Verður stærsta Skaftárhlaup sem sögur fara af Svavar Hávarðsson skrifar 2. október 2015 09:00 „Þetta er að verða gríðarlegt vatn,“ segir Snorri Zóphóníasson, jarðfræðingur á vatnamælingasviði Veðurstofunnar, en rennslisaukningin við Sveinstind í gær, efstu mælastöð Veðurstofunnar í Skaftá, er hin örasta sem mælst hefur síðan henni var komið á fót árið 1971. Margt bendir til að hlaupið verði hið stærsta, sem komið hefur úr Skaftárkötlum. Skaftárhlaupið var strax í gærdag orðið stærra en önnur flóð úr Eystri-Skaftárkatli frá því að sambærilegar mælingar hófust árið 1984, en þá var rennslið þrefalt rennsli Ölfusár og stanslaust bætti í. Þá var flóðavatnið farið að renna fram hjá mælinum, sem þá sýndi 1.300 rúmmetra á sekúndu, en eftir það er áin byrjuð að flæmast úr farvegi sínum út í Skaftáreldahraun og þá er heildarrennslið meira en mælirinn gefur til kynna. Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi lýsti yfir hættustigi um miðjan dag í gær. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni hefur hlaupið aukist hraðar en sést hefur í fyrri hlaupum. Veðurfar undanfarinna daga með mikilli úrkomu veldur aukinni óvissu um áhrifasvæði flóðsins.Kristján Már Unnarsson ræddi við bændur, vísindamenn og lögreglumenn við Skaftá í gær. Fréttina má sjá hér að neðan. Snorri bendir á að ísinn, sem er 300 metra þykkur yfir katlinum, hafði sigið um 70 metra í gær, en er líklegur til að síga allt að 150 metra áður en yfir lýkur. Seinni part dags hafði heldur dregið úr sighraðanum sem bendir til að hámarksrennsli út úr katlinum hafi þá verið náð. Enn og aftur sannar búnaður sem tengist stóru evrópsku samstarfsverkefni, FutureVolc, ágæti sitt. Mælar sem tengdust verkefninu voru ómetanlegir í gagnaöflun á meðan jarðhræringarnar í Bárðarbungu og eldgosið í Holuhrauni stóðu yfir í á sjöunda mánuð. Borað hefur verið niður í Eystri-Skaftárketil sem nú tæmir sig hratt. Þá var staðfest að ísinn er 300 metra þykkur ofan á honum, en vatnsdýpið undir á milli 80 og 90 metrar. „Skálin sjálf er um fjórir ferkílómetrar,“ segir Snorri til að gera grein fyrir þeim öflum í náttúrunni sem nú eru að brjótast fram. Hlaup í Skaftá 2015 Veður Tengdar fréttir Skaftárhlaup: Streymi úr eystri Skaftárkatli eykst hratt Hlaupvatnið rennur ennþá undir vestanverðum Vatnajökli að öllum líkindum í átt að farvegi Skaftár þar sem búist er við að fyrstu merki um flóð sjáist á fimmtudagsmorgunn. 30. september 2015 15:29 Skaftárhlaupsins enn ekki orðið vart við Sveinstind Jarðvísindamenn flugu yfir svæðið síðdegis í gær og öfluðu gagna. 30. september 2015 07:43 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Fleiri fréttir Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Sjá meira
„Þetta er að verða gríðarlegt vatn,“ segir Snorri Zóphóníasson, jarðfræðingur á vatnamælingasviði Veðurstofunnar, en rennslisaukningin við Sveinstind í gær, efstu mælastöð Veðurstofunnar í Skaftá, er hin örasta sem mælst hefur síðan henni var komið á fót árið 1971. Margt bendir til að hlaupið verði hið stærsta, sem komið hefur úr Skaftárkötlum. Skaftárhlaupið var strax í gærdag orðið stærra en önnur flóð úr Eystri-Skaftárkatli frá því að sambærilegar mælingar hófust árið 1984, en þá var rennslið þrefalt rennsli Ölfusár og stanslaust bætti í. Þá var flóðavatnið farið að renna fram hjá mælinum, sem þá sýndi 1.300 rúmmetra á sekúndu, en eftir það er áin byrjuð að flæmast úr farvegi sínum út í Skaftáreldahraun og þá er heildarrennslið meira en mælirinn gefur til kynna. Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi lýsti yfir hættustigi um miðjan dag í gær. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni hefur hlaupið aukist hraðar en sést hefur í fyrri hlaupum. Veðurfar undanfarinna daga með mikilli úrkomu veldur aukinni óvissu um áhrifasvæði flóðsins.Kristján Már Unnarsson ræddi við bændur, vísindamenn og lögreglumenn við Skaftá í gær. Fréttina má sjá hér að neðan. Snorri bendir á að ísinn, sem er 300 metra þykkur yfir katlinum, hafði sigið um 70 metra í gær, en er líklegur til að síga allt að 150 metra áður en yfir lýkur. Seinni part dags hafði heldur dregið úr sighraðanum sem bendir til að hámarksrennsli út úr katlinum hafi þá verið náð. Enn og aftur sannar búnaður sem tengist stóru evrópsku samstarfsverkefni, FutureVolc, ágæti sitt. Mælar sem tengdust verkefninu voru ómetanlegir í gagnaöflun á meðan jarðhræringarnar í Bárðarbungu og eldgosið í Holuhrauni stóðu yfir í á sjöunda mánuð. Borað hefur verið niður í Eystri-Skaftárketil sem nú tæmir sig hratt. Þá var staðfest að ísinn er 300 metra þykkur ofan á honum, en vatnsdýpið undir á milli 80 og 90 metrar. „Skálin sjálf er um fjórir ferkílómetrar,“ segir Snorri til að gera grein fyrir þeim öflum í náttúrunni sem nú eru að brjótast fram.
Hlaup í Skaftá 2015 Veður Tengdar fréttir Skaftárhlaup: Streymi úr eystri Skaftárkatli eykst hratt Hlaupvatnið rennur ennþá undir vestanverðum Vatnajökli að öllum líkindum í átt að farvegi Skaftár þar sem búist er við að fyrstu merki um flóð sjáist á fimmtudagsmorgunn. 30. september 2015 15:29 Skaftárhlaupsins enn ekki orðið vart við Sveinstind Jarðvísindamenn flugu yfir svæðið síðdegis í gær og öfluðu gagna. 30. september 2015 07:43 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Fleiri fréttir Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Sjá meira
Skaftárhlaup: Streymi úr eystri Skaftárkatli eykst hratt Hlaupvatnið rennur ennþá undir vestanverðum Vatnajökli að öllum líkindum í átt að farvegi Skaftár þar sem búist er við að fyrstu merki um flóð sjáist á fimmtudagsmorgunn. 30. september 2015 15:29
Skaftárhlaupsins enn ekki orðið vart við Sveinstind Jarðvísindamenn flugu yfir svæðið síðdegis í gær og öfluðu gagna. 30. september 2015 07:43