„Höfum bara aldrei verið jafn fegnir að fá hálfleik“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 22. september 2024 17:06 Haraldur Freyr Guðmundsson er þjálfari Keflvíkinga. vísir/diego Keflavík tók á móti ÍR í seinni leik liðana í undanúrslitum umspilsins fyrir Bestu deildina í dag. Það var ÍR sem hafði betur með þremur mörkum gegn tveim en það kom ekki að sök þar sem Keflavík vann einvígið með sex mörkum gegn fjórum. „Tilfinningin er smá blendin, við náttúrulega töpuðum þessum leik hérna en við vinnum einvígið 6-4 og við erum komnir í úrslitaleikinn á Laugardalsvelli og það verður bara hörku verkefni og gaman.“ Sagði Haraldur Freyr Guðmundsson þjálfari Keflavíkur eftir leikinn í dag. Það voru gestirnir úr Breiðholtinu sem byrjuðu leikinn af miklum krafti og náðu að jafna einvígið í fyrri hálfleiknum og viðurkenndi Haraldur Freyr að það fór svolítið um þá á bekknum. „Jú alveg klárlega. Þetta var ekki alveg eins og við sáum þetta fyrir en ÍR liðið er bara mjög gott fótboltalið og gefast aldrei upp og eru baráttuglaðir. Við vorum bara undir í fyrri hálfleik og menn kannski komnir með hausinn á Laugardalsvöll áður en þessi leikur var búinn.“ „Í fyrri hálfleik þá bara mættum við ekki til leiks og þeir bara gengu á lagið og allt í einu var bara allt orðið jafnt en við fórum aðeins yfir málin í hálfleik og allt annað lið sem kemur hérna út í seinni hálfleik og á endanum vinnum við einvígið 6-4 og það er sanngjarnt finnst mér.“ Keflavík náði inn marki alveg undir restina á fyrri hálfleiknum og rétt sluppu inn í hálfleik yfir í einvíginu. „Öll mörk eru oftast mikilvæg en ég held að við höfum bara aldrei verið jafn fegnir að fá hálfleik til þess að geta farið og endurstillt okkur aðeins. Við vorum bara ekki með hausinn til staðar og við vorum bara komnir langt fram úr okkur og það var ekki gott. Orkan sem við byrjuðum með hún var bara alls ekki nógu góð.“ Keflavík gerðu strax tvær breytingar í hálfleik sem hristu upp í liðinu. „Já það þurfa að vera einhverjar afleiðingar. Við getum ekki sett sama lið inn á. Ég hefði getað tekið alla útaf en ákváðum að taka þessa tvo [Ara Stein Guðmundsson og Rúnar Ingi Eysteinsson] og inn á komu Sindri [Snær Magnússon] og Sami [Kamel] með mikil gæði og mikla reynslu og við náðum betri stjórn í seinni hálfleik.“ Lengjudeild karla Keflavík ÍF ÍR Mest lesið Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Íslenski boltinn „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Handbolti „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Körfubolti Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti Aþena vann loksins leik Körfubolti „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Fótbolti Inter í undanúrslit Fótbolti „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Fleiri fréttir Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Sjá meira
„Tilfinningin er smá blendin, við náttúrulega töpuðum þessum leik hérna en við vinnum einvígið 6-4 og við erum komnir í úrslitaleikinn á Laugardalsvelli og það verður bara hörku verkefni og gaman.“ Sagði Haraldur Freyr Guðmundsson þjálfari Keflavíkur eftir leikinn í dag. Það voru gestirnir úr Breiðholtinu sem byrjuðu leikinn af miklum krafti og náðu að jafna einvígið í fyrri hálfleiknum og viðurkenndi Haraldur Freyr að það fór svolítið um þá á bekknum. „Jú alveg klárlega. Þetta var ekki alveg eins og við sáum þetta fyrir en ÍR liðið er bara mjög gott fótboltalið og gefast aldrei upp og eru baráttuglaðir. Við vorum bara undir í fyrri hálfleik og menn kannski komnir með hausinn á Laugardalsvöll áður en þessi leikur var búinn.“ „Í fyrri hálfleik þá bara mættum við ekki til leiks og þeir bara gengu á lagið og allt í einu var bara allt orðið jafnt en við fórum aðeins yfir málin í hálfleik og allt annað lið sem kemur hérna út í seinni hálfleik og á endanum vinnum við einvígið 6-4 og það er sanngjarnt finnst mér.“ Keflavík náði inn marki alveg undir restina á fyrri hálfleiknum og rétt sluppu inn í hálfleik yfir í einvíginu. „Öll mörk eru oftast mikilvæg en ég held að við höfum bara aldrei verið jafn fegnir að fá hálfleik til þess að geta farið og endurstillt okkur aðeins. Við vorum bara ekki með hausinn til staðar og við vorum bara komnir langt fram úr okkur og það var ekki gott. Orkan sem við byrjuðum með hún var bara alls ekki nógu góð.“ Keflavík gerðu strax tvær breytingar í hálfleik sem hristu upp í liðinu. „Já það þurfa að vera einhverjar afleiðingar. Við getum ekki sett sama lið inn á. Ég hefði getað tekið alla útaf en ákváðum að taka þessa tvo [Ara Stein Guðmundsson og Rúnar Ingi Eysteinsson] og inn á komu Sindri [Snær Magnússon] og Sami [Kamel] með mikil gæði og mikla reynslu og við náðum betri stjórn í seinni hálfleik.“
Lengjudeild karla Keflavík ÍF ÍR Mest lesið Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Íslenski boltinn „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Handbolti „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Körfubolti Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti Aþena vann loksins leik Körfubolti „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Fótbolti Inter í undanúrslit Fótbolti „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Fleiri fréttir Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Sjá meira