Farþegar Primera Air fá ekki skaðabætur vegna seinkunar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. október 2015 13:28 Farþegar Primera Air á Shannon-flugvelli. vísir Farþegarnir 150 sem voru í vél Primera Air frá Tenerife á Spáni til Keflavíkur þann 26. ágúst síðastliðinn munu ekki fá bætur frá flugfélaginu. Farþegunum barst tölvupóstur þessa efnis frá fyrirtækinu í dag. Ferðalagið frá Tenerife til Keflavíkur tók alls 26 klukkutíma en þegar allt er eðlilegt tekur flugferðin fimm tíma. Fram kemur í tölvupósti Primera Air til farþeganna að ástæða seinkunarinnar hafi verið „óhagstæð, ófyrirséð og óvanaleg veðurskilyrði fyrir árstíma á varaflugvöllunum Akureyri og Egilsstöðum.“ Seinkunin hafi því verið utan valdsviðs flugrekanda og því beri því ekki að greiða skaðabætur vegna hennar. Segir í póstinum að óhagstætt veðurfar hafi gert það að verkum að breyta þurfti vanalegri flugleið. Skipulagning og undirbúningur vegna þess hafi tekið tíma en breytt flugleið þýddi að millilenda þurfti á Írlandi. „Því miður tókst afgreiðsluaðilum okkar á Írlandi ekki að afgreiða vélina innan tímamarka og eins og kunnugt er þá rann áhöfn okkar út á tíma – enda mjög ströng skilyrði um vinnutíma áhafna sem tryggja öryggi í flugi. Reglur um vinnutíma er bæði félagsins sjálfs og svo sameiginleg löggjöf í Evrópu sem aldrei má víkja frá. Þetta þýddi að stöðva þurfti för vélarinnar og fóru farþegar og áhöfn á hótel á kostnað flugrekanda að sjálfsögðu,“ segir í pósti Primera Air. Við brottför frá Spáni var farþegunum tilkynnt að vélin væri mjög þung og því þyrfti að millilenda á Shannon-flugvelli á Írlandi til að taka eldsneyti. Sömuleiðis var tilkynnt að veðurspáin á Norðurlandi væri slæm og því væri ekki hægt að treysta á Akureyrarflugvöll sem varaflugvöll. Í aðdraganda lendingarinnar var farþegum sagt að það tæki um tuttugu mínútur að fylla vélina. Við tók tveggja tíma bið á Shannon-flugvelli þar sem kom í ljós að áhöfn vélarinnar hafði unnið of lengi og mátti ekki halda áfram án lágmarkshvíldar. Var því tekin sú ákvörðun að koma farþegunum fyrir á hóteli og var áætluð brottför daginn eftir. Seinkun varð því á fluginu daginn og er talið að eiginleg töf á þessu ferðalagi hafi verið um átta klukkustundir því vélinni seinkaði einnig frá Tenerife. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Of miklar upplýsingar sköpuðu rugling Ásgeir Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri hjá Primera Air, segir flugfélagið harmar þær miklu tafir sem urðu á flugi frá Tenerife til Íslands í vikunni. 28. ágúst 2015 18:27 Farþegar Primera Air leita réttar síns Voru í 26 tíma frá Tenerife til Keflavíkur í síðustu viku þar sem millilent var á Shannon-flugvelli. 3. september 2015 10:25 Farþegar Primera Air bíða enn svars vegna bóta Flugfélagið hefur rúman mánuð til að svara. 22. september 2015 12:41 „Þetta er skammarlegt fyrir flugfélagið“ Farþegi í vél Primera Air sem gista þurfti eina nótt á Írlandi vandar flugfélaginu ekki kveðjurnar. 27. ágúst 2015 20:52 „Fólk talar ekki mjög fallega um Primera Air þessa stundina“ Farþegar í vél Primera Air hafa verið sólarhring á leiðinni heim til Íslands frá Tenerife. 27. ágúst 2015 15:46 Íslendingar biðu í um tvo tíma í flugvél á Shannon-flugvelli á Írlandi í dag Áhöfninni var bannað að fljúga því hún hafði unnið of lengi. 26. ágúst 2015 21:51 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fleiri fréttir Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Sjá meira
Farþegarnir 150 sem voru í vél Primera Air frá Tenerife á Spáni til Keflavíkur þann 26. ágúst síðastliðinn munu ekki fá bætur frá flugfélaginu. Farþegunum barst tölvupóstur þessa efnis frá fyrirtækinu í dag. Ferðalagið frá Tenerife til Keflavíkur tók alls 26 klukkutíma en þegar allt er eðlilegt tekur flugferðin fimm tíma. Fram kemur í tölvupósti Primera Air til farþeganna að ástæða seinkunarinnar hafi verið „óhagstæð, ófyrirséð og óvanaleg veðurskilyrði fyrir árstíma á varaflugvöllunum Akureyri og Egilsstöðum.“ Seinkunin hafi því verið utan valdsviðs flugrekanda og því beri því ekki að greiða skaðabætur vegna hennar. Segir í póstinum að óhagstætt veðurfar hafi gert það að verkum að breyta þurfti vanalegri flugleið. Skipulagning og undirbúningur vegna þess hafi tekið tíma en breytt flugleið þýddi að millilenda þurfti á Írlandi. „Því miður tókst afgreiðsluaðilum okkar á Írlandi ekki að afgreiða vélina innan tímamarka og eins og kunnugt er þá rann áhöfn okkar út á tíma – enda mjög ströng skilyrði um vinnutíma áhafna sem tryggja öryggi í flugi. Reglur um vinnutíma er bæði félagsins sjálfs og svo sameiginleg löggjöf í Evrópu sem aldrei má víkja frá. Þetta þýddi að stöðva þurfti för vélarinnar og fóru farþegar og áhöfn á hótel á kostnað flugrekanda að sjálfsögðu,“ segir í pósti Primera Air. Við brottför frá Spáni var farþegunum tilkynnt að vélin væri mjög þung og því þyrfti að millilenda á Shannon-flugvelli á Írlandi til að taka eldsneyti. Sömuleiðis var tilkynnt að veðurspáin á Norðurlandi væri slæm og því væri ekki hægt að treysta á Akureyrarflugvöll sem varaflugvöll. Í aðdraganda lendingarinnar var farþegum sagt að það tæki um tuttugu mínútur að fylla vélina. Við tók tveggja tíma bið á Shannon-flugvelli þar sem kom í ljós að áhöfn vélarinnar hafði unnið of lengi og mátti ekki halda áfram án lágmarkshvíldar. Var því tekin sú ákvörðun að koma farþegunum fyrir á hóteli og var áætluð brottför daginn eftir. Seinkun varð því á fluginu daginn og er talið að eiginleg töf á þessu ferðalagi hafi verið um átta klukkustundir því vélinni seinkaði einnig frá Tenerife.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Of miklar upplýsingar sköpuðu rugling Ásgeir Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri hjá Primera Air, segir flugfélagið harmar þær miklu tafir sem urðu á flugi frá Tenerife til Íslands í vikunni. 28. ágúst 2015 18:27 Farþegar Primera Air leita réttar síns Voru í 26 tíma frá Tenerife til Keflavíkur í síðustu viku þar sem millilent var á Shannon-flugvelli. 3. september 2015 10:25 Farþegar Primera Air bíða enn svars vegna bóta Flugfélagið hefur rúman mánuð til að svara. 22. september 2015 12:41 „Þetta er skammarlegt fyrir flugfélagið“ Farþegi í vél Primera Air sem gista þurfti eina nótt á Írlandi vandar flugfélaginu ekki kveðjurnar. 27. ágúst 2015 20:52 „Fólk talar ekki mjög fallega um Primera Air þessa stundina“ Farþegar í vél Primera Air hafa verið sólarhring á leiðinni heim til Íslands frá Tenerife. 27. ágúst 2015 15:46 Íslendingar biðu í um tvo tíma í flugvél á Shannon-flugvelli á Írlandi í dag Áhöfninni var bannað að fljúga því hún hafði unnið of lengi. 26. ágúst 2015 21:51 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fleiri fréttir Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Sjá meira
Of miklar upplýsingar sköpuðu rugling Ásgeir Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri hjá Primera Air, segir flugfélagið harmar þær miklu tafir sem urðu á flugi frá Tenerife til Íslands í vikunni. 28. ágúst 2015 18:27
Farþegar Primera Air leita réttar síns Voru í 26 tíma frá Tenerife til Keflavíkur í síðustu viku þar sem millilent var á Shannon-flugvelli. 3. september 2015 10:25
Farþegar Primera Air bíða enn svars vegna bóta Flugfélagið hefur rúman mánuð til að svara. 22. september 2015 12:41
„Þetta er skammarlegt fyrir flugfélagið“ Farþegi í vél Primera Air sem gista þurfti eina nótt á Írlandi vandar flugfélaginu ekki kveðjurnar. 27. ágúst 2015 20:52
„Fólk talar ekki mjög fallega um Primera Air þessa stundina“ Farþegar í vél Primera Air hafa verið sólarhring á leiðinni heim til Íslands frá Tenerife. 27. ágúst 2015 15:46
Íslendingar biðu í um tvo tíma í flugvél á Shannon-flugvelli á Írlandi í dag Áhöfninni var bannað að fljúga því hún hafði unnið of lengi. 26. ágúst 2015 21:51