Segir ekki of seint fyrir Rússa að bjarga ÓL Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. nóvember 2015 13:30 Dick Pound, fyrrum formaður WADA og skýrsluhöfundur um misferli Rússa. Vísir/Getty Dick Pound, fyrrum formaður Alþjóðalyfjaeftirlitsins, WADA, segir að það ætti að vera auðvelt fyrir Rússa að gera þær lagfæringar sem þörf er á til að geta keppt á Ólympíuleikunum í Ríó næsta sumar. Aðeins níu mánuðir eru í leikana en rússneskir frjálsíþróttamenn voru nýverið dæmdir í alhliða bann frá öllum alþjóðlegum keppnum fyrir stórfellda og kerfisbundna lyfjamisnotkun. Pound fór fyrir skýrslunefnd sem rannsakaði brot Rússa og tilkynnti niðurstöður sínar fyrr í mánuðinum. „Rússland byggði Sochi [fyrir Vetrarólympíuleikana 2014] á sjö mánuðum þannig að þetta ætti að vera barnaleikur fyrir þá,“ sagði Pound í viðtali við Reuters.Sjá einnig: Stöðug endurnýjun Rússa grunsamleg Rússar vörðu 51 milljarði Bandaríkjadala að gerbreyta Sochi og byggja upp alla þá aðstöðu sem þörf var fyrir vegna Vetrarólympíuleikanna í fyrra. Pound segir að stjórnvöld verði að bregðast skjótt við. Sjá þarf til þess að lyfjaeftirlitsstofnun Rússlands verði óháð og þjálfunaraðferðir gömlu Sovétríkjanna verði aflagðar. „Ég held að níu mánuðir séu of skammur tími til að breyta þeirri menningu og hugarfari sem hefur verið ríkjandi en það er ýmislegt hægt að gera á þeim tíma sem hefur sömu niðurstöðu.“Sjá einnig: Rússar verði settir í bann Alþjóðafrjálsíþróttasambandið, IAAF, hefur tilkynnt að fimm manna rannsóknarnefnd hefur verið sett á laggirnar til að fylgjast með enduruppbyggingu rússneska lyfjaeftirlitskerfisins. Rune Andersen, Norðmaður sem er í forsvari fyrir nefndina, segir ómögulegt að segja hversu langan tíma það muni taka. Leikarnir í Ríó hefjast þann 5. ágúst. Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Rússar rændu mig minni stærstu stund Rússar hafa fram á mánudag til að svara ásökunum í svartri skýrslu sem birt var í dag. 9. nóvember 2015 19:15 Pútín setur af stað rannsókn vegna lyfjaskandalsins Forseti Rússlands segir íþróttir aðeins áhugaverðar þegar þær eru heiðarlegar. 12. nóvember 2015 08:00 Allt um dóphneykslið í Rússlandi á 60 sekúndum Frjálsíþróttaheimurinn er á öðrum endanum eftir svarta skýrslu sem birt var í gær. 10. nóvember 2015 18:11 Vilja henda Rússum úr frjálsum íþróttum Alþjóða lyfjaeftirlitsstofnunin, WADA, hefur mælt með því að Rússum verði meinuð þátttaka í frjálsum íþróttum. 9. nóvember 2015 15:30 Stöðug endurnýjun Rússa grunsamleg Jónas Egilsson, fyrrverandi formaður og framkvæmdastjóri FRÍ, segir skýrslu um kerfisbundna lyfjamisnotkun Rússa í frjálsíþróttum ekki koma sér á óvart. Hann hefur rætt þetta við æðsta mann Rússlands. 11. nóvember 2015 06:00 Rússar dæmdir í bann og útilokaðir frá ÓL Rússneskir frjálsíþróttamenn mega ekki taka þátt í neinum alþjóðlegum keppnum. 13. nóvember 2015 22:04 Mest lesið Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Þróttur skoraði sex og flaug áfram Íslenski boltinn Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Valur marði Fram í framlengingu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Indiana tók Cleveland í bakaríið Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sjá meira
Dick Pound, fyrrum formaður Alþjóðalyfjaeftirlitsins, WADA, segir að það ætti að vera auðvelt fyrir Rússa að gera þær lagfæringar sem þörf er á til að geta keppt á Ólympíuleikunum í Ríó næsta sumar. Aðeins níu mánuðir eru í leikana en rússneskir frjálsíþróttamenn voru nýverið dæmdir í alhliða bann frá öllum alþjóðlegum keppnum fyrir stórfellda og kerfisbundna lyfjamisnotkun. Pound fór fyrir skýrslunefnd sem rannsakaði brot Rússa og tilkynnti niðurstöður sínar fyrr í mánuðinum. „Rússland byggði Sochi [fyrir Vetrarólympíuleikana 2014] á sjö mánuðum þannig að þetta ætti að vera barnaleikur fyrir þá,“ sagði Pound í viðtali við Reuters.Sjá einnig: Stöðug endurnýjun Rússa grunsamleg Rússar vörðu 51 milljarði Bandaríkjadala að gerbreyta Sochi og byggja upp alla þá aðstöðu sem þörf var fyrir vegna Vetrarólympíuleikanna í fyrra. Pound segir að stjórnvöld verði að bregðast skjótt við. Sjá þarf til þess að lyfjaeftirlitsstofnun Rússlands verði óháð og þjálfunaraðferðir gömlu Sovétríkjanna verði aflagðar. „Ég held að níu mánuðir séu of skammur tími til að breyta þeirri menningu og hugarfari sem hefur verið ríkjandi en það er ýmislegt hægt að gera á þeim tíma sem hefur sömu niðurstöðu.“Sjá einnig: Rússar verði settir í bann Alþjóðafrjálsíþróttasambandið, IAAF, hefur tilkynnt að fimm manna rannsóknarnefnd hefur verið sett á laggirnar til að fylgjast með enduruppbyggingu rússneska lyfjaeftirlitskerfisins. Rune Andersen, Norðmaður sem er í forsvari fyrir nefndina, segir ómögulegt að segja hversu langan tíma það muni taka. Leikarnir í Ríó hefjast þann 5. ágúst.
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Rússar rændu mig minni stærstu stund Rússar hafa fram á mánudag til að svara ásökunum í svartri skýrslu sem birt var í dag. 9. nóvember 2015 19:15 Pútín setur af stað rannsókn vegna lyfjaskandalsins Forseti Rússlands segir íþróttir aðeins áhugaverðar þegar þær eru heiðarlegar. 12. nóvember 2015 08:00 Allt um dóphneykslið í Rússlandi á 60 sekúndum Frjálsíþróttaheimurinn er á öðrum endanum eftir svarta skýrslu sem birt var í gær. 10. nóvember 2015 18:11 Vilja henda Rússum úr frjálsum íþróttum Alþjóða lyfjaeftirlitsstofnunin, WADA, hefur mælt með því að Rússum verði meinuð þátttaka í frjálsum íþróttum. 9. nóvember 2015 15:30 Stöðug endurnýjun Rússa grunsamleg Jónas Egilsson, fyrrverandi formaður og framkvæmdastjóri FRÍ, segir skýrslu um kerfisbundna lyfjamisnotkun Rússa í frjálsíþróttum ekki koma sér á óvart. Hann hefur rætt þetta við æðsta mann Rússlands. 11. nóvember 2015 06:00 Rússar dæmdir í bann og útilokaðir frá ÓL Rússneskir frjálsíþróttamenn mega ekki taka þátt í neinum alþjóðlegum keppnum. 13. nóvember 2015 22:04 Mest lesið Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Þróttur skoraði sex og flaug áfram Íslenski boltinn Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Valur marði Fram í framlengingu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Indiana tók Cleveland í bakaríið Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sjá meira
Rússar rændu mig minni stærstu stund Rússar hafa fram á mánudag til að svara ásökunum í svartri skýrslu sem birt var í dag. 9. nóvember 2015 19:15
Pútín setur af stað rannsókn vegna lyfjaskandalsins Forseti Rússlands segir íþróttir aðeins áhugaverðar þegar þær eru heiðarlegar. 12. nóvember 2015 08:00
Allt um dóphneykslið í Rússlandi á 60 sekúndum Frjálsíþróttaheimurinn er á öðrum endanum eftir svarta skýrslu sem birt var í gær. 10. nóvember 2015 18:11
Vilja henda Rússum úr frjálsum íþróttum Alþjóða lyfjaeftirlitsstofnunin, WADA, hefur mælt með því að Rússum verði meinuð þátttaka í frjálsum íþróttum. 9. nóvember 2015 15:30
Stöðug endurnýjun Rússa grunsamleg Jónas Egilsson, fyrrverandi formaður og framkvæmdastjóri FRÍ, segir skýrslu um kerfisbundna lyfjamisnotkun Rússa í frjálsíþróttum ekki koma sér á óvart. Hann hefur rætt þetta við æðsta mann Rússlands. 11. nóvember 2015 06:00
Rússar dæmdir í bann og útilokaðir frá ÓL Rússneskir frjálsíþróttamenn mega ekki taka þátt í neinum alþjóðlegum keppnum. 13. nóvember 2015 22:04
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð