Guðbjörg: Læknarnir stoppuðu mig Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. nóvember 2015 17:12 Guðbjörg með bikarana tvo um helgina. Mynd/Facebook.com/lskkvinner Guðbjörg Gunnarsdóttir mun ekki spila með liði sínu, Lilleström, þegar það mætir Frankfurt í Meistaradeild Evrópu á morgun. Það var ákveðið á æfingu nú síðdegis. Þetta kom fram í Akraborginni á X-inu í dag en Guðbjörg brákaði rifbein í leik með íslenska landsliðinu á dögunum. Hún varð meistari með Lilleström í ár og var þar að auki valin besti markvörður deildarinnar.Sjá einnig: Guðbjörg fékk tvo bikara í fangið í gær „Rifbeinin hafa verið betri. Þetta gerðist fyrir rúmum tveimur vikum en það var fyrst í byrjun þessari viku sem ég hef eitthvað getað æft. Ég gerði æfingar með sjúkraþjálfara í gær og það gekk vonum framar,“ sagði Guðjbörg en henni hefur þó enn ekki verið hleypt í spil af ótta við að hún lendi í samstuði.Vísir/GettyMissi af stærsta leik sumarsins „Það sem er mest svekkjandi við þetta er að stærsti leikur sumarsins er á morgun og því er erfitt að vera ánægður út af verðlaunum þegar maður missir af honum,“ segir hún.Sjá einnig: Sætur sigur eftir erfitt tímabil „Ég var að velta því fyrir mér að láta bara reyna á það og spila. En ég verð að taka með í reikninginn að útileikurinn við Frankfurt er eftir sem og bikarúrslitaleikur. Þetta er líka ekki aðeins undir mér komið heldur verða læknarnir að samþykkja þetta líka.“ Guðbjörg segist hafa beðið um deyfingu en að læknar ytra vilji ekki gera það því að frekari meiðsli gætu orðið til þess að lungun falli saman. „Það gæti verið stórhættulegt og læknarnir stoppuðu mig í þessu,“ sagði Guðbjörg.Vísir/AFPVissi ekki hvort ég ætti að fagna Lilleström steinlá fyrir Kolbotn, 4-0, um helgina en eftir leikinn fékk liðið afhentan bikarinn fyrir norska meistaratitilinn og Guðbjörg verðlaun sín sem besti markvörðurinn. Hún segir að það hafi verið skrýtin tilfinning að horfa upp á lið sitt tapa svo stórt. „Maður vissi ekki alveg hvað maður átti að gera. Átti að maður að koma hlaupandi inn á völlinn til að fagna titlinum eða hvað? Maður vissi ekki hvað maður átti að gera,“ sagði Guðbjörg. „En við náðum að gleyma þessum leik og þetta varð skemmtilegt í lokin.“Sjá einnig: Fríða getur gleymt því að vera fyrst til að skora hjá mér Guðbjörg á raunhæfan möguleika að ná bikarúrslitaleiknum gegn Avaldsnes en hann fer fram eftir ellefu daga. Hún segir þó óvíst hvað tekur við að tímabilinu loknu. „Það er í raun engin ástæða til að fara en ég mun að sjálfsögðu skoða allt sem kemur upp. En ég ætla að einbeita mér að leikjunum sem eftir eru fyrst.“ Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Sport Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Sjá meira
Guðbjörg Gunnarsdóttir mun ekki spila með liði sínu, Lilleström, þegar það mætir Frankfurt í Meistaradeild Evrópu á morgun. Það var ákveðið á æfingu nú síðdegis. Þetta kom fram í Akraborginni á X-inu í dag en Guðbjörg brákaði rifbein í leik með íslenska landsliðinu á dögunum. Hún varð meistari með Lilleström í ár og var þar að auki valin besti markvörður deildarinnar.Sjá einnig: Guðbjörg fékk tvo bikara í fangið í gær „Rifbeinin hafa verið betri. Þetta gerðist fyrir rúmum tveimur vikum en það var fyrst í byrjun þessari viku sem ég hef eitthvað getað æft. Ég gerði æfingar með sjúkraþjálfara í gær og það gekk vonum framar,“ sagði Guðjbörg en henni hefur þó enn ekki verið hleypt í spil af ótta við að hún lendi í samstuði.Vísir/GettyMissi af stærsta leik sumarsins „Það sem er mest svekkjandi við þetta er að stærsti leikur sumarsins er á morgun og því er erfitt að vera ánægður út af verðlaunum þegar maður missir af honum,“ segir hún.Sjá einnig: Sætur sigur eftir erfitt tímabil „Ég var að velta því fyrir mér að láta bara reyna á það og spila. En ég verð að taka með í reikninginn að útileikurinn við Frankfurt er eftir sem og bikarúrslitaleikur. Þetta er líka ekki aðeins undir mér komið heldur verða læknarnir að samþykkja þetta líka.“ Guðbjörg segist hafa beðið um deyfingu en að læknar ytra vilji ekki gera það því að frekari meiðsli gætu orðið til þess að lungun falli saman. „Það gæti verið stórhættulegt og læknarnir stoppuðu mig í þessu,“ sagði Guðbjörg.Vísir/AFPVissi ekki hvort ég ætti að fagna Lilleström steinlá fyrir Kolbotn, 4-0, um helgina en eftir leikinn fékk liðið afhentan bikarinn fyrir norska meistaratitilinn og Guðbjörg verðlaun sín sem besti markvörðurinn. Hún segir að það hafi verið skrýtin tilfinning að horfa upp á lið sitt tapa svo stórt. „Maður vissi ekki alveg hvað maður átti að gera. Átti að maður að koma hlaupandi inn á völlinn til að fagna titlinum eða hvað? Maður vissi ekki hvað maður átti að gera,“ sagði Guðbjörg. „En við náðum að gleyma þessum leik og þetta varð skemmtilegt í lokin.“Sjá einnig: Fríða getur gleymt því að vera fyrst til að skora hjá mér Guðbjörg á raunhæfan möguleika að ná bikarúrslitaleiknum gegn Avaldsnes en hann fer fram eftir ellefu daga. Hún segir þó óvíst hvað tekur við að tímabilinu loknu. „Það er í raun engin ástæða til að fara en ég mun að sjálfsögðu skoða allt sem kemur upp. En ég ætla að einbeita mér að leikjunum sem eftir eru fyrst.“
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Sport Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Sjá meira