Fótbolti

Hannes: Nýtum svekkelsið til að koma okkur á toppinn gegn Tyrkjum

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Hannes varði oft á tíðum vel í leiknum.
Hannes varði oft á tíðum vel í leiknum. Vísir
Hannes Þór Halldórsson, markmaður íslenska landsliðsins, var að vonum mjög svekktur með að ná aðeins jafntefli gegn Lettum á Laugardalsvelli í kvöld. Þrátt fyrir að hafa fengið á sig tvö mörk í leiknum var hann vel á verði og varð oft á tíðum vel. Hann segir að liðið hafi gefið andstæðingunum fleiri tækifæri en venjulega.

„Við vorum opnari en venjulega í dag. Meira að segja í fyrri hálfleik þegar við vorum að spila glimrandi vel fengu þeir nokkra sénsa,“ segir Hannes. „Það var eitthvað við skipulagið á liðinu sem gerði það að verkum að við vorum ekki alveg eins þéttir og við verið í keppninni. Ég hef kannski verið að fá á mig eitt til tvo skot í hverjum leik hingað til en þau voru talsvert fleiri í dag.“

Eigum að vinna hvaða lið sem er í stöðunni 2-0 á heimavelli

Kári Árnason fór meiddur af velli í fyrri hálfleik auk þess sem Alfreð Finnbogason kom inn í liðið fyrir leik. Einnig vantaði fyrirliðann Aron Einar Gunnarsson sem verið hefur eins og klettur á miðjunni í keppninni hingað. Hannes vill þó ekki meina að þessar breytingar hafi haft áhrif á varnarleik liðsins.

„Þetta er auðvitað sterkir leikmenn og hluti af byrjunarliðinu en hópurinn okkar er sterkur. Þeir leikmenn sem komu inn eru góðir leikmenn þannig að ég veit ekki hvort að það hafi breytt miklu. Við þurfum að leggjast yfir þennan leik og skoða hvað fór úrskeiðis. Við eigum að vinna öll lið þegar við erum 2-0 yfir í hálfleik á heimavelli.“

Hannes segir að liðið muni nýta sér svekkelsið sem fylgdi þessu jafntefli til þess að ná góðum úrslitum í næsta leik gegn Tyrkjum á þriðjudaginn.

„Þetta gírar okkur upp í næsta leik. Við notum þetta til þess að koma okkur á toppinn gegn Tyrkjum.“


Tengdar fréttir

Fyrirliðinn er íslenska liðinu afar mikilvægur

Íslenska landsliðið verður án fyrirliða síns á móti Lettum í Laugardalnum í kvöld þegar liðið spilar síðasta heimaleik sinn í undankeppni EM 2016. Aron Einar Gunnarsson fékk rauða spjaldið í lok síðasta leik liðsins á móti Kasakstan og tekur út leikbann í dag.

Þjálfari Lettlands: „Ég gerði mistök“

Marian Pahars, þjálfari Lettlands, var að vonum sáttur eftir að hafa séð lærisveina sína vinna upp tveggja marka forskot Íslands í dag en hann sagðist hafa gert mistök þegar hann lagði leikinn upp.

Alfreð: Það er bara á milli okkar

Alfreð Finnbogason, framherji íslenska landsliðsins í knattspyrnu, var ánægður með að fá tækifæri í byrjunarliðinu í 2-2 jafntefli gegn Lettum í undankeppni fyrir Evrópumótið í Frakklandi næsta sumar. Alfreð var þó ekki ánægður með spilamennskuna í síðari hálfleik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×