Stjórnvöld hafa brugðist öldruðum Björgvin Guðmundsson skrifar 29. október 2015 07:00 Alþingi kom saman 8. september. Nokkru áður skrifaði ég grein í Fréttablaðið, þar sem ég skoraði á Alþingi að taka kjaramál aldraðra fyrir strax á fyrstu dögum þingsins og samþykkja að láta aldraða fá jafnmikla hækkun á lífeyri sínum frá TR og þeir lægst launuðu höfðu fengið á launum sinum frá 1. maí. Lífeyrir ætti síðan að hækka í 300 þúsund krónur á þremur árum eins og launin. Ég skrifaði forseta þingsins bréf og fór fram á það sama. Í áskorun minni á Alþingi sagði m.a.: Ég skora á Alþingi að hækka strax lífeyri aldraðra og öryrkja jafnmikið og lágmarkslaun hækkuðu 1. maí sl. eða um 31 þúsund krónur á mánuði. Hækkunin gildi frá 1. maí þannig að lífeyrisþegar fái fimm mánaða hækkun með septemberhækkun. Alþingi samþykki þessa hækkun strax og það kemur saman 8. september. Ekkert gerðist. Enda þótt fyrir lægi, að hópur eldri borgara gæti ekki framfleytt sér á hinum lága lífeyri, sem TR skammtar honum, varð engin þverpólitísk sátt um aðgerðir. Og enda þótt vitað væri, að þeir,sem verst eru staddir meðal eldri borgara, ættu ekki fyrir mat síðustu daga mánaðarins, varð ekkert samkomulag um ráðstafanir fyrir eldri borgara. Forseti þingsins, Einar K. Guðfinnsson, hafði það eins og ráðherrarnir, þegar þeir fá bréf frá eldri borgurum. Hann stakk bréfinu ofan í skúffu! Hvað vilja eldri borgarar upp á dekk? Halda þeir, að Alþingi sé fyrir almenning? En örlítið ljós leyndist í myrkrinu: Samfylkingin flutti frumvarp til laga um að lífeyrir aldraðra hækkaði í 300 þúsund krónur á mánuði á þremur árum eins og launin og að hækkun lífeyris gilti frá 1. maí. Ekki blæs þó byrlega fyrir frumvarpinu: Fjármálaráðherra hefur gefið tóninn og sagt, að lífeyrir eigi ekki að vera eins hár og lágmarkslaun! Vonandi tekur Alþingi samt sjálfstæða ákvörðun og samþykkir sanngjarna og réttláta kröfu eldri borgara: 14,5%hækkun lífeyris frá 1. maí 2015 og hækkun í 300 þúsund á mánuði á þremur árum. Þetta er lágmark. Ríkisstjórnin hefur ekki viljað samþykkja kjarakröfur eldri borgara. En samþykkir þingið samt frumvarp Samfylkingarinnar? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Skoðun Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Alþingi kom saman 8. september. Nokkru áður skrifaði ég grein í Fréttablaðið, þar sem ég skoraði á Alþingi að taka kjaramál aldraðra fyrir strax á fyrstu dögum þingsins og samþykkja að láta aldraða fá jafnmikla hækkun á lífeyri sínum frá TR og þeir lægst launuðu höfðu fengið á launum sinum frá 1. maí. Lífeyrir ætti síðan að hækka í 300 þúsund krónur á þremur árum eins og launin. Ég skrifaði forseta þingsins bréf og fór fram á það sama. Í áskorun minni á Alþingi sagði m.a.: Ég skora á Alþingi að hækka strax lífeyri aldraðra og öryrkja jafnmikið og lágmarkslaun hækkuðu 1. maí sl. eða um 31 þúsund krónur á mánuði. Hækkunin gildi frá 1. maí þannig að lífeyrisþegar fái fimm mánaða hækkun með septemberhækkun. Alþingi samþykki þessa hækkun strax og það kemur saman 8. september. Ekkert gerðist. Enda þótt fyrir lægi, að hópur eldri borgara gæti ekki framfleytt sér á hinum lága lífeyri, sem TR skammtar honum, varð engin þverpólitísk sátt um aðgerðir. Og enda þótt vitað væri, að þeir,sem verst eru staddir meðal eldri borgara, ættu ekki fyrir mat síðustu daga mánaðarins, varð ekkert samkomulag um ráðstafanir fyrir eldri borgara. Forseti þingsins, Einar K. Guðfinnsson, hafði það eins og ráðherrarnir, þegar þeir fá bréf frá eldri borgurum. Hann stakk bréfinu ofan í skúffu! Hvað vilja eldri borgarar upp á dekk? Halda þeir, að Alþingi sé fyrir almenning? En örlítið ljós leyndist í myrkrinu: Samfylkingin flutti frumvarp til laga um að lífeyrir aldraðra hækkaði í 300 þúsund krónur á mánuði á þremur árum eins og launin og að hækkun lífeyris gilti frá 1. maí. Ekki blæs þó byrlega fyrir frumvarpinu: Fjármálaráðherra hefur gefið tóninn og sagt, að lífeyrir eigi ekki að vera eins hár og lágmarkslaun! Vonandi tekur Alþingi samt sjálfstæða ákvörðun og samþykkir sanngjarna og réttláta kröfu eldri borgara: 14,5%hækkun lífeyris frá 1. maí 2015 og hækkun í 300 þúsund á mánuði á þremur árum. Þetta er lágmark. Ríkisstjórnin hefur ekki viljað samþykkja kjarakröfur eldri borgara. En samþykkir þingið samt frumvarp Samfylkingarinnar?
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar