Sport

„Ekki tala við mig eins og lítinn krakka“ | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Chris Paul og þjálfari Clippers, Doc Rivers.
Chris Paul og þjálfari Clippers, Doc Rivers. vísir/epa
Chris Paul, leikstjórnandi Los Angeles Clippers, fékk tvær tæknivillur var sendur snemma í bað þegar Clippers valtaði yfir NBA-meistara Golden State Warriors, 130-95, í æfingaleik í nótt.

Paul var eitthvað pirraður vegna dómgæslunnar og fannst einn dómarinn ekki tala við sig af virðingu.

„Ég á tvö börn sjálfur. Ekki tala við mig eins og lítinn krakka,“ sagði Chris Paul við dómarann sem var fljótur að dæma tæknivillu.

Atvikið má sjá hér.

Þetta var önnur tæknivilla Pauls á skömmum tíma í þriðja leikhlutanum og þurfti hann því að fara af velli. Staðan var þá 75-55 fyrir Clippers.

Paul spilaði 20 mínútur í leiknum og skoraði sjö stig og tók tíu fráköst.

Hann átti eina geggjaða sendingu á J.J. Redick í leiknum sem má sjá hér að neðan.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×