Farþegar Primera Air fá ekki skaðabætur vegna seinkunar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. október 2015 13:28 Farþegar Primera Air á Shannon-flugvelli. vísir Farþegarnir 150 sem voru í vél Primera Air frá Tenerife á Spáni til Keflavíkur þann 26. ágúst síðastliðinn munu ekki fá bætur frá flugfélaginu. Farþegunum barst tölvupóstur þessa efnis frá fyrirtækinu í dag. Ferðalagið frá Tenerife til Keflavíkur tók alls 26 klukkutíma en þegar allt er eðlilegt tekur flugferðin fimm tíma. Fram kemur í tölvupósti Primera Air til farþeganna að ástæða seinkunarinnar hafi verið „óhagstæð, ófyrirséð og óvanaleg veðurskilyrði fyrir árstíma á varaflugvöllunum Akureyri og Egilsstöðum.“ Seinkunin hafi því verið utan valdsviðs flugrekanda og því beri því ekki að greiða skaðabætur vegna hennar. Segir í póstinum að óhagstætt veðurfar hafi gert það að verkum að breyta þurfti vanalegri flugleið. Skipulagning og undirbúningur vegna þess hafi tekið tíma en breytt flugleið þýddi að millilenda þurfti á Írlandi. „Því miður tókst afgreiðsluaðilum okkar á Írlandi ekki að afgreiða vélina innan tímamarka og eins og kunnugt er þá rann áhöfn okkar út á tíma – enda mjög ströng skilyrði um vinnutíma áhafna sem tryggja öryggi í flugi. Reglur um vinnutíma er bæði félagsins sjálfs og svo sameiginleg löggjöf í Evrópu sem aldrei má víkja frá. Þetta þýddi að stöðva þurfti för vélarinnar og fóru farþegar og áhöfn á hótel á kostnað flugrekanda að sjálfsögðu,“ segir í pósti Primera Air. Við brottför frá Spáni var farþegunum tilkynnt að vélin væri mjög þung og því þyrfti að millilenda á Shannon-flugvelli á Írlandi til að taka eldsneyti. Sömuleiðis var tilkynnt að veðurspáin á Norðurlandi væri slæm og því væri ekki hægt að treysta á Akureyrarflugvöll sem varaflugvöll. Í aðdraganda lendingarinnar var farþegum sagt að það tæki um tuttugu mínútur að fylla vélina. Við tók tveggja tíma bið á Shannon-flugvelli þar sem kom í ljós að áhöfn vélarinnar hafði unnið of lengi og mátti ekki halda áfram án lágmarkshvíldar. Var því tekin sú ákvörðun að koma farþegunum fyrir á hóteli og var áætluð brottför daginn eftir. Seinkun varð því á fluginu daginn og er talið að eiginleg töf á þessu ferðalagi hafi verið um átta klukkustundir því vélinni seinkaði einnig frá Tenerife. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Of miklar upplýsingar sköpuðu rugling Ásgeir Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri hjá Primera Air, segir flugfélagið harmar þær miklu tafir sem urðu á flugi frá Tenerife til Íslands í vikunni. 28. ágúst 2015 18:27 Farþegar Primera Air leita réttar síns Voru í 26 tíma frá Tenerife til Keflavíkur í síðustu viku þar sem millilent var á Shannon-flugvelli. 3. september 2015 10:25 Farþegar Primera Air bíða enn svars vegna bóta Flugfélagið hefur rúman mánuð til að svara. 22. september 2015 12:41 „Þetta er skammarlegt fyrir flugfélagið“ Farþegi í vél Primera Air sem gista þurfti eina nótt á Írlandi vandar flugfélaginu ekki kveðjurnar. 27. ágúst 2015 20:52 „Fólk talar ekki mjög fallega um Primera Air þessa stundina“ Farþegar í vél Primera Air hafa verið sólarhring á leiðinni heim til Íslands frá Tenerife. 27. ágúst 2015 15:46 Íslendingar biðu í um tvo tíma í flugvél á Shannon-flugvelli á Írlandi í dag Áhöfninni var bannað að fljúga því hún hafði unnið of lengi. 26. ágúst 2015 21:51 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Sjá meira
Farþegarnir 150 sem voru í vél Primera Air frá Tenerife á Spáni til Keflavíkur þann 26. ágúst síðastliðinn munu ekki fá bætur frá flugfélaginu. Farþegunum barst tölvupóstur þessa efnis frá fyrirtækinu í dag. Ferðalagið frá Tenerife til Keflavíkur tók alls 26 klukkutíma en þegar allt er eðlilegt tekur flugferðin fimm tíma. Fram kemur í tölvupósti Primera Air til farþeganna að ástæða seinkunarinnar hafi verið „óhagstæð, ófyrirséð og óvanaleg veðurskilyrði fyrir árstíma á varaflugvöllunum Akureyri og Egilsstöðum.“ Seinkunin hafi því verið utan valdsviðs flugrekanda og því beri því ekki að greiða skaðabætur vegna hennar. Segir í póstinum að óhagstætt veðurfar hafi gert það að verkum að breyta þurfti vanalegri flugleið. Skipulagning og undirbúningur vegna þess hafi tekið tíma en breytt flugleið þýddi að millilenda þurfti á Írlandi. „Því miður tókst afgreiðsluaðilum okkar á Írlandi ekki að afgreiða vélina innan tímamarka og eins og kunnugt er þá rann áhöfn okkar út á tíma – enda mjög ströng skilyrði um vinnutíma áhafna sem tryggja öryggi í flugi. Reglur um vinnutíma er bæði félagsins sjálfs og svo sameiginleg löggjöf í Evrópu sem aldrei má víkja frá. Þetta þýddi að stöðva þurfti för vélarinnar og fóru farþegar og áhöfn á hótel á kostnað flugrekanda að sjálfsögðu,“ segir í pósti Primera Air. Við brottför frá Spáni var farþegunum tilkynnt að vélin væri mjög þung og því þyrfti að millilenda á Shannon-flugvelli á Írlandi til að taka eldsneyti. Sömuleiðis var tilkynnt að veðurspáin á Norðurlandi væri slæm og því væri ekki hægt að treysta á Akureyrarflugvöll sem varaflugvöll. Í aðdraganda lendingarinnar var farþegum sagt að það tæki um tuttugu mínútur að fylla vélina. Við tók tveggja tíma bið á Shannon-flugvelli þar sem kom í ljós að áhöfn vélarinnar hafði unnið of lengi og mátti ekki halda áfram án lágmarkshvíldar. Var því tekin sú ákvörðun að koma farþegunum fyrir á hóteli og var áætluð brottför daginn eftir. Seinkun varð því á fluginu daginn og er talið að eiginleg töf á þessu ferðalagi hafi verið um átta klukkustundir því vélinni seinkaði einnig frá Tenerife.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Of miklar upplýsingar sköpuðu rugling Ásgeir Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri hjá Primera Air, segir flugfélagið harmar þær miklu tafir sem urðu á flugi frá Tenerife til Íslands í vikunni. 28. ágúst 2015 18:27 Farþegar Primera Air leita réttar síns Voru í 26 tíma frá Tenerife til Keflavíkur í síðustu viku þar sem millilent var á Shannon-flugvelli. 3. september 2015 10:25 Farþegar Primera Air bíða enn svars vegna bóta Flugfélagið hefur rúman mánuð til að svara. 22. september 2015 12:41 „Þetta er skammarlegt fyrir flugfélagið“ Farþegi í vél Primera Air sem gista þurfti eina nótt á Írlandi vandar flugfélaginu ekki kveðjurnar. 27. ágúst 2015 20:52 „Fólk talar ekki mjög fallega um Primera Air þessa stundina“ Farþegar í vél Primera Air hafa verið sólarhring á leiðinni heim til Íslands frá Tenerife. 27. ágúst 2015 15:46 Íslendingar biðu í um tvo tíma í flugvél á Shannon-flugvelli á Írlandi í dag Áhöfninni var bannað að fljúga því hún hafði unnið of lengi. 26. ágúst 2015 21:51 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Sjá meira
Of miklar upplýsingar sköpuðu rugling Ásgeir Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri hjá Primera Air, segir flugfélagið harmar þær miklu tafir sem urðu á flugi frá Tenerife til Íslands í vikunni. 28. ágúst 2015 18:27
Farþegar Primera Air leita réttar síns Voru í 26 tíma frá Tenerife til Keflavíkur í síðustu viku þar sem millilent var á Shannon-flugvelli. 3. september 2015 10:25
Farþegar Primera Air bíða enn svars vegna bóta Flugfélagið hefur rúman mánuð til að svara. 22. september 2015 12:41
„Þetta er skammarlegt fyrir flugfélagið“ Farþegi í vél Primera Air sem gista þurfti eina nótt á Írlandi vandar flugfélaginu ekki kveðjurnar. 27. ágúst 2015 20:52
„Fólk talar ekki mjög fallega um Primera Air þessa stundina“ Farþegar í vél Primera Air hafa verið sólarhring á leiðinni heim til Íslands frá Tenerife. 27. ágúst 2015 15:46
Íslendingar biðu í um tvo tíma í flugvél á Shannon-flugvelli á Írlandi í dag Áhöfninni var bannað að fljúga því hún hafði unnið of lengi. 26. ágúst 2015 21:51