Verður stærsta Skaftárhlaup sem sögur fara af Svavar Hávarðsson skrifar 2. október 2015 09:00 „Þetta er að verða gríðarlegt vatn,“ segir Snorri Zóphóníasson, jarðfræðingur á vatnamælingasviði Veðurstofunnar, en rennslisaukningin við Sveinstind í gær, efstu mælastöð Veðurstofunnar í Skaftá, er hin örasta sem mælst hefur síðan henni var komið á fót árið 1971. Margt bendir til að hlaupið verði hið stærsta, sem komið hefur úr Skaftárkötlum. Skaftárhlaupið var strax í gærdag orðið stærra en önnur flóð úr Eystri-Skaftárkatli frá því að sambærilegar mælingar hófust árið 1984, en þá var rennslið þrefalt rennsli Ölfusár og stanslaust bætti í. Þá var flóðavatnið farið að renna fram hjá mælinum, sem þá sýndi 1.300 rúmmetra á sekúndu, en eftir það er áin byrjuð að flæmast úr farvegi sínum út í Skaftáreldahraun og þá er heildarrennslið meira en mælirinn gefur til kynna. Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi lýsti yfir hættustigi um miðjan dag í gær. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni hefur hlaupið aukist hraðar en sést hefur í fyrri hlaupum. Veðurfar undanfarinna daga með mikilli úrkomu veldur aukinni óvissu um áhrifasvæði flóðsins.Kristján Már Unnarsson ræddi við bændur, vísindamenn og lögreglumenn við Skaftá í gær. Fréttina má sjá hér að neðan. Snorri bendir á að ísinn, sem er 300 metra þykkur yfir katlinum, hafði sigið um 70 metra í gær, en er líklegur til að síga allt að 150 metra áður en yfir lýkur. Seinni part dags hafði heldur dregið úr sighraðanum sem bendir til að hámarksrennsli út úr katlinum hafi þá verið náð. Enn og aftur sannar búnaður sem tengist stóru evrópsku samstarfsverkefni, FutureVolc, ágæti sitt. Mælar sem tengdust verkefninu voru ómetanlegir í gagnaöflun á meðan jarðhræringarnar í Bárðarbungu og eldgosið í Holuhrauni stóðu yfir í á sjöunda mánuð. Borað hefur verið niður í Eystri-Skaftárketil sem nú tæmir sig hratt. Þá var staðfest að ísinn er 300 metra þykkur ofan á honum, en vatnsdýpið undir á milli 80 og 90 metrar. „Skálin sjálf er um fjórir ferkílómetrar,“ segir Snorri til að gera grein fyrir þeim öflum í náttúrunni sem nú eru að brjótast fram. Hlaup í Skaftá 2015 Veður Tengdar fréttir Skaftárhlaup: Streymi úr eystri Skaftárkatli eykst hratt Hlaupvatnið rennur ennþá undir vestanverðum Vatnajökli að öllum líkindum í átt að farvegi Skaftár þar sem búist er við að fyrstu merki um flóð sjáist á fimmtudagsmorgunn. 30. september 2015 15:29 Skaftárhlaupsins enn ekki orðið vart við Sveinstind Jarðvísindamenn flugu yfir svæðið síðdegis í gær og öfluðu gagna. 30. september 2015 07:43 Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Sjá meira
„Þetta er að verða gríðarlegt vatn,“ segir Snorri Zóphóníasson, jarðfræðingur á vatnamælingasviði Veðurstofunnar, en rennslisaukningin við Sveinstind í gær, efstu mælastöð Veðurstofunnar í Skaftá, er hin örasta sem mælst hefur síðan henni var komið á fót árið 1971. Margt bendir til að hlaupið verði hið stærsta, sem komið hefur úr Skaftárkötlum. Skaftárhlaupið var strax í gærdag orðið stærra en önnur flóð úr Eystri-Skaftárkatli frá því að sambærilegar mælingar hófust árið 1984, en þá var rennslið þrefalt rennsli Ölfusár og stanslaust bætti í. Þá var flóðavatnið farið að renna fram hjá mælinum, sem þá sýndi 1.300 rúmmetra á sekúndu, en eftir það er áin byrjuð að flæmast úr farvegi sínum út í Skaftáreldahraun og þá er heildarrennslið meira en mælirinn gefur til kynna. Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi lýsti yfir hættustigi um miðjan dag í gær. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni hefur hlaupið aukist hraðar en sést hefur í fyrri hlaupum. Veðurfar undanfarinna daga með mikilli úrkomu veldur aukinni óvissu um áhrifasvæði flóðsins.Kristján Már Unnarsson ræddi við bændur, vísindamenn og lögreglumenn við Skaftá í gær. Fréttina má sjá hér að neðan. Snorri bendir á að ísinn, sem er 300 metra þykkur yfir katlinum, hafði sigið um 70 metra í gær, en er líklegur til að síga allt að 150 metra áður en yfir lýkur. Seinni part dags hafði heldur dregið úr sighraðanum sem bendir til að hámarksrennsli út úr katlinum hafi þá verið náð. Enn og aftur sannar búnaður sem tengist stóru evrópsku samstarfsverkefni, FutureVolc, ágæti sitt. Mælar sem tengdust verkefninu voru ómetanlegir í gagnaöflun á meðan jarðhræringarnar í Bárðarbungu og eldgosið í Holuhrauni stóðu yfir í á sjöunda mánuð. Borað hefur verið niður í Eystri-Skaftárketil sem nú tæmir sig hratt. Þá var staðfest að ísinn er 300 metra þykkur ofan á honum, en vatnsdýpið undir á milli 80 og 90 metrar. „Skálin sjálf er um fjórir ferkílómetrar,“ segir Snorri til að gera grein fyrir þeim öflum í náttúrunni sem nú eru að brjótast fram.
Hlaup í Skaftá 2015 Veður Tengdar fréttir Skaftárhlaup: Streymi úr eystri Skaftárkatli eykst hratt Hlaupvatnið rennur ennþá undir vestanverðum Vatnajökli að öllum líkindum í átt að farvegi Skaftár þar sem búist er við að fyrstu merki um flóð sjáist á fimmtudagsmorgunn. 30. september 2015 15:29 Skaftárhlaupsins enn ekki orðið vart við Sveinstind Jarðvísindamenn flugu yfir svæðið síðdegis í gær og öfluðu gagna. 30. september 2015 07:43 Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Sjá meira
Skaftárhlaup: Streymi úr eystri Skaftárkatli eykst hratt Hlaupvatnið rennur ennþá undir vestanverðum Vatnajökli að öllum líkindum í átt að farvegi Skaftár þar sem búist er við að fyrstu merki um flóð sjáist á fimmtudagsmorgunn. 30. september 2015 15:29
Skaftárhlaupsins enn ekki orðið vart við Sveinstind Jarðvísindamenn flugu yfir svæðið síðdegis í gær og öfluðu gagna. 30. september 2015 07:43
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent