Breytt vinnumarkaðslíkan eða nýtt samfélagslíkan? Skjóðan skrifar 21. október 2015 07:00 Ekkert vinnumarkaðslíkan er í notkun hérlendis – alla vega ekkert sem nein sátt ríkir um. Aðilar hins almenna vinnumarkaðar reka upp harmakvein þegar háskólamenntað fólk krefst leiðréttingar á launakjörum sínum og algerlega er talið fráleitt að hífa laun láglaunafólks svo hátt að fólk eigi raunhæfa möguleika á að lifa af launum sínum. Slíkt veldur allt að sögn of mikilli þenslu í hagkerfinu, sem aftur leiðir til verðbólgu sem allir vita að hækkar verðtryggðu lánin sem flestir burðast með sem myllustein um hálsinn. Þess vegna eru skilaboðin frá aðilum hins almenna vinnumarkaðar, Seðlabankanum og stjórnvöldum skýr; þrátt fyrir að allir séu af vilja gerðir til að lagfæra launakjör háskólamenntaðra ríkisstarfsmanna og láglaunafólks skal fólk sætta sig við örlitla flís því verðtryggingin gleypir allar leiðréttingar og lagfæringar, og gott betur. Allt umfram flísina veldur kjaraskerðingu þegar upp er staðið. Hví skilur fólkið þetta ekki? Kannski ríflega fjögur hundruð milljarða hagnaður nýju bankanna frá hruni, á sama tíma og fólkið hefur mátt herða sultarólar, glepji sýn? Skyldi launaskrið stjórnenda stórfyrirtækja og banka skapa glýju í augum almúgans? Skyldi afhending sameiginlegra þjóðarauðlinda til fámennrar klíku fyrir slikk pirra pupulinn svo mjög að hann ani endalaust út í vinnudeilur? Er þetta kannski bara öfundsýki? Eða er kannski kominn tími til að gera róttækar breytingar; ekki aðeins skipta um vinnumarkaðslíkan heldur ráðast á sjálft samfélagslíkanið? Taka til endurskoðunar hinn svonefnda „samfélagssáttmála“ sem hvort eð er stendur ekki undir nafni þar sem hér er engin sátt. Það sést af síendurteknum vinnudeilum, sem skaða samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja. Nú er Ísland ekki eina landið sem stendur frammi fyrir því að gríðarlegur auður safnast á hendur örfárra á meðan millistéttin breytist í lágstétt og lægst launaða fólkið getur mögulega átt í sig, eða á, eða þak yfir höfuðið – en alls ekki allt í senn. Það réttlætir ekki ástandið hér á landi að aðrir búi við sams konar vanda. Samkeppnisstaða flestra íslenskra fyrirtækja, annarra en útgerðarfyrirtækja og nokkurra stærstu fyrirtækja landsins, er afleit vegna gríðarlega mikils fjármagnskostnaðar. Öll milljarðahundruðin sem renna inn í bankana draga úr getu íslensks atvinnulífs til að greiða mannsæmandi laun á sama tíma og háir vextir og gjaldtaka banka sogar til sín sífellt stærri hluta ráðstöfunartekna almennings. Nýtt vinnumarkaðslíkan á Íslandi hlýtur að byggjast á því að tekið verði á ofurhagnaði banka og markaðslausnir verði notaðar til að verðleggja aðgang að takmörkuðum auðlindum í sameiginlegri eigu þjóðarinnar. Málið snýst ekki um réttlæti eitt og sér heldur ekki síður um samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs til framtíðar.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Skjóðan Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Fleiri fréttir Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Sjá meira
Ekkert vinnumarkaðslíkan er í notkun hérlendis – alla vega ekkert sem nein sátt ríkir um. Aðilar hins almenna vinnumarkaðar reka upp harmakvein þegar háskólamenntað fólk krefst leiðréttingar á launakjörum sínum og algerlega er talið fráleitt að hífa laun láglaunafólks svo hátt að fólk eigi raunhæfa möguleika á að lifa af launum sínum. Slíkt veldur allt að sögn of mikilli þenslu í hagkerfinu, sem aftur leiðir til verðbólgu sem allir vita að hækkar verðtryggðu lánin sem flestir burðast með sem myllustein um hálsinn. Þess vegna eru skilaboðin frá aðilum hins almenna vinnumarkaðar, Seðlabankanum og stjórnvöldum skýr; þrátt fyrir að allir séu af vilja gerðir til að lagfæra launakjör háskólamenntaðra ríkisstarfsmanna og láglaunafólks skal fólk sætta sig við örlitla flís því verðtryggingin gleypir allar leiðréttingar og lagfæringar, og gott betur. Allt umfram flísina veldur kjaraskerðingu þegar upp er staðið. Hví skilur fólkið þetta ekki? Kannski ríflega fjögur hundruð milljarða hagnaður nýju bankanna frá hruni, á sama tíma og fólkið hefur mátt herða sultarólar, glepji sýn? Skyldi launaskrið stjórnenda stórfyrirtækja og banka skapa glýju í augum almúgans? Skyldi afhending sameiginlegra þjóðarauðlinda til fámennrar klíku fyrir slikk pirra pupulinn svo mjög að hann ani endalaust út í vinnudeilur? Er þetta kannski bara öfundsýki? Eða er kannski kominn tími til að gera róttækar breytingar; ekki aðeins skipta um vinnumarkaðslíkan heldur ráðast á sjálft samfélagslíkanið? Taka til endurskoðunar hinn svonefnda „samfélagssáttmála“ sem hvort eð er stendur ekki undir nafni þar sem hér er engin sátt. Það sést af síendurteknum vinnudeilum, sem skaða samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja. Nú er Ísland ekki eina landið sem stendur frammi fyrir því að gríðarlegur auður safnast á hendur örfárra á meðan millistéttin breytist í lágstétt og lægst launaða fólkið getur mögulega átt í sig, eða á, eða þak yfir höfuðið – en alls ekki allt í senn. Það réttlætir ekki ástandið hér á landi að aðrir búi við sams konar vanda. Samkeppnisstaða flestra íslenskra fyrirtækja, annarra en útgerðarfyrirtækja og nokkurra stærstu fyrirtækja landsins, er afleit vegna gríðarlega mikils fjármagnskostnaðar. Öll milljarðahundruðin sem renna inn í bankana draga úr getu íslensks atvinnulífs til að greiða mannsæmandi laun á sama tíma og háir vextir og gjaldtaka banka sogar til sín sífellt stærri hluta ráðstöfunartekna almennings. Nýtt vinnumarkaðslíkan á Íslandi hlýtur að byggjast á því að tekið verði á ofurhagnaði banka og markaðslausnir verði notaðar til að verðleggja aðgang að takmörkuðum auðlindum í sameiginlegri eigu þjóðarinnar. Málið snýst ekki um réttlæti eitt og sér heldur ekki síður um samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs til framtíðar.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Skjóðan Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Fleiri fréttir Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Sjá meira