Er slíkur stöðugleiki eftirsóknarverður? Skjóðan skrifar 7. október 2015 10:00 Nú berast af því fregnir að samanlagt stöðugleikaframlag stóru bankanna þriggja muni nema eitthvað um 300 milljörðum króna. Þessi fjárhæð er miklu lægri en sú sem boðuð var þegar stöðugleikaskilyrði ríkisstjórnarinnar voru kynnt 8. júní sl. Þá var raunar einblínt á hvaða fjárhæð yrði sótt til slitabúa föllnu bankanna með stöðugleikaskatti. Sú upphæð var 850 milljarðar. Í sjónvarpsviðtali sama kvöld sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra aðspurður að búast mætti við að stöðugleikaframlag bankanna og bankaskatturinn myndi skila ríkissjóði 500 milljörðum. Nú er hins vegar komið fram að upphæðin er líklega ekki nema 300 milljarðar. Þetta er rétt rúmur þriðjungur af því sem ríkisstjórnin boðaði í júní. Í kynningunni, 8. júní sl. var fullyrt að heildarumfang aðgerða stjórnvalda gagnvart slitabúunum næmi 900 milljörðum og var þar miðað við 850 milljarða stöðugleikaskatt. En skatturinn kemur að öllum líkindum ekki til framkvæmda og fjárhæðin sem rennur til ríkisins er því einungis 300 milljarðar ef þær tölur, sem nú er fjallað um í fjölmiðlum eru á rökum reistar. Ljóst er að slíkt framlag dugar hvergi nærri til að leysa þann vanda sem stöðugleikaáætlun stjórnvalda var ætlað að leysa. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hefur lýst furðu sinni á því að stjórnvöld hyggist ekki láta slitabúin greiða bætur vegna þess tjóns sem starfsemi og fall gömlu bankanna olli hagkerfinu og ríkissjóði. Það má taka undir með Kára. Krefjast þarf mun hærra stöðugleikaframlags en sem nemur þeim 300 milljörðum sem nú eru til umræðu. Annars er vandamálið ekki leyst í eitt skipti fyrir öll, eins og fjármálaráðherra fullyrti í júní. Þá sleppa kröfuhafar, sem flestir eru áhættufjárfestar, sem fjárfest hafa í kröfum á bankanna eftir fall þeirra, úr landi með gríðarlegan hagnað. Eftir sitjum við Íslendingar með sárt ennið og langan skuldahala. Fall íslensku bankanna hefur reynst íslenskum fyrirtækjum, almenningi og ríkissjóði sjálfum mjög dýrkeypt. Nýju bankarnir, sem eru í eigu kröfuhafa gömlu bankanna og íslenska ríkisins, hafa gengið hart fram gegn fyrirtækjunum og heimilunum í landinu til að hámarka gróða lukkuriddara, sem í alþjóðlegum fjármálaheimi eru nefndir „hrægammar“, en svo eru þeir fjárfestar nefndir sem sérhæfa sig í kaupum á skuldabréfum fallinna fyrirtækja. Verði slitabúunum sleppt með að borga einungis 300 milljarða blasir við að stöðugleikaáætlun ríkisstjórnarinnar hrekkur skammt til að grynnka skuldir ríkissjóðs, sem að stórum hluta eru tilkomnar vegna falls bankanna. Þar með er ljóst að stöðugleikinn sem boðið verður upp á felst í að binda hagkerfið í spennitreyju risavaxinna ríkisskulda og viðvarandi hafta.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Skjóðan Mest lesið Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Sjá meira
Nú berast af því fregnir að samanlagt stöðugleikaframlag stóru bankanna þriggja muni nema eitthvað um 300 milljörðum króna. Þessi fjárhæð er miklu lægri en sú sem boðuð var þegar stöðugleikaskilyrði ríkisstjórnarinnar voru kynnt 8. júní sl. Þá var raunar einblínt á hvaða fjárhæð yrði sótt til slitabúa föllnu bankanna með stöðugleikaskatti. Sú upphæð var 850 milljarðar. Í sjónvarpsviðtali sama kvöld sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra aðspurður að búast mætti við að stöðugleikaframlag bankanna og bankaskatturinn myndi skila ríkissjóði 500 milljörðum. Nú er hins vegar komið fram að upphæðin er líklega ekki nema 300 milljarðar. Þetta er rétt rúmur þriðjungur af því sem ríkisstjórnin boðaði í júní. Í kynningunni, 8. júní sl. var fullyrt að heildarumfang aðgerða stjórnvalda gagnvart slitabúunum næmi 900 milljörðum og var þar miðað við 850 milljarða stöðugleikaskatt. En skatturinn kemur að öllum líkindum ekki til framkvæmda og fjárhæðin sem rennur til ríkisins er því einungis 300 milljarðar ef þær tölur, sem nú er fjallað um í fjölmiðlum eru á rökum reistar. Ljóst er að slíkt framlag dugar hvergi nærri til að leysa þann vanda sem stöðugleikaáætlun stjórnvalda var ætlað að leysa. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hefur lýst furðu sinni á því að stjórnvöld hyggist ekki láta slitabúin greiða bætur vegna þess tjóns sem starfsemi og fall gömlu bankanna olli hagkerfinu og ríkissjóði. Það má taka undir með Kára. Krefjast þarf mun hærra stöðugleikaframlags en sem nemur þeim 300 milljörðum sem nú eru til umræðu. Annars er vandamálið ekki leyst í eitt skipti fyrir öll, eins og fjármálaráðherra fullyrti í júní. Þá sleppa kröfuhafar, sem flestir eru áhættufjárfestar, sem fjárfest hafa í kröfum á bankanna eftir fall þeirra, úr landi með gríðarlegan hagnað. Eftir sitjum við Íslendingar með sárt ennið og langan skuldahala. Fall íslensku bankanna hefur reynst íslenskum fyrirtækjum, almenningi og ríkissjóði sjálfum mjög dýrkeypt. Nýju bankarnir, sem eru í eigu kröfuhafa gömlu bankanna og íslenska ríkisins, hafa gengið hart fram gegn fyrirtækjunum og heimilunum í landinu til að hámarka gróða lukkuriddara, sem í alþjóðlegum fjármálaheimi eru nefndir „hrægammar“, en svo eru þeir fjárfestar nefndir sem sérhæfa sig í kaupum á skuldabréfum fallinna fyrirtækja. Verði slitabúunum sleppt með að borga einungis 300 milljarða blasir við að stöðugleikaáætlun ríkisstjórnarinnar hrekkur skammt til að grynnka skuldir ríkissjóðs, sem að stórum hluta eru tilkomnar vegna falls bankanna. Þar með er ljóst að stöðugleikinn sem boðið verður upp á felst í að binda hagkerfið í spennitreyju risavaxinna ríkisskulda og viðvarandi hafta.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Skjóðan Mest lesið Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Sjá meira