Stjórnvöld hafa brugðist öldruðum Björgvin Guðmundsson skrifar 29. október 2015 07:00 Alþingi kom saman 8. september. Nokkru áður skrifaði ég grein í Fréttablaðið, þar sem ég skoraði á Alþingi að taka kjaramál aldraðra fyrir strax á fyrstu dögum þingsins og samþykkja að láta aldraða fá jafnmikla hækkun á lífeyri sínum frá TR og þeir lægst launuðu höfðu fengið á launum sinum frá 1. maí. Lífeyrir ætti síðan að hækka í 300 þúsund krónur á þremur árum eins og launin. Ég skrifaði forseta þingsins bréf og fór fram á það sama. Í áskorun minni á Alþingi sagði m.a.: Ég skora á Alþingi að hækka strax lífeyri aldraðra og öryrkja jafnmikið og lágmarkslaun hækkuðu 1. maí sl. eða um 31 þúsund krónur á mánuði. Hækkunin gildi frá 1. maí þannig að lífeyrisþegar fái fimm mánaða hækkun með septemberhækkun. Alþingi samþykki þessa hækkun strax og það kemur saman 8. september. Ekkert gerðist. Enda þótt fyrir lægi, að hópur eldri borgara gæti ekki framfleytt sér á hinum lága lífeyri, sem TR skammtar honum, varð engin þverpólitísk sátt um aðgerðir. Og enda þótt vitað væri, að þeir,sem verst eru staddir meðal eldri borgara, ættu ekki fyrir mat síðustu daga mánaðarins, varð ekkert samkomulag um ráðstafanir fyrir eldri borgara. Forseti þingsins, Einar K. Guðfinnsson, hafði það eins og ráðherrarnir, þegar þeir fá bréf frá eldri borgurum. Hann stakk bréfinu ofan í skúffu! Hvað vilja eldri borgarar upp á dekk? Halda þeir, að Alþingi sé fyrir almenning? En örlítið ljós leyndist í myrkrinu: Samfylkingin flutti frumvarp til laga um að lífeyrir aldraðra hækkaði í 300 þúsund krónur á mánuði á þremur árum eins og launin og að hækkun lífeyris gilti frá 1. maí. Ekki blæs þó byrlega fyrir frumvarpinu: Fjármálaráðherra hefur gefið tóninn og sagt, að lífeyrir eigi ekki að vera eins hár og lágmarkslaun! Vonandi tekur Alþingi samt sjálfstæða ákvörðun og samþykkir sanngjarna og réttláta kröfu eldri borgara: 14,5%hækkun lífeyris frá 1. maí 2015 og hækkun í 300 þúsund á mánuði á þremur árum. Þetta er lágmark. Ríkisstjórnin hefur ekki viljað samþykkja kjarakröfur eldri borgara. En samþykkir þingið samt frumvarp Samfylkingarinnar? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Sjá meira
Alþingi kom saman 8. september. Nokkru áður skrifaði ég grein í Fréttablaðið, þar sem ég skoraði á Alþingi að taka kjaramál aldraðra fyrir strax á fyrstu dögum þingsins og samþykkja að láta aldraða fá jafnmikla hækkun á lífeyri sínum frá TR og þeir lægst launuðu höfðu fengið á launum sinum frá 1. maí. Lífeyrir ætti síðan að hækka í 300 þúsund krónur á þremur árum eins og launin. Ég skrifaði forseta þingsins bréf og fór fram á það sama. Í áskorun minni á Alþingi sagði m.a.: Ég skora á Alþingi að hækka strax lífeyri aldraðra og öryrkja jafnmikið og lágmarkslaun hækkuðu 1. maí sl. eða um 31 þúsund krónur á mánuði. Hækkunin gildi frá 1. maí þannig að lífeyrisþegar fái fimm mánaða hækkun með septemberhækkun. Alþingi samþykki þessa hækkun strax og það kemur saman 8. september. Ekkert gerðist. Enda þótt fyrir lægi, að hópur eldri borgara gæti ekki framfleytt sér á hinum lága lífeyri, sem TR skammtar honum, varð engin þverpólitísk sátt um aðgerðir. Og enda þótt vitað væri, að þeir,sem verst eru staddir meðal eldri borgara, ættu ekki fyrir mat síðustu daga mánaðarins, varð ekkert samkomulag um ráðstafanir fyrir eldri borgara. Forseti þingsins, Einar K. Guðfinnsson, hafði það eins og ráðherrarnir, þegar þeir fá bréf frá eldri borgurum. Hann stakk bréfinu ofan í skúffu! Hvað vilja eldri borgarar upp á dekk? Halda þeir, að Alþingi sé fyrir almenning? En örlítið ljós leyndist í myrkrinu: Samfylkingin flutti frumvarp til laga um að lífeyrir aldraðra hækkaði í 300 þúsund krónur á mánuði á þremur árum eins og launin og að hækkun lífeyris gilti frá 1. maí. Ekki blæs þó byrlega fyrir frumvarpinu: Fjármálaráðherra hefur gefið tóninn og sagt, að lífeyrir eigi ekki að vera eins hár og lágmarkslaun! Vonandi tekur Alþingi samt sjálfstæða ákvörðun og samþykkir sanngjarna og réttláta kröfu eldri borgara: 14,5%hækkun lífeyris frá 1. maí 2015 og hækkun í 300 þúsund á mánuði á þremur árum. Þetta er lágmark. Ríkisstjórnin hefur ekki viljað samþykkja kjarakröfur eldri borgara. En samþykkir þingið samt frumvarp Samfylkingarinnar?
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun