Örlög Rússa ráðast í dag: Kenna gömlu stjórninni um „óregluna“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. nóvember 2015 08:00 Anna Chicherova fagnar sigri í hástökki á ÓL 2012. vísir/getty Rússneska frjálsíþróttasambandið fær að vita í dag hvort keppendur þess fái að mæta á Ólympíuleikana í Ríó á næsta ári. Í rannsóknarskýrslu Alþjóðalyfjaeftirlitsins sem birt var í byrjun vikunnar kom í ljós að Rússar hafa stundað kerfisbundna lyfjamisnotkun um árabil og eru sagðir hafa eyðilagt Ólympíuleikana í Lundúnum árið 2012.Sjá einnig:Stöðug endurnýjun Rússa grunsamleg Rússneska frjálsíþróttasambandið og lyfjaeftirlitið í Rússlandi sagt hafa um árabil dælt árangursbætandi efnum í íþróttamenn sína og hylmt svo yfir glæpina í samvinnu með æðstu mönnum Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins. Sumir þeirra voru handteknir í síðustu viku. Rússar eru búnir að skrifa Alþjóðafrjálsíþróttasambandinu, IAAF, bréf þar sem þeir kenna gömlu stjórninni um það sem gerst hefur. „Við erum sammála ákveðnum atriðum í skýrslu Alþjóðalyfjaeftirlitsins,“ segir Vadim Zelichenok, starfandi framkvæmdastjóri rússneska frjálsíþróttasambandsins, í viðtali við TASS-fréttastofuna.Sjá einnig:Allt um dóphneykslið í Rússlandi á 60 sekúndum Hljóðið hefur heldur betur breyst í Rússunum frá því skýrslan kom út, en talsmaður Kremlínar byrjaði á því á þriðjudaginn að vísa öllum ásökunum um lyfjamisnotkun til föðurhúsanna. Vladímír Pútín tjáði sig svo í fyrsta sinn um skýrsluna í fyrrakvöld og sagðist þá ætla að rannsaka skandalinn og sagði íþróttamálaráðherra sínum að ganga til verks í því. Sá hinn sami vísaði einnig öllum ásökunum á bug á miðvikudaginn.Sjá einnig:Rússar rændu mig minni stærstu stund „Við erum búnir að útskýra að óreglan gerðist undir forystu gömlu stjórnar rússneska frjálsíþróttsambandsins. Þetta gerðist fyrir þó nokkuð mörgum árum,“ segir Vadim Zelichenok. Vitaly Mutko, íþróttamálaráðherra Rússlands, segir að Rússar muni ekki sniðganga Ólympíuleikana á næsta ári fái frjálsíþróttamenn þeirra ekki að vera með. Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Sport Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Fleiri fréttir Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Walker fer til Burnley Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Max Verstappen nær ráspól á Silverstone Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Jamie Gittens til Chelsea fyrir tæpar 50 milljónir Ísland fór létt með Bosníu á u-18 Eurobasket Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Jafntefli í Íslendingaslag í Noregi Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum Sjá meira
Rússneska frjálsíþróttasambandið fær að vita í dag hvort keppendur þess fái að mæta á Ólympíuleikana í Ríó á næsta ári. Í rannsóknarskýrslu Alþjóðalyfjaeftirlitsins sem birt var í byrjun vikunnar kom í ljós að Rússar hafa stundað kerfisbundna lyfjamisnotkun um árabil og eru sagðir hafa eyðilagt Ólympíuleikana í Lundúnum árið 2012.Sjá einnig:Stöðug endurnýjun Rússa grunsamleg Rússneska frjálsíþróttasambandið og lyfjaeftirlitið í Rússlandi sagt hafa um árabil dælt árangursbætandi efnum í íþróttamenn sína og hylmt svo yfir glæpina í samvinnu með æðstu mönnum Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins. Sumir þeirra voru handteknir í síðustu viku. Rússar eru búnir að skrifa Alþjóðafrjálsíþróttasambandinu, IAAF, bréf þar sem þeir kenna gömlu stjórninni um það sem gerst hefur. „Við erum sammála ákveðnum atriðum í skýrslu Alþjóðalyfjaeftirlitsins,“ segir Vadim Zelichenok, starfandi framkvæmdastjóri rússneska frjálsíþróttasambandsins, í viðtali við TASS-fréttastofuna.Sjá einnig:Allt um dóphneykslið í Rússlandi á 60 sekúndum Hljóðið hefur heldur betur breyst í Rússunum frá því skýrslan kom út, en talsmaður Kremlínar byrjaði á því á þriðjudaginn að vísa öllum ásökunum um lyfjamisnotkun til föðurhúsanna. Vladímír Pútín tjáði sig svo í fyrsta sinn um skýrsluna í fyrrakvöld og sagðist þá ætla að rannsaka skandalinn og sagði íþróttamálaráðherra sínum að ganga til verks í því. Sá hinn sami vísaði einnig öllum ásökunum á bug á miðvikudaginn.Sjá einnig:Rússar rændu mig minni stærstu stund „Við erum búnir að útskýra að óreglan gerðist undir forystu gömlu stjórnar rússneska frjálsíþróttsambandsins. Þetta gerðist fyrir þó nokkuð mörgum árum,“ segir Vadim Zelichenok. Vitaly Mutko, íþróttamálaráðherra Rússlands, segir að Rússar muni ekki sniðganga Ólympíuleikana á næsta ári fái frjálsíþróttamenn þeirra ekki að vera með.
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Sport Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Fleiri fréttir Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Walker fer til Burnley Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Max Verstappen nær ráspól á Silverstone Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Jamie Gittens til Chelsea fyrir tæpar 50 milljónir Ísland fór létt með Bosníu á u-18 Eurobasket Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Jafntefli í Íslendingaslag í Noregi Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum Sjá meira