Fólkið á Airwaves: Hætti við að flytja heim til að sjá GusGus Stefán Ó. Jónsson skrifar 7. nóvember 2015 14:00 Hilda Salazar og Julia Sørensen. Já, báðar húfurnar voru keyptar á landinu. vísir/sój Kaliforníubúinn Hilda Salazar og Daninn Julia Sørensen voru hálfar inni í verslun sem sérhæfir sig í íslenskri hönnun þegar blaðamaður Vísis náði tali af þeim á milli tónleika föstudagskvöldsins. „Já, sko. Ég veit að það er kannski skrýtið að einhver frá Kaliforníu og Danmörk hangi saman á tónleikahátíð á Íslandi en sjáðu til - hún er dóttir frænda pabba míns," segir Salazar um Sørensen þegar blaðamaðurinn spyr hvað hafi leitt þær saman. „Þannig að við erum svona eiginlega að mætast á miðri leið með því að hittast hér á Íslandi,“ bætir hún við.Bókstaflega elskar GusGusSalazar segist hafa á undanförnum árum verið með annan fótinn vestanhafs en hinn á meginlandi Evrópu. Hún hafi þannig verið að undirbúa flutninga heim til Bandaríkjanna þegar Salazar fékk símtal frá fyrrnefndum föður sínum. „Þegar pabbi sagði mér: „Hey, GusGus er að spila á Íslandi í nóvember“ þá var alveg ljóst að ég væri ekkert að fara aftur heim til Kaliforníu í bráð. Ég elska þau,“ segir Salazar. Hún rambaði fyrir algjöra slysni á tónleika sveitarinnar í Los Angeles á síðasta ári og segist hafa fallið algjörlega fyrir þeim. „Það stóð alltaf til að flytja aftur heim til Bandaríkjanna en þegar ég frétti af tónleikum GusGus á Airwaves þá sagði ég bara „skítt með'ða“ og ákvað að lengja aðeins Evrópudvölina,“ segir Salazar.Hér að neðan má sjá upptöku af tónleikunum sem kveikti áhuga, og í raun ást, Salazar á GusGus.Vilji hennar að ná tónleikunum var svo einbeittur að Sørensen fékk engu um ferðina ráðið, hún skyldi svo sannarlega koma með Salazar til Íslands. Að sögn Sørensen hafi þó ekki þurft mikinn sannfæringarkraft til, hana hafi alltaf langað til að koma til Íslands.Á höttunum eftir íslenskum hljómsveitumÞá fjóra daga sem þær stöllur hafa verið á klakanum segjast þær hafa nýtt vel. Þær hafi þannig tekið daggóðan rúnt um landið og stoppað við á öllum þeim stöðum sem ferðamenn þurfi að haka af listanum sínum þegar þeir heimsækja landið. „Þú veist; fossar, hverir, Bláa lónið - allur pakkinn,“ segir Salazar. Það hafi þó ekki komist í hálfkvisti við tónleikana sem þær hefðu séð á Airwaves til þessa að sögn Sørensen. Íslensku sveitirnir Vök, Retro Stefson og Auður sem og hin norska Aurora hafi allar komið þeim rækilega á óvart. Þó hafi það verið fyrrnefnd GusGus sem hafi stolið senunni - þrátt fyrir að hafa einungis séð síðustu tvö lögin. „Röðin á tónleikana var fáránlega löng þannig að við biðum í rúmlega 40 mínútur í rigninunni eftir að komast inn. Við rétt náðum að troða okkur inn þegar dagskráin þeirra var að klárast,“ segir Salazar og því liggur svarið í augum uppi þegar blaðamaðurinn spyr hvað þær ætli sér að sjá á næstum dögum. „GusGus, aftur. Auðvitað GusGus,“ segir Salazar hlæjandi. „Og Sin Fang!“ skýtur Sörensen inn áður en spjallið færist út í hvernig þær stöllurnar geti séð norðurljós áður en þær halda heim á morgun.Þessi mynd var tekin á tónleikum Sin Fang í gærkvöldi sem vel var látið af. @sinfanggg #airwaves15 A photo posted by icelandairwaves (@icelandairwaves) on Nov 6, 2015 at 4:54pm PST Airwaves Tengdar fréttir Fólkið á Airwaves: Þrír Finnar sem eru mættir til að detta í það "Við lentum í gær og þetta byrjar bara nokkuð vel,“ segir Finninn Valtteri Kuhmonen sem er hér á landi ásamt tveimur félögum sínum, þeim Jyrki Paldan og Ilari Karimäki. 6. nóvember 2015 16:00 Fólkið á Airwaves: Gæti verið í leit að íslenskum stelpum en aðallega að passa systur sína Aline Gonzales frá Mexíkó og Jana Vohckova frá Tékklandi eru tveir af fjölmörgum sjálfboðaliðum á Iceland Airwaves. 5. nóvember 2015 10:00 Fólkið á Airwaves: Vonast til að taka skot af sýrópi með íslenskum hljómsveitum "Þetta er fyrsta skiptið mitt á Iceland Airwaves, segir Nilabjo Banerjee, kanadískur blaðamaður, sem staddur er hér á landi til að fjalla um tónlistarhátíðina. 6. nóvember 2015 11:30 Fólkið á Airwaves: Mættir á Tinder en hafa áhyggjur af vaxtarlagi íslenskra kvenna "Ég er líklega búinn að fá 20 match á síðustu 20 tímum. Eitt á klukkutíma,“ segir Austurríkismaðurinn Peter Kreyci. 5. nóvember 2015 15:15 Fólkið á Airwaves: 24 tímum frá því að þruma peningum inn á Icesave "Við erum vegan og Reykjavík er frábær borg fyrir okkur hvað það varðar,“ segir parið Chris Foster og Neil Hopkins. 4. nóvember 2015 22:42 Fólkið á Airwaves: Leiðsögumaðurinn villtist uppi á jökli svo ræsa þurfti björgunarsveit Linda Nguyen grét þegar hún frétti að Björk myndi ekki spila á Airwaves en var fljót að jafna sig. 6. nóvember 2015 10:00 Mest lesið Lögmálið um lítil typpi Lífið Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ Lífið „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lífið Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Lífið Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Menning Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tónlist Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið Fleiri fréttir „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni Sjá meira
Kaliforníubúinn Hilda Salazar og Daninn Julia Sørensen voru hálfar inni í verslun sem sérhæfir sig í íslenskri hönnun þegar blaðamaður Vísis náði tali af þeim á milli tónleika föstudagskvöldsins. „Já, sko. Ég veit að það er kannski skrýtið að einhver frá Kaliforníu og Danmörk hangi saman á tónleikahátíð á Íslandi en sjáðu til - hún er dóttir frænda pabba míns," segir Salazar um Sørensen þegar blaðamaðurinn spyr hvað hafi leitt þær saman. „Þannig að við erum svona eiginlega að mætast á miðri leið með því að hittast hér á Íslandi,“ bætir hún við.Bókstaflega elskar GusGusSalazar segist hafa á undanförnum árum verið með annan fótinn vestanhafs en hinn á meginlandi Evrópu. Hún hafi þannig verið að undirbúa flutninga heim til Bandaríkjanna þegar Salazar fékk símtal frá fyrrnefndum föður sínum. „Þegar pabbi sagði mér: „Hey, GusGus er að spila á Íslandi í nóvember“ þá var alveg ljóst að ég væri ekkert að fara aftur heim til Kaliforníu í bráð. Ég elska þau,“ segir Salazar. Hún rambaði fyrir algjöra slysni á tónleika sveitarinnar í Los Angeles á síðasta ári og segist hafa fallið algjörlega fyrir þeim. „Það stóð alltaf til að flytja aftur heim til Bandaríkjanna en þegar ég frétti af tónleikum GusGus á Airwaves þá sagði ég bara „skítt með'ða“ og ákvað að lengja aðeins Evrópudvölina,“ segir Salazar.Hér að neðan má sjá upptöku af tónleikunum sem kveikti áhuga, og í raun ást, Salazar á GusGus.Vilji hennar að ná tónleikunum var svo einbeittur að Sørensen fékk engu um ferðina ráðið, hún skyldi svo sannarlega koma með Salazar til Íslands. Að sögn Sørensen hafi þó ekki þurft mikinn sannfæringarkraft til, hana hafi alltaf langað til að koma til Íslands.Á höttunum eftir íslenskum hljómsveitumÞá fjóra daga sem þær stöllur hafa verið á klakanum segjast þær hafa nýtt vel. Þær hafi þannig tekið daggóðan rúnt um landið og stoppað við á öllum þeim stöðum sem ferðamenn þurfi að haka af listanum sínum þegar þeir heimsækja landið. „Þú veist; fossar, hverir, Bláa lónið - allur pakkinn,“ segir Salazar. Það hafi þó ekki komist í hálfkvisti við tónleikana sem þær hefðu séð á Airwaves til þessa að sögn Sørensen. Íslensku sveitirnir Vök, Retro Stefson og Auður sem og hin norska Aurora hafi allar komið þeim rækilega á óvart. Þó hafi það verið fyrrnefnd GusGus sem hafi stolið senunni - þrátt fyrir að hafa einungis séð síðustu tvö lögin. „Röðin á tónleikana var fáránlega löng þannig að við biðum í rúmlega 40 mínútur í rigninunni eftir að komast inn. Við rétt náðum að troða okkur inn þegar dagskráin þeirra var að klárast,“ segir Salazar og því liggur svarið í augum uppi þegar blaðamaðurinn spyr hvað þær ætli sér að sjá á næstum dögum. „GusGus, aftur. Auðvitað GusGus,“ segir Salazar hlæjandi. „Og Sin Fang!“ skýtur Sörensen inn áður en spjallið færist út í hvernig þær stöllurnar geti séð norðurljós áður en þær halda heim á morgun.Þessi mynd var tekin á tónleikum Sin Fang í gærkvöldi sem vel var látið af. @sinfanggg #airwaves15 A photo posted by icelandairwaves (@icelandairwaves) on Nov 6, 2015 at 4:54pm PST
Airwaves Tengdar fréttir Fólkið á Airwaves: Þrír Finnar sem eru mættir til að detta í það "Við lentum í gær og þetta byrjar bara nokkuð vel,“ segir Finninn Valtteri Kuhmonen sem er hér á landi ásamt tveimur félögum sínum, þeim Jyrki Paldan og Ilari Karimäki. 6. nóvember 2015 16:00 Fólkið á Airwaves: Gæti verið í leit að íslenskum stelpum en aðallega að passa systur sína Aline Gonzales frá Mexíkó og Jana Vohckova frá Tékklandi eru tveir af fjölmörgum sjálfboðaliðum á Iceland Airwaves. 5. nóvember 2015 10:00 Fólkið á Airwaves: Vonast til að taka skot af sýrópi með íslenskum hljómsveitum "Þetta er fyrsta skiptið mitt á Iceland Airwaves, segir Nilabjo Banerjee, kanadískur blaðamaður, sem staddur er hér á landi til að fjalla um tónlistarhátíðina. 6. nóvember 2015 11:30 Fólkið á Airwaves: Mættir á Tinder en hafa áhyggjur af vaxtarlagi íslenskra kvenna "Ég er líklega búinn að fá 20 match á síðustu 20 tímum. Eitt á klukkutíma,“ segir Austurríkismaðurinn Peter Kreyci. 5. nóvember 2015 15:15 Fólkið á Airwaves: 24 tímum frá því að þruma peningum inn á Icesave "Við erum vegan og Reykjavík er frábær borg fyrir okkur hvað það varðar,“ segir parið Chris Foster og Neil Hopkins. 4. nóvember 2015 22:42 Fólkið á Airwaves: Leiðsögumaðurinn villtist uppi á jökli svo ræsa þurfti björgunarsveit Linda Nguyen grét þegar hún frétti að Björk myndi ekki spila á Airwaves en var fljót að jafna sig. 6. nóvember 2015 10:00 Mest lesið Lögmálið um lítil typpi Lífið Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ Lífið „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lífið Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Lífið Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Menning Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tónlist Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið Fleiri fréttir „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni Sjá meira
Fólkið á Airwaves: Þrír Finnar sem eru mættir til að detta í það "Við lentum í gær og þetta byrjar bara nokkuð vel,“ segir Finninn Valtteri Kuhmonen sem er hér á landi ásamt tveimur félögum sínum, þeim Jyrki Paldan og Ilari Karimäki. 6. nóvember 2015 16:00
Fólkið á Airwaves: Gæti verið í leit að íslenskum stelpum en aðallega að passa systur sína Aline Gonzales frá Mexíkó og Jana Vohckova frá Tékklandi eru tveir af fjölmörgum sjálfboðaliðum á Iceland Airwaves. 5. nóvember 2015 10:00
Fólkið á Airwaves: Vonast til að taka skot af sýrópi með íslenskum hljómsveitum "Þetta er fyrsta skiptið mitt á Iceland Airwaves, segir Nilabjo Banerjee, kanadískur blaðamaður, sem staddur er hér á landi til að fjalla um tónlistarhátíðina. 6. nóvember 2015 11:30
Fólkið á Airwaves: Mættir á Tinder en hafa áhyggjur af vaxtarlagi íslenskra kvenna "Ég er líklega búinn að fá 20 match á síðustu 20 tímum. Eitt á klukkutíma,“ segir Austurríkismaðurinn Peter Kreyci. 5. nóvember 2015 15:15
Fólkið á Airwaves: 24 tímum frá því að þruma peningum inn á Icesave "Við erum vegan og Reykjavík er frábær borg fyrir okkur hvað það varðar,“ segir parið Chris Foster og Neil Hopkins. 4. nóvember 2015 22:42
Fólkið á Airwaves: Leiðsögumaðurinn villtist uppi á jökli svo ræsa þurfti björgunarsveit Linda Nguyen grét þegar hún frétti að Björk myndi ekki spila á Airwaves en var fljót að jafna sig. 6. nóvember 2015 10:00