Nico Rosberg vann í Mexíkó Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 1. nóvember 2015 20:36 Nico Rosberg lét enga árás Lewis Hamilton á sig fá og hélt forystunni. Vísir/Getty Nico Rosberg á Mercedes kom fyrstur í mark í Mexíkó, liðsfélagi hans, Lewis Hamilton varð annar. Valtteri Bottas á Williams varð þriðji. Rosberg leiddi keppnina frá upphafi til enda. Hann ók vel í dag og Hamilton átti ekki svar við þeim hraða sem Rosberg hafði.Sebastian Vettel lenti í samstuði við Daniel Ricciardo, fyrrum liðsfélaga sinn og sprengdi dekk í fyrstu beygju. Annars gekk ræsingin vel og Rosberg hélt forystunni.Fernando Alonso endaði á þjónustusvæðinu eftir einn hring, hann sagði að vandamálið hafi verið til staðar frá því í gær en liðið hafi ákveðið að sjá hvað bíllinn myndi þola. „Það var ekki tími til að laga vandamálið,“ sagði Alonso. Ökumenn náðu gríðarlegum hraða á löngum beinum köflum, enda stendur brautin í 2200 metra hæð. Loftið er um 23% þynnra en við sjávarmál. Kæling var vandamál strax á fyrstu hringjum keppninnar. Bremsurnar voru að hitna gríðarlega hratt. Vettel snérist á brautinni á hring 18, á undarlegan hátt. Hann bjó til stóran flatan blett á dekkin en var heppinn að halda bílnum frá varnarveggjunum.Sebastian Vettel og Daniel Ricciardo lenda í samstuði í fyrstu beygju keppninnar.Vísir/GettyValtteri Bottas og Kimi Raikkonen lentu í samstuði á hring 23. Finnarnir ætla ekki að hætta að keyra hvorn annan út úr keppni. Bottas gat haldið áfram en Ferrari bíllinn var óvígur eftir. Þetta var nánast endursýning frá síðustu beygjunni í Rússlandi en þá var það Bottas sem féll úr keppni. Dómarar keppninnar ákváðu að refsa hvorugum ökumanni fyrir atvikið. Rosberg tók þjónustuhlé á hring 47, Hamilton kom svo á eftir honum. Mercedes hafði bilið í Kvyat til að taka annað stopp og því auðvitað öruggara að vera á nýjum dekkjum. Hamilton var ekki á þeim buxunum að taka þjónustuhlé en kom inn á endanum. Hann heimtaði útskýringar. Honum var sagt að þetta væri af öryggisástæðum. Hann vildi líka að dekkin sem tekin voru undan yrðu skoðuð og honum veittar upplýsingar um slitið á þeim. Vettel endaði á varnarvegg á hring 52. Öryggisbíllinn kom út og báðir Ferrari bílarnir þar með dottnir úr keppni. Það var síðast í Ástralíu 2006 sem Ferrari kom hvorugum bíl sínum í endamark. Mercedes ökumenn héldu svipuðu bili á milli sín alla keppnina, Rosberg brást við öllum tilraunum Hamilton til að reyna að nálgast.Hér fyrir neðan má sjá öll úrslit helgarinnar á gagnvirku brautarkorti. Formúla Tengdar fréttir Rosberg á ráspól í Mexíkó Nico Rosberg á Mercedes náði ráspól mexíkóska kappakstursins, þriðju síðustu keppni ársins í Formúlu 1. 31. október 2015 20:52 Schumacher heldur áfram að berjast Sjöfaldi heimsmeistarinn í Formúlu 1 er enn að reyna koma sér í gang eftir skelfilegt skíðaslys. 1. nóvember 2015 19:45 Fjölbragðaglímukappinn Lewis "Hamarinn“ Hamilton | Myndband Nýkrindur heimsmeistari í Formúlu 1, Lewis Hamilton skellti sér í mexíkóska fjölbragðaglímu. Myndband má sjá hér fyrir neðan. 29. október 2015 22:30 Mest lesið Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Enski boltinn Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Handbolti Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Fótbolti „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ Körfubolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Nico Rosberg á Mercedes kom fyrstur í mark í Mexíkó, liðsfélagi hans, Lewis Hamilton varð annar. Valtteri Bottas á Williams varð þriðji. Rosberg leiddi keppnina frá upphafi til enda. Hann ók vel í dag og Hamilton átti ekki svar við þeim hraða sem Rosberg hafði.Sebastian Vettel lenti í samstuði við Daniel Ricciardo, fyrrum liðsfélaga sinn og sprengdi dekk í fyrstu beygju. Annars gekk ræsingin vel og Rosberg hélt forystunni.Fernando Alonso endaði á þjónustusvæðinu eftir einn hring, hann sagði að vandamálið hafi verið til staðar frá því í gær en liðið hafi ákveðið að sjá hvað bíllinn myndi þola. „Það var ekki tími til að laga vandamálið,“ sagði Alonso. Ökumenn náðu gríðarlegum hraða á löngum beinum köflum, enda stendur brautin í 2200 metra hæð. Loftið er um 23% þynnra en við sjávarmál. Kæling var vandamál strax á fyrstu hringjum keppninnar. Bremsurnar voru að hitna gríðarlega hratt. Vettel snérist á brautinni á hring 18, á undarlegan hátt. Hann bjó til stóran flatan blett á dekkin en var heppinn að halda bílnum frá varnarveggjunum.Sebastian Vettel og Daniel Ricciardo lenda í samstuði í fyrstu beygju keppninnar.Vísir/GettyValtteri Bottas og Kimi Raikkonen lentu í samstuði á hring 23. Finnarnir ætla ekki að hætta að keyra hvorn annan út úr keppni. Bottas gat haldið áfram en Ferrari bíllinn var óvígur eftir. Þetta var nánast endursýning frá síðustu beygjunni í Rússlandi en þá var það Bottas sem féll úr keppni. Dómarar keppninnar ákváðu að refsa hvorugum ökumanni fyrir atvikið. Rosberg tók þjónustuhlé á hring 47, Hamilton kom svo á eftir honum. Mercedes hafði bilið í Kvyat til að taka annað stopp og því auðvitað öruggara að vera á nýjum dekkjum. Hamilton var ekki á þeim buxunum að taka þjónustuhlé en kom inn á endanum. Hann heimtaði útskýringar. Honum var sagt að þetta væri af öryggisástæðum. Hann vildi líka að dekkin sem tekin voru undan yrðu skoðuð og honum veittar upplýsingar um slitið á þeim. Vettel endaði á varnarvegg á hring 52. Öryggisbíllinn kom út og báðir Ferrari bílarnir þar með dottnir úr keppni. Það var síðast í Ástralíu 2006 sem Ferrari kom hvorugum bíl sínum í endamark. Mercedes ökumenn héldu svipuðu bili á milli sín alla keppnina, Rosberg brást við öllum tilraunum Hamilton til að reyna að nálgast.Hér fyrir neðan má sjá öll úrslit helgarinnar á gagnvirku brautarkorti.
Formúla Tengdar fréttir Rosberg á ráspól í Mexíkó Nico Rosberg á Mercedes náði ráspól mexíkóska kappakstursins, þriðju síðustu keppni ársins í Formúlu 1. 31. október 2015 20:52 Schumacher heldur áfram að berjast Sjöfaldi heimsmeistarinn í Formúlu 1 er enn að reyna koma sér í gang eftir skelfilegt skíðaslys. 1. nóvember 2015 19:45 Fjölbragðaglímukappinn Lewis "Hamarinn“ Hamilton | Myndband Nýkrindur heimsmeistari í Formúlu 1, Lewis Hamilton skellti sér í mexíkóska fjölbragðaglímu. Myndband má sjá hér fyrir neðan. 29. október 2015 22:30 Mest lesið Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Enski boltinn Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Handbolti Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Fótbolti „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ Körfubolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Rosberg á ráspól í Mexíkó Nico Rosberg á Mercedes náði ráspól mexíkóska kappakstursins, þriðju síðustu keppni ársins í Formúlu 1. 31. október 2015 20:52
Schumacher heldur áfram að berjast Sjöfaldi heimsmeistarinn í Formúlu 1 er enn að reyna koma sér í gang eftir skelfilegt skíðaslys. 1. nóvember 2015 19:45
Fjölbragðaglímukappinn Lewis "Hamarinn“ Hamilton | Myndband Nýkrindur heimsmeistari í Formúlu 1, Lewis Hamilton skellti sér í mexíkóska fjölbragðaglímu. Myndband má sjá hér fyrir neðan. 29. október 2015 22:30