Mikil rigning var á brautinni þegar tímatakan hófst en ökumenn voru snöggir út enda óvíst hvort aðstæður myndu batna eða versna.
Fyrsta lotan var stöðvuð með rauðum flöggum þegar Carlos Sainz missti stjórn á Toro Rosso bílnum og endaði malargryfjunni með viðkomu á varnarvegg.
Það var því nóg að gera fyrir vélvirkja Toro Rosso liðsins að koma bíl Sainz í lag fyrir keppnina. Framendinn var illa farinn og framfjöðrunin brotin.
Þegar tímatakan hófst á ný lá ökumönnum mikið á að setja tíma til að vera með öruggan tíma á töflunni. Brautin þornaði þó eftir því sem á leið.
Mikil tilþrif litu dagsins ljós, ökumenn sýndu hvað í þeim bjó í erfiðum aðstæðum. Aðstæður bötnuðu og brautímar urðu sífellt hraðari.

Rigningin jókst aftur í annarri lotu, beygja 10 reyndist ökumönnum sérstaklega erfið. Kimi Raikkonen, Hamilton, Sebastian Vettel og margir fleiri snérust þar í annarri lotu.
Í annarri lotu duttu út McLaren og Lotus ökumennirnir og Valtteri Bottas á Williams.
„Þetta eru ekki öruggar aðstæður, það ætti að stöðva tímatökuna,“ sagði Jenson Button eftir aðra lotuna. Þriðju lotu var frestað um 10 mínútur fyrst um sinn. Þirðju lotunni var svo aflýst.
Keppnin verður líklega ræst fyrir aftan öryggisbíl, nema aðstæður batni. Heimsmeistarakeppnin er sprelllifandi með Rosberg á undan Hamilton á ráslínu. Vettel er þó með tíu sæta refsingunni 15. á ráslínu svo hann hefur verk að vinna.
Bein útsending frá keppninni hefst klukkan 18:30 á eftir á Stöð 2 Sport 3.
Hér fyrir neðan má finna öll helstu úrslit helgarinnar á gagnvirku brautarkorti.