Allir verða að græða á kostnað Jóns og Gunnu Skjóðan skrifar 30. september 2015 07:00 Staða húsnæðismála hér á landi er óbærileg. Mikill skortur er á húsnæði, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu og það húsnæði, sem í boði er, hentar illa. Mikil eftirspurn er eftir litlum íbúðum fyrir ungt fólk en flestar litlar íbúðir sem koma á markað eru seldar til fasteignafyrirtækja, sem leigja þær út til ferðamanna. Verð á litlum íbúðum í miðborg Reykjavíkur er óheyrilega hátt. Leiguverð í miðborginni hefur rokið upp á skömmum tíma og venjulegt fólk hefur ekki efni á að borga leigu. Í auknum mæli neyðist fólk til að flytja á jaðarsvæði og þannig hefur fasteignabóla í miðborginni þau áhrif að fasteigna- og leiguverð fjarri miðborginni hækkar í kjölfarið. Við erum komin í þá einkennilegu stöðu að fasteigna- og leiguverð er himinhátt á sama tíma og vextir og fjármagnskostnaður er í hæstu hæðum. Lögmál hagfræðinnar segja okkur að háir vextir dragi úr eftirspurn eftir húsnæði en einhvern veginn virðast þau lögmál ekki virka hér á landi. Það er ekkert skrítið, enda er ekkert venjulegt ástand í íslenska hagkerfinu og á íslenska húsnæðismarkaðinum. Engin löggjöf er til staðar, eða regluverk, sem leggur grunn að heilbrigðum leigumarkaði sem býður upp á langtímaleigu og húsnæðisöryggi í leiguhúsnæði. Af þeim sökum er eina raunhæfa leiðin til að öðlast húsnæðisöryggi að kaupa. Þá vandast málið. Verð á íbúðum er hátt og kröfur um eigið fé kaupenda eru ríkar. Greiðslumat, eins og það er framkvæmt hjá íslenskum bönkum, virðist vera farartálmi sem jafnast á við nálaraugað fyrir úlfaldann. Séreignarstefnan í landi sem býður fólki upp á ánauð verðtryggingar og svera raunvexti þar ofan á er tálsýn. Til að bæta gráu ofan á svart verður ekki betur séð en ýmsar kröfur sem sveitarfélög og aðrir opinberir aðilar gera til frágangs og búnaðar íbúða geri það að verkum að byggingarkostnaður er hærri en hann þyrfti að vera. Þessu til viðbótar er lóðasala orðin mikilvæg tekjulind stærstu sveitarfélaganna og lóðir eru seldar hæstbjóðendum í stað þess að sveitarfélög tryggi stöðugt framboð af ódýrum lóðum inn á markaðinn. Það getur aldrei farið saman að lágmarka byggingarkostnað og hámarka tekjur sveitarfélaga af lóðasölu. Ekki er nóg að setja upp sorgarsvip og lýsa áhyggjum sínum af slæmu ástandi á húsnæðismarkaði. Sé ráðamönnum alvara með að leysa vandann verða þeir að ráðast gegn lóðaverði sveitarfélaga, gefa kost á byggingu ódýrra íbúða, afnema verðtryggingu og koma böndum á vaxtafárið. Það verður einhvern tímann að hugsa um Jón og Gunnu en ekki bara banka og fjármálaöfl. Skjóðan Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Neytendur Sante fer í hart við Heinemann Viðskipti innlent Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Neytendur Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Viðskipti innlent Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Viðskipti innlent Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum Sjá meira
Staða húsnæðismála hér á landi er óbærileg. Mikill skortur er á húsnæði, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu og það húsnæði, sem í boði er, hentar illa. Mikil eftirspurn er eftir litlum íbúðum fyrir ungt fólk en flestar litlar íbúðir sem koma á markað eru seldar til fasteignafyrirtækja, sem leigja þær út til ferðamanna. Verð á litlum íbúðum í miðborg Reykjavíkur er óheyrilega hátt. Leiguverð í miðborginni hefur rokið upp á skömmum tíma og venjulegt fólk hefur ekki efni á að borga leigu. Í auknum mæli neyðist fólk til að flytja á jaðarsvæði og þannig hefur fasteignabóla í miðborginni þau áhrif að fasteigna- og leiguverð fjarri miðborginni hækkar í kjölfarið. Við erum komin í þá einkennilegu stöðu að fasteigna- og leiguverð er himinhátt á sama tíma og vextir og fjármagnskostnaður er í hæstu hæðum. Lögmál hagfræðinnar segja okkur að háir vextir dragi úr eftirspurn eftir húsnæði en einhvern veginn virðast þau lögmál ekki virka hér á landi. Það er ekkert skrítið, enda er ekkert venjulegt ástand í íslenska hagkerfinu og á íslenska húsnæðismarkaðinum. Engin löggjöf er til staðar, eða regluverk, sem leggur grunn að heilbrigðum leigumarkaði sem býður upp á langtímaleigu og húsnæðisöryggi í leiguhúsnæði. Af þeim sökum er eina raunhæfa leiðin til að öðlast húsnæðisöryggi að kaupa. Þá vandast málið. Verð á íbúðum er hátt og kröfur um eigið fé kaupenda eru ríkar. Greiðslumat, eins og það er framkvæmt hjá íslenskum bönkum, virðist vera farartálmi sem jafnast á við nálaraugað fyrir úlfaldann. Séreignarstefnan í landi sem býður fólki upp á ánauð verðtryggingar og svera raunvexti þar ofan á er tálsýn. Til að bæta gráu ofan á svart verður ekki betur séð en ýmsar kröfur sem sveitarfélög og aðrir opinberir aðilar gera til frágangs og búnaðar íbúða geri það að verkum að byggingarkostnaður er hærri en hann þyrfti að vera. Þessu til viðbótar er lóðasala orðin mikilvæg tekjulind stærstu sveitarfélaganna og lóðir eru seldar hæstbjóðendum í stað þess að sveitarfélög tryggi stöðugt framboð af ódýrum lóðum inn á markaðinn. Það getur aldrei farið saman að lágmarka byggingarkostnað og hámarka tekjur sveitarfélaga af lóðasölu. Ekki er nóg að setja upp sorgarsvip og lýsa áhyggjum sínum af slæmu ástandi á húsnæðismarkaði. Sé ráðamönnum alvara með að leysa vandann verða þeir að ráðast gegn lóðaverði sveitarfélaga, gefa kost á byggingu ódýrra íbúða, afnema verðtryggingu og koma böndum á vaxtafárið. Það verður einhvern tímann að hugsa um Jón og Gunnu en ekki bara banka og fjármálaöfl.
Skjóðan Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Neytendur Sante fer í hart við Heinemann Viðskipti innlent Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Neytendur Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Viðskipti innlent Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Viðskipti innlent Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum Sjá meira