zenit - Valencia 2-0

1-0 Oleg Shatov (15.), 2-0 Artem Dzuba (74.).

Lyon - Gent 1-1

1-0 Jordan Ferri (7.), 1-1 Danijel Milicevic (32.).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×