Hótelherbergjum mun fjölga um helming Jón Hákon Halldórsson skrifar 30. september 2015 07:00 Konráð Guðjónsson, sérfræðingur hjá greiningardeild Arion, segir fjölgunina ævintýralega mikla. Fréttablaðið/GVA Áætlað er að hótelherbergjum í Reykjavík verði fjölgað um 1.700 fram til 2018/2019. Stærstu framkvæmdirnar verða við Marriot hótelið við Hörpu og hótel sem áformað er að reisa í Hlíðarenda. Þetta kom fram á morgunfundi greiningardeildar Arion banka um stöðu og horfur í ferðaþjónustu í gær. Ef úr rætist mun hótelherbergjum í Reykjavík þá fjölga um 50 prósent, eða helming, frá því sem nú er. Í máli Önnu Hrefnu Ingimundardóttur, sérfræðings hjá greiningardeild, kom fram að fjölgun hótelherbergja hefur verið um 21 prósent frá árinu 2009 en fjölgun ferðamanna á sama tíma verið 109 prósent. Á sama tíma hafi nýting hótelherbergja farið úr 58 prósentum í 84 prósent. Árstíðasveiflan hefur haldið áfram að minnka. Anna Hrefna sagði að þrátt fyrir að framboð væri að aukast þá væri nýtingin nú orðin þannig að ekki væri hægt að koma fleiri ferðamönnum fyrir á hótelum á höfuðborgarsvæðinu á ákveðnum tímum ársins. „Við vorum með bestu nýtingu í Evrópu í fyrra. Árið 2013 vorum við í fimmta sæti með 77 prósent nýtingu en árið 2014 vorum við með 84 prósent nýtingu, sem er betra en í London og París. Mér skilst að það sé ekki fræðilegur möguleiki á að ná betri nýtingu,“ sagði Anna Hrefna. Greiningardeild Arion banka gerir ráð fyrir að 1,5 milljónir ferðamanna komi til Íslands á næsta ári og fjöldinn verði kominn upp í tæplega tvær milljónir 2018. Gert er ráð fyrir að hlutfallslega fjölgunin verði mest utan sumarmánaðanna. „En við vekjum athygli á því hve stór óvissuþátturinn er hér. Það eru engar augljósar skýringar á því af hverju ferðamenn eru að koma hingað. En samt fer þetta ágætlega saman við áætlanir innlendu flugfélaganna,“ sagði Anna Hrefna. Áætlað er að fjölgun ferðamanna í ár sé um 27 prósent frá fyrra ári. „Það er mesti vöxtur sem hefur verið frá því að ferðamannastraumurinn byrjaði. Það var enginn sem var búinn að spá þessu. Þetta er eiginlega ævintýralegt,“ sagði Konráð Guðjónsson, sérfræðingur hjá greiningardeildinni. Hann segir að þótt árstíðasveiflan fari minnkandi, þá sé hún enn mikil. Langflestir komi yfir sumarmánuðina. Jöfnun á sveiflum myndi auka framleiðni og hækka laun. „Ef við myndum ná að draga úr þessari sveiflu væri hægt að auka framleiðni og bæta afkomu,“ sagði Konráð. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Áætlað er að hótelherbergjum í Reykjavík verði fjölgað um 1.700 fram til 2018/2019. Stærstu framkvæmdirnar verða við Marriot hótelið við Hörpu og hótel sem áformað er að reisa í Hlíðarenda. Þetta kom fram á morgunfundi greiningardeildar Arion banka um stöðu og horfur í ferðaþjónustu í gær. Ef úr rætist mun hótelherbergjum í Reykjavík þá fjölga um 50 prósent, eða helming, frá því sem nú er. Í máli Önnu Hrefnu Ingimundardóttur, sérfræðings hjá greiningardeild, kom fram að fjölgun hótelherbergja hefur verið um 21 prósent frá árinu 2009 en fjölgun ferðamanna á sama tíma verið 109 prósent. Á sama tíma hafi nýting hótelherbergja farið úr 58 prósentum í 84 prósent. Árstíðasveiflan hefur haldið áfram að minnka. Anna Hrefna sagði að þrátt fyrir að framboð væri að aukast þá væri nýtingin nú orðin þannig að ekki væri hægt að koma fleiri ferðamönnum fyrir á hótelum á höfuðborgarsvæðinu á ákveðnum tímum ársins. „Við vorum með bestu nýtingu í Evrópu í fyrra. Árið 2013 vorum við í fimmta sæti með 77 prósent nýtingu en árið 2014 vorum við með 84 prósent nýtingu, sem er betra en í London og París. Mér skilst að það sé ekki fræðilegur möguleiki á að ná betri nýtingu,“ sagði Anna Hrefna. Greiningardeild Arion banka gerir ráð fyrir að 1,5 milljónir ferðamanna komi til Íslands á næsta ári og fjöldinn verði kominn upp í tæplega tvær milljónir 2018. Gert er ráð fyrir að hlutfallslega fjölgunin verði mest utan sumarmánaðanna. „En við vekjum athygli á því hve stór óvissuþátturinn er hér. Það eru engar augljósar skýringar á því af hverju ferðamenn eru að koma hingað. En samt fer þetta ágætlega saman við áætlanir innlendu flugfélaganna,“ sagði Anna Hrefna. Áætlað er að fjölgun ferðamanna í ár sé um 27 prósent frá fyrra ári. „Það er mesti vöxtur sem hefur verið frá því að ferðamannastraumurinn byrjaði. Það var enginn sem var búinn að spá þessu. Þetta er eiginlega ævintýralegt,“ sagði Konráð Guðjónsson, sérfræðingur hjá greiningardeildinni. Hann segir að þótt árstíðasveiflan fari minnkandi, þá sé hún enn mikil. Langflestir komi yfir sumarmánuðina. Jöfnun á sveiflum myndi auka framleiðni og hækka laun. „Ef við myndum ná að draga úr þessari sveiflu væri hægt að auka framleiðni og bæta afkomu,“ sagði Konráð.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira