Varnarmaður Oakland Raiders, Aldon Smith, hefur verið dæmdur í langt keppnisbann.
Nánar tiltekið í eins árs bann fyrir brot á lyfjareglum NFL-deildarinnar. Þetta bann hefur legið í loftinu enda Smith annálaður vandræðapési.
San Francisco 49ers gafst upp á Smith í ágúst síðastliðnum og hann fór þá yfir til Oakland.
„Ég mun nýta þennan tíma til þess að vinna í sjálfum mér í von um að verða sá maður sem ég vil verða. Ég veit ég get það. Ég var hættur að elska leikinn og í kjölfarið tók ég vondar ákvarðanir. Ég er því þakklátur Raiders fyrir að hafa trú á mér og gefa mér tækifæri," sagði Smith.
Hann er að renna út á samningi og verður því samningslaus er hann verður löglegur á nýjan leik. Raiders segist vilja semja upp á nýtt við hann þá.
Er 49ers gafst upp á honum hafði Smith fimm sinnum komist í kast við lögin. Síðasta brotið var er hann keyrði fullur og á kyrrstæða bíla við heimili sitt.
Dæmdur í eins árs bann
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið





Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands
Enski boltinn



Salah nálgast nýjan samning
Enski boltinn

