John Grant hélt risatónleika í Eldborgarsalnum í Hörpu og naut hann aðstoðar Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Andri Marínó, ljósmyndari 365, var á fleygiferð í gærkvöldi og myndaði fjörið.
Hann kom meðal annars við á tónleikum hjá Berndsen, Bubba og Dimmu, Úlfi Úlf og Sturla Atlas. Dagskráin heldur síðan áfram næstu þrjú kvöld og nær hátíðin hámarki á sunnudagskvöldið í Vodafone-höllinni þegar Hot Chip stígur á svið.
Hér að neðan má sjá myndaveislu frá gærkvöldinu.



