Fótbolti

Matthías og Hólmar norskir meistarar með Rosenborg

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hólmar Örn í leik á KR-vellinum í sumar.
Hólmar Örn í leik á KR-vellinum í sumar. Vísir/Vilhelm
Rosenborg er norskur meistari í knattspyrnu eftir 3-3 jafntefli við Strömsgodset.

Hólmar Örn Eyjólfsson lék allan leikinn fyrir Rosenborg en Matthías Vilhjálmsson kom inn á þegar korter var eftir af leiknum. Þetta er í 23. skipti sem liðið verður norskur meistari en þeir unnu deildina síðast  árið 2010.

Þá skoraði Árni Vilhjálmsson eitt mark þegar  Lilleström vann Bodö/​Glimt 3-0. Árni hefur því skorað í tveimur leikjum í röð fyrir Lilleström. Finnur Orri Margeirsson byrjaði leikinn á bekknum hjá Lilleström en lék síðustu tuttugu mínútur leiksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×