Ferðalag um sálarlíf sögumanns Magnús Guðmundsson skrifar 27. nóvember 2015 14:00 Sögumaður Bragi Ólafsson Mál og menning, 2015 170 bls. Sögumaður er sjöunda skáldsaga Braga Ólafssonar en að auki liggja eftir hann ljóða- og smásagnasöfn, auk afar áhugaverðra leikverka. Viðfangsefni Braga eru oftar en ekki gráglettinn hversdagurinn þar sem persónurnar eru dálítið á skjön við samtíma sinn og úr takti við samfélagið. Engu að síður er þar oft að finna einhverja óræða, ýmist utanaðkomandi ógn eða innri spennu sem stafar að persónum Braga og á því er engin undantekning að þessu sinni. Í Sögumaður segir frá persónunni G. Þrjátíu og fimm ára gömlum, einhleypum karlmanni sem fæst við skriftir, býr enn í foreldrahúsum og er hreinn sveinn, eða eins og segir í sögunni: „Hann kom út úr móður sinni, og hefur ekki farið neitt síðan.“ Í Sögumanni segir frá því þegar G. sér mann sem hann kannast við á pósthúsinu á horni Pósthússtrætis og Aðalstrætis og ákveður að fylgja honum eftir á ferðum hans um miðborgina. Atburðarás Sögumanns er ekki mikil vöxtum og má segja að hér sé á ferðinni innhverft ferðalag einmana sálar, um það sem hefði getað orðið fyrir fjórtán árum, sem rétt er að leyfa lesendum að njóta án þess að segja of mikið. Það sérstaka við frásagnarhátt Sögumanns er að G. sjálfur er sögumaður en frásögnin er þó að mestu hefðbundin annarrar persónu frásögn, en með þeim undantekningum að í stuttum textabrotum er að finna fyrstu persónu frásögn. Með þessum hætti bregður Bragi á leik með frásagnarformið en grefur í raun undan traustinu á milli lesanda og sögumanns, þannig að fyrir vikið verður erfitt að treysta þeirri mynd sem G. og sögumaður varpa upp af persónum verksins. Allt er vafasamt og ekkert gefið. Þessi leikur Braga að frásagnarforminu er bráðskemmtilegur enda stækkar hann í raun söguheiminn langt umfram hinn smáa og smásálarlega heim persónanna. Höfundarverk Braga er í sterkum tengslum við absúrdleikhúsið, tónlist, ljóð- og kvikmyndalist, enda bregður þessum formum öllum fyrir með einum eða öðrum hætti í Sögumaður. G. bíður og reynir að muna hvaðan hann hefur setninguna „ekkert gerist tvisvar“ sem höfð var um Beðið eftir Godot eftir Samuel Beckett, rifjar upp ljóð, tónlist og heillast af kvikmyndinni La Grand Bouffe. En allt þjónar þetta tilgangi, talar út fyrir söguheiminn og inn í samfélagið. Ofgnóttina og neysluna, ástina, hjónabandið, einmanaleikann og svo mætti áfram telja. En það má ekki heldur gleyma því að í söguheimi Braga er ávallt stutt í gráglettinn og góðlátlegan húmorinn. Bragi er góður og skemmtilega skrítinn húmoristi. Sögumaður er lágstemmd og skemmtileg bók og ferðalagið sem lesanda er boðið í um miðborg Reykjavíkur og líf aðalpersónunnar er vel þess virði. Á köflum saknar maður þess þó aðeins að farið sé dýpra inn í sálarkytru aðalpersónunnar, lagt á tilfinningamiðin og farið djúpt í einhverja óræða einmana sálarangist, en Bragi fellur ekki í þá gildru. Því sum okkar eru einfaldlega einfaldar sálir sem lifa í sátt við sitt eigið sjálf en telja engu að síður að aðrir séu nú ekki alveg í lagi.Niðurstaða: Sögumaður er látlaus og heillandi dagsferð um miðborg Reykjavíkur, sálarlíf og sögu einræns og undarlegs fararstjóra. Menning Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Sögumaður Bragi Ólafsson Mál og menning, 2015 170 bls. Sögumaður er sjöunda skáldsaga Braga Ólafssonar en að auki liggja eftir hann ljóða- og smásagnasöfn, auk afar áhugaverðra leikverka. Viðfangsefni Braga eru oftar en ekki gráglettinn hversdagurinn þar sem persónurnar eru dálítið á skjön við samtíma sinn og úr takti við samfélagið. Engu að síður er þar oft að finna einhverja óræða, ýmist utanaðkomandi ógn eða innri spennu sem stafar að persónum Braga og á því er engin undantekning að þessu sinni. Í Sögumaður segir frá persónunni G. Þrjátíu og fimm ára gömlum, einhleypum karlmanni sem fæst við skriftir, býr enn í foreldrahúsum og er hreinn sveinn, eða eins og segir í sögunni: „Hann kom út úr móður sinni, og hefur ekki farið neitt síðan.“ Í Sögumanni segir frá því þegar G. sér mann sem hann kannast við á pósthúsinu á horni Pósthússtrætis og Aðalstrætis og ákveður að fylgja honum eftir á ferðum hans um miðborgina. Atburðarás Sögumanns er ekki mikil vöxtum og má segja að hér sé á ferðinni innhverft ferðalag einmana sálar, um það sem hefði getað orðið fyrir fjórtán árum, sem rétt er að leyfa lesendum að njóta án þess að segja of mikið. Það sérstaka við frásagnarhátt Sögumanns er að G. sjálfur er sögumaður en frásögnin er þó að mestu hefðbundin annarrar persónu frásögn, en með þeim undantekningum að í stuttum textabrotum er að finna fyrstu persónu frásögn. Með þessum hætti bregður Bragi á leik með frásagnarformið en grefur í raun undan traustinu á milli lesanda og sögumanns, þannig að fyrir vikið verður erfitt að treysta þeirri mynd sem G. og sögumaður varpa upp af persónum verksins. Allt er vafasamt og ekkert gefið. Þessi leikur Braga að frásagnarforminu er bráðskemmtilegur enda stækkar hann í raun söguheiminn langt umfram hinn smáa og smásálarlega heim persónanna. Höfundarverk Braga er í sterkum tengslum við absúrdleikhúsið, tónlist, ljóð- og kvikmyndalist, enda bregður þessum formum öllum fyrir með einum eða öðrum hætti í Sögumaður. G. bíður og reynir að muna hvaðan hann hefur setninguna „ekkert gerist tvisvar“ sem höfð var um Beðið eftir Godot eftir Samuel Beckett, rifjar upp ljóð, tónlist og heillast af kvikmyndinni La Grand Bouffe. En allt þjónar þetta tilgangi, talar út fyrir söguheiminn og inn í samfélagið. Ofgnóttina og neysluna, ástina, hjónabandið, einmanaleikann og svo mætti áfram telja. En það má ekki heldur gleyma því að í söguheimi Braga er ávallt stutt í gráglettinn og góðlátlegan húmorinn. Bragi er góður og skemmtilega skrítinn húmoristi. Sögumaður er lágstemmd og skemmtileg bók og ferðalagið sem lesanda er boðið í um miðborg Reykjavíkur og líf aðalpersónunnar er vel þess virði. Á köflum saknar maður þess þó aðeins að farið sé dýpra inn í sálarkytru aðalpersónunnar, lagt á tilfinningamiðin og farið djúpt í einhverja óræða einmana sálarangist, en Bragi fellur ekki í þá gildru. Því sum okkar eru einfaldlega einfaldar sálir sem lifa í sátt við sitt eigið sjálf en telja engu að síður að aðrir séu nú ekki alveg í lagi.Niðurstaða: Sögumaður er látlaus og heillandi dagsferð um miðborg Reykjavíkur, sálarlíf og sögu einræns og undarlegs fararstjóra.
Menning Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira