Peyton sendi út skýr skilaboð Henry Birgir Gunnarsson skrifar 2. nóvember 2015 08:15 Stjörnurnar Manning og Rodgers eftir leikinn í nótt. vísir/getty Hinn goðsagnakenndi leikstjórnandi Denver Broncos, Peyton Manning, svaraði mörgum spurningum í nótt og öll svörin hans á stóra prófinu gegn Green Bay voru rétt. Denver tók á móti Green Bay en bæði lið höfðu unnið fyrstu sex leiki sína í deildinni. Þetta var aðeins í fjórða sinn í sögu deildarinnar sem tvö lið sem eru 6-0 mætast. Þó svo Denver hafði náð að vinna alla leiki sína í deildinni þá var ekki mikill glæsibragur yfir mörgum sigranna. Manning leit oft illa út og ítrekað þurfti vörnin að koma honum til bjargar. En ekki í nótt. Þá sýndi Manning allar sínar bestu hliðar og svaraði efasemdarmönnum sem sögðu að hann gæti ekki kastað lengra en fimm til tíu metra og að hann væri orðinn of gamall og lúinn. Hann kláraði margar langar sendingar, lék sá sem valdið hafði, átti svör við öllu hjá Packers og leiddi sitt lið til öruggs sigurs gegn liðinu sem margir sögðu vera það besta í deildinni fyrir leikinn. Manning kláraði 21 af 29 sendingum sínum og kastaði 340 jarda. Aaron Rodgers, leikstjórnandi Green Bay, átti einn sinn versta leik á ferlinum en hann kláraði aðeins 14 sendingar og kastaði 77 jarda. Það segir sitt um frábæra frammistöðu varnarinnar hjá Denver. Með sigrinum í nótt náði Manning að jafna met Brett Favre, fyrrum leikstjórnanda Packers, yfir flesta sigra í deildinni eða 186. Nú eru aðeins fjögur lið í deildinni með fullt hús. Það eru Denver, New England, Carolina og Cincinnati sem er í fyrsta sinn í sögu félagsins með árangurinn 7-0.Brees átti ótrúlegan leik í nótt.vísir/gettyLeikur gærdagsins var þó klárlega rimma New Orleans Saints og NY Giants. Þar fóru leikstjórnendurnir Drew Brees hjá Saints og Eli Manning algjörlega á kostum. Brees kastaði boltanum sjö sinnum fyrir snertimarki, og jafnaði met, en Manning sex sinnum. Saints tryggði sér sigur með vallarmarki rétt áður en tíminn rann út. Þetta er leikur sem á seint eftir að gleymast.Úrslit: Denver - Green Bay 29-10 Dallas - Seattle 12-13 Oakland - NY Jets 34-20 St. Louis - San Francisco 27-6 Pittsburgh - Cincinnati 10-16 New Orleans - NY Giants 52-49 Houston - Tennessee 20-6 Cleveland - Arizona 20-34 Chicago - Minnesota 20-23 Baltimore - San Diego 29-26 Atlanta - Tampa Bay 20-23 Kansas City - Detroit 45-10Í nótt: Carolina - Indianapolis.Staðan í NFL-deildinni. NFL Mest lesið „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Elín Klara markahæst en Sävehof datt út úr bikarnum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fórnar titlinum sínum fyrir baráttu kvenna Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Leikmaður í NHL lá hreyfingarlaus á ísnum Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Sjá meira
Hinn goðsagnakenndi leikstjórnandi Denver Broncos, Peyton Manning, svaraði mörgum spurningum í nótt og öll svörin hans á stóra prófinu gegn Green Bay voru rétt. Denver tók á móti Green Bay en bæði lið höfðu unnið fyrstu sex leiki sína í deildinni. Þetta var aðeins í fjórða sinn í sögu deildarinnar sem tvö lið sem eru 6-0 mætast. Þó svo Denver hafði náð að vinna alla leiki sína í deildinni þá var ekki mikill glæsibragur yfir mörgum sigranna. Manning leit oft illa út og ítrekað þurfti vörnin að koma honum til bjargar. En ekki í nótt. Þá sýndi Manning allar sínar bestu hliðar og svaraði efasemdarmönnum sem sögðu að hann gæti ekki kastað lengra en fimm til tíu metra og að hann væri orðinn of gamall og lúinn. Hann kláraði margar langar sendingar, lék sá sem valdið hafði, átti svör við öllu hjá Packers og leiddi sitt lið til öruggs sigurs gegn liðinu sem margir sögðu vera það besta í deildinni fyrir leikinn. Manning kláraði 21 af 29 sendingum sínum og kastaði 340 jarda. Aaron Rodgers, leikstjórnandi Green Bay, átti einn sinn versta leik á ferlinum en hann kláraði aðeins 14 sendingar og kastaði 77 jarda. Það segir sitt um frábæra frammistöðu varnarinnar hjá Denver. Með sigrinum í nótt náði Manning að jafna met Brett Favre, fyrrum leikstjórnanda Packers, yfir flesta sigra í deildinni eða 186. Nú eru aðeins fjögur lið í deildinni með fullt hús. Það eru Denver, New England, Carolina og Cincinnati sem er í fyrsta sinn í sögu félagsins með árangurinn 7-0.Brees átti ótrúlegan leik í nótt.vísir/gettyLeikur gærdagsins var þó klárlega rimma New Orleans Saints og NY Giants. Þar fóru leikstjórnendurnir Drew Brees hjá Saints og Eli Manning algjörlega á kostum. Brees kastaði boltanum sjö sinnum fyrir snertimarki, og jafnaði met, en Manning sex sinnum. Saints tryggði sér sigur með vallarmarki rétt áður en tíminn rann út. Þetta er leikur sem á seint eftir að gleymast.Úrslit: Denver - Green Bay 29-10 Dallas - Seattle 12-13 Oakland - NY Jets 34-20 St. Louis - San Francisco 27-6 Pittsburgh - Cincinnati 10-16 New Orleans - NY Giants 52-49 Houston - Tennessee 20-6 Cleveland - Arizona 20-34 Chicago - Minnesota 20-23 Baltimore - San Diego 29-26 Atlanta - Tampa Bay 20-23 Kansas City - Detroit 45-10Í nótt: Carolina - Indianapolis.Staðan í NFL-deildinni.
NFL Mest lesið „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Elín Klara markahæst en Sävehof datt út úr bikarnum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fórnar titlinum sínum fyrir baráttu kvenna Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Leikmaður í NHL lá hreyfingarlaus á ísnum Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Sjá meira