Fimm þúsund ára listform trendar Guðrún Ansnes skrifar 22. október 2015 08:30 Tinna hefur í nægu að snúast og alltaf nóg að gera. Nýlega sneri hún aftur heim til Íslands, eftir að hafa farðað fyrir þættina Game of Thrones, yfir þriggja þáttaraða tímabil. Vísir/Anton Brink Ég er ekkert að finna upp hjólið eða neitt svoleiðis, enda hægt að rekja listformið aftur um níu þúsund ár, og þetta sem ég geri er í kringum fimm þúsund ára en nú virðist vera eitthvað í gangi, “ segir Tinna Miljevic förðunarfræðingur sem hefur í nægu að snúast um þessar mundir við að mála svokölluð Henna tattú á Íslenskar stelpur, en sannkallað henna æði virðist hafa gripið um sig meðal tískudrósa landsins. Vinsælast er að fá á handarbakið en sífellt fleiri stígi út fyrir þægindarammann og fái sér til dæmis á lærið. Sjálfri finnst mér það virkilega flott, og gaman að sjá þegar fólk prófar eitthvað allt annað en það er vant," útskýrir Tinna.Skreytingin er tiltölulega sársaukalaus og hverfur eftir viku eða tvær.„Ég byrjaði á þessu í kjölfar þess að ég var endalaust spurð um hvert væri hægt að fara til að fá svona, en gat aldrei bent á neinn. Þá er allt eins gott að læra þetta bara og grípa gæsina.“ Undanfarin fjögur ár hefur Tinna því verið að æfa sig, bæði á fjölskyldumeðlimum sem og henni sjálfri. „Ég geri mjög mikið á mig sjálfa. Þetta er sannarlega þolinmæðisverk, en ég er líka dálítið handóð svo þetta hentar mér ágætlega,“ segir hún og skellir uppúr. Aðspurð um hvaðan þetta trend komi, segir Tinna erfitt að beina fingri í eina átt, en telji söngkonuna Rihanna ákveðinn áhrifavald þess að henna virðist vera að trenda af sama krafti og raun beri vitni. Tinna segir margar konur sækja í henna í stað skartgripa þegar fara á eitthvað fínt, svo sem fyrir árshátíðir eða afmæli. Sjálf tengir hún lítið við svoleiðis hugsunarhátt, en hún er iðulega skreytt frá toppi til táar. „Ég hef verið kölluð ársskreytt jólatré, en ég hugsa dæmið þannig að maður eigi ekkert að vera að bíða endalaust eftir rétta tilefninu ef mann langar að skreyta sig, maður veit til dæmis ekkert hvort maður verði lifandi fyrir næstu árshátíð,“ bendir hún réttilega á í lokin og skýtur að, best sé að ná í hana í gegnum fésbókarsíðuna hennar, en þar kennir ýmissa grasa fyrir áhugasama um hverskyns punt. Game of Thrones Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Lífið Kristján Guðmundsson látinn Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira
Ég er ekkert að finna upp hjólið eða neitt svoleiðis, enda hægt að rekja listformið aftur um níu þúsund ár, og þetta sem ég geri er í kringum fimm þúsund ára en nú virðist vera eitthvað í gangi, “ segir Tinna Miljevic förðunarfræðingur sem hefur í nægu að snúast um þessar mundir við að mála svokölluð Henna tattú á Íslenskar stelpur, en sannkallað henna æði virðist hafa gripið um sig meðal tískudrósa landsins. Vinsælast er að fá á handarbakið en sífellt fleiri stígi út fyrir þægindarammann og fái sér til dæmis á lærið. Sjálfri finnst mér það virkilega flott, og gaman að sjá þegar fólk prófar eitthvað allt annað en það er vant," útskýrir Tinna.Skreytingin er tiltölulega sársaukalaus og hverfur eftir viku eða tvær.„Ég byrjaði á þessu í kjölfar þess að ég var endalaust spurð um hvert væri hægt að fara til að fá svona, en gat aldrei bent á neinn. Þá er allt eins gott að læra þetta bara og grípa gæsina.“ Undanfarin fjögur ár hefur Tinna því verið að æfa sig, bæði á fjölskyldumeðlimum sem og henni sjálfri. „Ég geri mjög mikið á mig sjálfa. Þetta er sannarlega þolinmæðisverk, en ég er líka dálítið handóð svo þetta hentar mér ágætlega,“ segir hún og skellir uppúr. Aðspurð um hvaðan þetta trend komi, segir Tinna erfitt að beina fingri í eina átt, en telji söngkonuna Rihanna ákveðinn áhrifavald þess að henna virðist vera að trenda af sama krafti og raun beri vitni. Tinna segir margar konur sækja í henna í stað skartgripa þegar fara á eitthvað fínt, svo sem fyrir árshátíðir eða afmæli. Sjálf tengir hún lítið við svoleiðis hugsunarhátt, en hún er iðulega skreytt frá toppi til táar. „Ég hef verið kölluð ársskreytt jólatré, en ég hugsa dæmið þannig að maður eigi ekkert að vera að bíða endalaust eftir rétta tilefninu ef mann langar að skreyta sig, maður veit til dæmis ekkert hvort maður verði lifandi fyrir næstu árshátíð,“ bendir hún réttilega á í lokin og skýtur að, best sé að ná í hana í gegnum fésbókarsíðuna hennar, en þar kennir ýmissa grasa fyrir áhugasama um hverskyns punt.
Game of Thrones Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Lífið Kristján Guðmundsson látinn Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira