Sakar Sanders um linkind í byssumálinu Guðsteinn Bjarnason skrifar 15. október 2015 07:00 Bernie Sanders og Hillary Clinton í sjónvarpskappræðum demókrata á þriðjudagskvöld. vísir/epa Hillary Clinton fékk á þriðjudagskvöldið tækifæri til að koma höggi á mótherja sinn, Bernie Sanders, og sakaði hann um linkind gagnvart byssuframleiðendum og skotvopnafíklum í Bandaríkjunum. „Nei, alls ekki,“ svaraði hún þegar stjórnandi sjónvarpskappræðna demókrata spurði hvort hún teldi Sanders nægilega harðan í byssumálinu. „Sanders öldungadeildarþingmaður greiddi fimm sinnum atkvæði gegn Brady-frumvarpinu. Eftir að það var samþykkt hefur í meira en tvær milljónir skipta verið komið í veg fyrir byssukaup,“ sagði Clinton í kappræðunum, þar sem fimm demókratar tókust á um það hver þeirra eigi að verða forsetaefni flokksins á næsta ári. Sanders svaraði því til að vissulega vildi hann stranga byssulöggjöf í Bandaríkjunum. Í þessu tiltekna frumvarpi hefðu hins vegar verið ýmis ákvæði sem hann gat ekki sætt sig við. Svo vísaði hann til þess að kjósendur hans í Vermont væru ekki sérlega áhugasamir um stranga byssulöggjöf: „Ég kem úr dreifbýlisríki og afstaðan til skotvopnaeftirlits er önnur í dreifbýlisríkjum en í þéttbýlisríkjum, hvort sem okkur líkar það betur eða verr.“ Þau Clinton deildu um ýmis önnur mál í kappræðunum en voru hins vegar alveg á einu máli um tölvupóstavandræðin sem andstæðingar þeirra hafa verið að velta Clinton upp úr. „Ég held að bandaríska þjóðin sé búin að fá miklu meira en nóg af því að heyra um fjárans tölvupóstana þína,“ sagði Sanders, og þá brosti Clinton breitt, þakkaði honum fyrir og tók í höndina á honum. Þrír aðrir demókratar tóku þátt í sjónvarpskappræðunum og sækjast allir eftir að verða forsetaefni flokks síns í kosningunum, sem haldnar verða í nóvember á næsta ári. Þetta eru þeir Martin O'Malley, Lincoln Chafee og Jim Webb. Enginn þeirra mælist með minnstu möguleika í skoðanakönnunum. Þar gnæfir Clinton enn yfir aðra, með 43,3 prósenta fylgi samkvæmt nýjustu samantekt á vefsíðunni Realclearpolitics.com. Sanders mælist þar með 25 prósent og Joe Biden varaforseti er í þriðja sæti, með rúm 17, þrátt fyrir að hafa ekki blandað sér í slaginn. Hann hefur enn ekki tekið af skarið og hvorki lýst yfir framboði né útilokað það. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Brot af því besta úr kappræðum Demókrata í nótt Hillary Clinton þykir helst hafa sýnt styrk sinn í kappræðunum. 14. október 2015 10:45 Varaformaður demókrata ekki velkominn á kappræðurnar í kvöld Tulsi Gabbard, varaformaður landssambands Demókrataflokks Bandaríkjanna og fulltrúardeildarþingmaður, er ekki lengur velkomin á kappræður forsetaframbjóðandaefna flokksins sem fara fram í Nevada í kvöld. 13. október 2015 07:00 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Sjá meira
Hillary Clinton fékk á þriðjudagskvöldið tækifæri til að koma höggi á mótherja sinn, Bernie Sanders, og sakaði hann um linkind gagnvart byssuframleiðendum og skotvopnafíklum í Bandaríkjunum. „Nei, alls ekki,“ svaraði hún þegar stjórnandi sjónvarpskappræðna demókrata spurði hvort hún teldi Sanders nægilega harðan í byssumálinu. „Sanders öldungadeildarþingmaður greiddi fimm sinnum atkvæði gegn Brady-frumvarpinu. Eftir að það var samþykkt hefur í meira en tvær milljónir skipta verið komið í veg fyrir byssukaup,“ sagði Clinton í kappræðunum, þar sem fimm demókratar tókust á um það hver þeirra eigi að verða forsetaefni flokksins á næsta ári. Sanders svaraði því til að vissulega vildi hann stranga byssulöggjöf í Bandaríkjunum. Í þessu tiltekna frumvarpi hefðu hins vegar verið ýmis ákvæði sem hann gat ekki sætt sig við. Svo vísaði hann til þess að kjósendur hans í Vermont væru ekki sérlega áhugasamir um stranga byssulöggjöf: „Ég kem úr dreifbýlisríki og afstaðan til skotvopnaeftirlits er önnur í dreifbýlisríkjum en í þéttbýlisríkjum, hvort sem okkur líkar það betur eða verr.“ Þau Clinton deildu um ýmis önnur mál í kappræðunum en voru hins vegar alveg á einu máli um tölvupóstavandræðin sem andstæðingar þeirra hafa verið að velta Clinton upp úr. „Ég held að bandaríska þjóðin sé búin að fá miklu meira en nóg af því að heyra um fjárans tölvupóstana þína,“ sagði Sanders, og þá brosti Clinton breitt, þakkaði honum fyrir og tók í höndina á honum. Þrír aðrir demókratar tóku þátt í sjónvarpskappræðunum og sækjast allir eftir að verða forsetaefni flokks síns í kosningunum, sem haldnar verða í nóvember á næsta ári. Þetta eru þeir Martin O'Malley, Lincoln Chafee og Jim Webb. Enginn þeirra mælist með minnstu möguleika í skoðanakönnunum. Þar gnæfir Clinton enn yfir aðra, með 43,3 prósenta fylgi samkvæmt nýjustu samantekt á vefsíðunni Realclearpolitics.com. Sanders mælist þar með 25 prósent og Joe Biden varaforseti er í þriðja sæti, með rúm 17, þrátt fyrir að hafa ekki blandað sér í slaginn. Hann hefur enn ekki tekið af skarið og hvorki lýst yfir framboði né útilokað það.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Brot af því besta úr kappræðum Demókrata í nótt Hillary Clinton þykir helst hafa sýnt styrk sinn í kappræðunum. 14. október 2015 10:45 Varaformaður demókrata ekki velkominn á kappræðurnar í kvöld Tulsi Gabbard, varaformaður landssambands Demókrataflokks Bandaríkjanna og fulltrúardeildarþingmaður, er ekki lengur velkomin á kappræður forsetaframbjóðandaefna flokksins sem fara fram í Nevada í kvöld. 13. október 2015 07:00 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Sjá meira
Brot af því besta úr kappræðum Demókrata í nótt Hillary Clinton þykir helst hafa sýnt styrk sinn í kappræðunum. 14. október 2015 10:45
Varaformaður demókrata ekki velkominn á kappræðurnar í kvöld Tulsi Gabbard, varaformaður landssambands Demókrataflokks Bandaríkjanna og fulltrúardeildarþingmaður, er ekki lengur velkomin á kappræður forsetaframbjóðandaefna flokksins sem fara fram í Nevada í kvöld. 13. október 2015 07:00