Lífeyrir og kjaraþróun koma í veg fyrir sátt Óli Kristján Ármannsson skrifar 1. október 2015 07:00 Á baráttufundi þriggja stærstu félaga BSRB í Háskólabíói um miðjan september. Fréttablaðið/Anton Samræming lífeyrisréttinda og áhrif launaskriðs á kjör opinberra starfsmanna eru helstu þröskuldarnir í vegi sáttar um nýtt samningalíkan að norrænni fyrirmynd við gerð kjarasamninga hér á landi. Unnið er að lausn bæði bráðavanda í kjaraviðræðum við opinbera starfsmenn og nýju framtíðarskipulagi samningaviðræðna á vettvangi svonefnds SALEK-hóps, samstarfsnefndar um launaupplýsingar og efnahagsforsendur kjarasamninga. Starfið fer fram í skugga þess að kjaraviðræður þriggja stærstu aðildarfélaga BSRB við ríkið hafa siglt í strand og verkfall verið samþykkt frá og með miðjum október hjá sjúkraliðum og félögum SRF.Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍGylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambandsins (ASÍ), segir í fréttabréfi sambandsins í gær grafalvarlega þá stöðu sem uppi sé á vinnumarkaði, þar sem verkföll vofi yfir og þeir hópar opinberra starfsmanna sem ekki hafi enn samið, geri kröfu um sambærilegar launahækkanir og gerðardómur hafi úthlutað hjúkrunarfræðingum í ágúst. „Stöðugt koma nýir hópar sem gera tilkall til sanngjarnra leiðréttinga og stutt er í að þeir hópar sem lögðu af stað fyrir nokkrum mánuðum banki aftur upp á með kröfur um frekari leiðréttingar,“ segir hann. Í viðleitni til að stöðva þessa hringrás áður en í óefni sé komið, hafi forystumenn heildarsamtaka á vinnumarkaði reynt að ná samstöðu um ramma að þróun kjaramála. „Byggt á reynslu félaga okkar á Norðurlöndunum er nokkuð almennur skilningur á meginútlínum slíks samningalíkans.“ Gylfi bendir á að á hinum Norðurlöndunum hafi lausnin reynst vera að jafna lífeyrisréttindi og tryggja opinberum starfsmönnum sambærilega launaþróun að teknu tilliti til launaskriðs. Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri SAÞorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að takist ekki að ná tökum á og stöðva það „höfrungahlaup“ sem í gangi sé á vinnumarkaði kunni mikill efnahagsvandi að verða uppi innan tveggja til þriggja ára. Ljóst sé að ávinningur kjarasamninga hverfi þá að stórum hluta í hefðbundið bál verðbólgu og gengislækkun krónunnar. „Þess vegna er mjög rík skylda á aðilum að setjast yfir þetta sameiginlega, bæði hvernig við leysum bráðavandann nú varðandi misræmi í launaþróun og hvernig við getum mögulega nýtt lífeyrismálin og samræmingu þeirra til þess að vinna með okkur,“ segir hann. Um leið þurfi að vinna nýtt vinnumarkaðslíkan til þess að koma í veg fyrir að svona staða endurtaki sig. Norræna leiðinÍ grófum dráttum gengur norræna nálgunin að kjarasamningum út á að í upphafi koma aðilar hins almenna vinnumarkaðar sér saman um hvaða svigrúm sé til launahækkana í samfélaginu og er þá miðað við stöðu helstu útflutningsatvinnuvega, hagvöxt og efnahagshorfur. Í framhaldi af því ljúka félögin á almenna markaðnum samningum. Ári síðar eru svo lausir samningar hjá hinu opinbera og miða þeir við sömu stærðir, en opinberi markaðurinn nýtur svo jafnframt tryggingar verði launaskrið á almenna markaðnum þannig að opinberir starfsmenn sitji ekki eftir. Verkfall 2016 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Næsta lægð væntanleg á morgun Veður Fleiri fréttir Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Sjá meira
Samræming lífeyrisréttinda og áhrif launaskriðs á kjör opinberra starfsmanna eru helstu þröskuldarnir í vegi sáttar um nýtt samningalíkan að norrænni fyrirmynd við gerð kjarasamninga hér á landi. Unnið er að lausn bæði bráðavanda í kjaraviðræðum við opinbera starfsmenn og nýju framtíðarskipulagi samningaviðræðna á vettvangi svonefnds SALEK-hóps, samstarfsnefndar um launaupplýsingar og efnahagsforsendur kjarasamninga. Starfið fer fram í skugga þess að kjaraviðræður þriggja stærstu aðildarfélaga BSRB við ríkið hafa siglt í strand og verkfall verið samþykkt frá og með miðjum október hjá sjúkraliðum og félögum SRF.Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍGylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambandsins (ASÍ), segir í fréttabréfi sambandsins í gær grafalvarlega þá stöðu sem uppi sé á vinnumarkaði, þar sem verkföll vofi yfir og þeir hópar opinberra starfsmanna sem ekki hafi enn samið, geri kröfu um sambærilegar launahækkanir og gerðardómur hafi úthlutað hjúkrunarfræðingum í ágúst. „Stöðugt koma nýir hópar sem gera tilkall til sanngjarnra leiðréttinga og stutt er í að þeir hópar sem lögðu af stað fyrir nokkrum mánuðum banki aftur upp á með kröfur um frekari leiðréttingar,“ segir hann. Í viðleitni til að stöðva þessa hringrás áður en í óefni sé komið, hafi forystumenn heildarsamtaka á vinnumarkaði reynt að ná samstöðu um ramma að þróun kjaramála. „Byggt á reynslu félaga okkar á Norðurlöndunum er nokkuð almennur skilningur á meginútlínum slíks samningalíkans.“ Gylfi bendir á að á hinum Norðurlöndunum hafi lausnin reynst vera að jafna lífeyrisréttindi og tryggja opinberum starfsmönnum sambærilega launaþróun að teknu tilliti til launaskriðs. Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri SAÞorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að takist ekki að ná tökum á og stöðva það „höfrungahlaup“ sem í gangi sé á vinnumarkaði kunni mikill efnahagsvandi að verða uppi innan tveggja til þriggja ára. Ljóst sé að ávinningur kjarasamninga hverfi þá að stórum hluta í hefðbundið bál verðbólgu og gengislækkun krónunnar. „Þess vegna er mjög rík skylda á aðilum að setjast yfir þetta sameiginlega, bæði hvernig við leysum bráðavandann nú varðandi misræmi í launaþróun og hvernig við getum mögulega nýtt lífeyrismálin og samræmingu þeirra til þess að vinna með okkur,“ segir hann. Um leið þurfi að vinna nýtt vinnumarkaðslíkan til þess að koma í veg fyrir að svona staða endurtaki sig. Norræna leiðinÍ grófum dráttum gengur norræna nálgunin að kjarasamningum út á að í upphafi koma aðilar hins almenna vinnumarkaðar sér saman um hvaða svigrúm sé til launahækkana í samfélaginu og er þá miðað við stöðu helstu útflutningsatvinnuvega, hagvöxt og efnahagshorfur. Í framhaldi af því ljúka félögin á almenna markaðnum samningum. Ári síðar eru svo lausir samningar hjá hinu opinbera og miða þeir við sömu stærðir, en opinberi markaðurinn nýtur svo jafnframt tryggingar verði launaskrið á almenna markaðnum þannig að opinberir starfsmenn sitji ekki eftir.
Verkfall 2016 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Næsta lægð væntanleg á morgun Veður Fleiri fréttir Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Sjá meira