Þegar Guðmundur kom í Munaðarnes Ögmundur Jónasson skrifar 7. október 2015 07:00 Þetta greinarkorn fjallar um heimsókn hins mikla baráttumanns fyrir réttindum fatlaðs fólks, Guðmundar Magnússonar, í Munaðarnes fyrir allmörgum árum. Greinin fjallar þó fyrst og fremst um boðaða nýja byggingarreglugerð um afnám kvaða. Ég var formaður BSRB á þessum tíma og jafnframt í forsvari fyrir orlofsbyggðir bandalagsins. Við höfðum þá nýlokið við að gera eitt sumarhúsanna upp frá grunni þannig að allt væri sniðið að þörfum fatlaðs fólks, hækkanlegar og lækkanlegar innréttingar og síðast en ekki síst salerni og baðherbergi þannig úr garði gerð að auðvelt var að athafna sig fyrir fólk í hjólastól. Á þessum tíma settum við einnig lyftu á milli hæða í þjónustumiðstöðina svo fatlað fólk gæti farið frítt um. Við vorum nokkuð góð með okkur þegar við opnuðum nýuppgerða húsið en Guðmundi, sem góðum félaga og manni sem þekkti erfiðleikana frá fyrstu hendi, hafði verið boðið að taka þátt í fögnuðinum. Ég hélt ræðu og hann hélt ræðu. Hans ræða var eftirminnileg. Hann hrósaði okkur í hástert fyrir framtakið en sagði að þetta væri bara fyrsta skrefið. Svo kom sagan. Skömmu eftir að hann slasaðist og lamaðist þannig að hann varð bundinn við hjólastól upp frá því, hafði hann komið í orlofsbyggðirnar í Munaðarnesi að heimsækja fjölskyldu sína. Hann kvaðst minnast þess hve mjög hann hefði hlakkað til heimsóknarinnar. Hún hefði hins vegar snúist upp í martröð. Þannig var að orlofshúsin höfðu verið byggð áður en vitund manna hafði almennt vaknað um þarfir fatlaðs fólks og öllum reglugerðum þar að lútandi auk þess áfátt. Frá því hafi verið skemmst að segja að í Munaðarnesi hafi hann ekki komist á salerni og því afráðið að flýta sér sem mest hann mátti aftur til síns heima.Sæmandi fyrir alla „Og lærdómurinn af þessu,“ sagði Guðmundur, „er að það er ekki nóg að byggja eitt hús sniðið að þörfum fatlaðs fólks, heldur þarf að byggja öll hús á þann veg. Við sem búum við fötlun erum nefnilega líka gestkomandi hjá ykkur hinum!“ Mér kom þessi saga í hug þegar ég nú les um hina miklu baráttu gegn reglugerðum um húsnæðisstaðla, sem ganga út á að gera byggingaverktökum auðveldara um vik að byggja húsnæði fyrir tekjulítið fólk. „Burt með reglugerðafarganið,“ segja menn við góðar undirtektir. En gæti verið að reglugerðunum hafi verið ætlað að tryggja að einvörðungu verði reist íbúðarhúsnæði sem er sæmandi fyrir alla, fatlaða jafnt sem ófatlaða, tekjulága jafnt sem tekjuháa? Reynslumikill arkitekt með góða dómgreind, segir mér að reglugerðarsmiðir hafi farið offari og sitthvað þurfi að einfalda. Vísar hann í ábendingar Arkitektafélagsins. En hugleiðum málið frá öllum hliðum áður en við stöndum upp til að klappa og fagna einfaldara lífi verktökum til handa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Það sem Njáll sagði ykkur ekki Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Þetta greinarkorn fjallar um heimsókn hins mikla baráttumanns fyrir réttindum fatlaðs fólks, Guðmundar Magnússonar, í Munaðarnes fyrir allmörgum árum. Greinin fjallar þó fyrst og fremst um boðaða nýja byggingarreglugerð um afnám kvaða. Ég var formaður BSRB á þessum tíma og jafnframt í forsvari fyrir orlofsbyggðir bandalagsins. Við höfðum þá nýlokið við að gera eitt sumarhúsanna upp frá grunni þannig að allt væri sniðið að þörfum fatlaðs fólks, hækkanlegar og lækkanlegar innréttingar og síðast en ekki síst salerni og baðherbergi þannig úr garði gerð að auðvelt var að athafna sig fyrir fólk í hjólastól. Á þessum tíma settum við einnig lyftu á milli hæða í þjónustumiðstöðina svo fatlað fólk gæti farið frítt um. Við vorum nokkuð góð með okkur þegar við opnuðum nýuppgerða húsið en Guðmundi, sem góðum félaga og manni sem þekkti erfiðleikana frá fyrstu hendi, hafði verið boðið að taka þátt í fögnuðinum. Ég hélt ræðu og hann hélt ræðu. Hans ræða var eftirminnileg. Hann hrósaði okkur í hástert fyrir framtakið en sagði að þetta væri bara fyrsta skrefið. Svo kom sagan. Skömmu eftir að hann slasaðist og lamaðist þannig að hann varð bundinn við hjólastól upp frá því, hafði hann komið í orlofsbyggðirnar í Munaðarnesi að heimsækja fjölskyldu sína. Hann kvaðst minnast þess hve mjög hann hefði hlakkað til heimsóknarinnar. Hún hefði hins vegar snúist upp í martröð. Þannig var að orlofshúsin höfðu verið byggð áður en vitund manna hafði almennt vaknað um þarfir fatlaðs fólks og öllum reglugerðum þar að lútandi auk þess áfátt. Frá því hafi verið skemmst að segja að í Munaðarnesi hafi hann ekki komist á salerni og því afráðið að flýta sér sem mest hann mátti aftur til síns heima.Sæmandi fyrir alla „Og lærdómurinn af þessu,“ sagði Guðmundur, „er að það er ekki nóg að byggja eitt hús sniðið að þörfum fatlaðs fólks, heldur þarf að byggja öll hús á þann veg. Við sem búum við fötlun erum nefnilega líka gestkomandi hjá ykkur hinum!“ Mér kom þessi saga í hug þegar ég nú les um hina miklu baráttu gegn reglugerðum um húsnæðisstaðla, sem ganga út á að gera byggingaverktökum auðveldara um vik að byggja húsnæði fyrir tekjulítið fólk. „Burt með reglugerðafarganið,“ segja menn við góðar undirtektir. En gæti verið að reglugerðunum hafi verið ætlað að tryggja að einvörðungu verði reist íbúðarhúsnæði sem er sæmandi fyrir alla, fatlaða jafnt sem ófatlaða, tekjulága jafnt sem tekjuháa? Reynslumikill arkitekt með góða dómgreind, segir mér að reglugerðarsmiðir hafi farið offari og sitthvað þurfi að einfalda. Vísar hann í ábendingar Arkitektafélagsins. En hugleiðum málið frá öllum hliðum áður en við stöndum upp til að klappa og fagna einfaldara lífi verktökum til handa.
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun