Útilokun Heiðdís Dögg Eiríksdóttir skrifar 1. október 2015 07:00 Ég lít í kringum mig og sé spennta foreldra með bros á vör og allir tilbúnir með myndavélarnar uppi. Þau eru að bíða eftir sýningunni hjá krökkunum sínum sem hafa æft sig í allan vetur. Þetta er sýning til fjáröflunar hjá 8. bekk fyrir skólaferðalag. Ég hef fylgst með undirbúningnum í gegnum strákinn minn, hann leikur aðalhlutverkið og loksins er komið að sýningunni. Ég er döpur innst inni í hjarta mínu, ég reyni að láta ekki á því bera því ég vil ekki skyggja á þennan gleðilega dag. Ég fékk ekki táknmálstúlk því ekki var til nægt fjármagn til að borga táknmálstúlkunina. Þessi stund var undirbúin með góðum fyrirvara, var auglýst með metnaði hjá krökkunum en víst ekki rétti tíminn fyrir mig og ekki hægt að endurtaka þetta. Þetta eru dæmi sem eru að gerast hjá íslenskum þjóðfélagsþegnum sem nota íslenskt táknmál (ÍTM) í sínu daglega lífi. Ekki má gleyma að þetta er líka fyrir þau sem ekki geta nýtt sér ÍTM en þurfa að eiga samskipti við okkur sem notum ÍTM. Við njótum ekki til fulls viðburða í lífi okkar, barnanna okkar, fjölskyldu og viðburða í kringum okkur þegar við fáum ekki táknmálstúlk sem gefur okkur öllum færi á betra aðgengi í samfélaginu. Þessi tími er glataður, við endurupplifum ekki þessi tímamót í lífi okkar og okkar nánustu. Það er sárt ef við fáum ekki að njóta augnabliksins til jafns við aðra þjóðfélagsþegna, við erum útilokuð.Binda á okkur hendurnar Stjórnvöld binda á okkur hendurnar og við getum ekki sinnt skyldum okkar sem foreldrar, húseigendur, skattgreiðendur, ættingjar og fleira. Í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólk segir: „Fatlað fólk á rétt á tjáskiptaleiðum að eigin vali eins og t.d. táknmálstúlkun til þess að geta tekið virkan þátt í samfélaginu.“ Íslenska ríkið veitir hins vegar of lítið fé til táknmálstúlkunar í daglegu lífi sem þýðir að íslenskum þjóðfélagsþegnum sem reiða sig á íslenskt táknmál er ekki tryggt aðgengi að táknmálstúlkun í daglegu lífi s.s. við atvinnu, í mannfögnuði, á námskeiðum og fleira. Öryrkjabandalag Íslands (ÖBÍ) stendur fyrir undirskriftasöfnun þar sem allir 18 ára og eldri eru hvattir til að skora á stjórnvöld að fullgilda samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks á haustþingi 2015. Síðustu daga hafa birst myndbönd sem ÖBÍ hefur látið vinna og sýna þau raunverulegar aðstæður sem sumt fatlað fólk upplifir á Íslandi í dag. Ég vil hvetja þig til að skrifa undir áskorunina sem má finna á heimasíðu ÖBÍ, www.obi.is/askorun. Við ættum öll að geta skrifað undir mannréttindi fatlaðs fólks og stuðlað þannig að betra samfélagi fyrir alla! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiðdís Dögg Eiríksdóttir Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Ég lít í kringum mig og sé spennta foreldra með bros á vör og allir tilbúnir með myndavélarnar uppi. Þau eru að bíða eftir sýningunni hjá krökkunum sínum sem hafa æft sig í allan vetur. Þetta er sýning til fjáröflunar hjá 8. bekk fyrir skólaferðalag. Ég hef fylgst með undirbúningnum í gegnum strákinn minn, hann leikur aðalhlutverkið og loksins er komið að sýningunni. Ég er döpur innst inni í hjarta mínu, ég reyni að láta ekki á því bera því ég vil ekki skyggja á þennan gleðilega dag. Ég fékk ekki táknmálstúlk því ekki var til nægt fjármagn til að borga táknmálstúlkunina. Þessi stund var undirbúin með góðum fyrirvara, var auglýst með metnaði hjá krökkunum en víst ekki rétti tíminn fyrir mig og ekki hægt að endurtaka þetta. Þetta eru dæmi sem eru að gerast hjá íslenskum þjóðfélagsþegnum sem nota íslenskt táknmál (ÍTM) í sínu daglega lífi. Ekki má gleyma að þetta er líka fyrir þau sem ekki geta nýtt sér ÍTM en þurfa að eiga samskipti við okkur sem notum ÍTM. Við njótum ekki til fulls viðburða í lífi okkar, barnanna okkar, fjölskyldu og viðburða í kringum okkur þegar við fáum ekki táknmálstúlk sem gefur okkur öllum færi á betra aðgengi í samfélaginu. Þessi tími er glataður, við endurupplifum ekki þessi tímamót í lífi okkar og okkar nánustu. Það er sárt ef við fáum ekki að njóta augnabliksins til jafns við aðra þjóðfélagsþegna, við erum útilokuð.Binda á okkur hendurnar Stjórnvöld binda á okkur hendurnar og við getum ekki sinnt skyldum okkar sem foreldrar, húseigendur, skattgreiðendur, ættingjar og fleira. Í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólk segir: „Fatlað fólk á rétt á tjáskiptaleiðum að eigin vali eins og t.d. táknmálstúlkun til þess að geta tekið virkan þátt í samfélaginu.“ Íslenska ríkið veitir hins vegar of lítið fé til táknmálstúlkunar í daglegu lífi sem þýðir að íslenskum þjóðfélagsþegnum sem reiða sig á íslenskt táknmál er ekki tryggt aðgengi að táknmálstúlkun í daglegu lífi s.s. við atvinnu, í mannfögnuði, á námskeiðum og fleira. Öryrkjabandalag Íslands (ÖBÍ) stendur fyrir undirskriftasöfnun þar sem allir 18 ára og eldri eru hvattir til að skora á stjórnvöld að fullgilda samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks á haustþingi 2015. Síðustu daga hafa birst myndbönd sem ÖBÍ hefur látið vinna og sýna þau raunverulegar aðstæður sem sumt fatlað fólk upplifir á Íslandi í dag. Ég vil hvetja þig til að skrifa undir áskorunina sem má finna á heimasíðu ÖBÍ, www.obi.is/askorun. Við ættum öll að geta skrifað undir mannréttindi fatlaðs fólks og stuðlað þannig að betra samfélagi fyrir alla!
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun