Bieber-gangan rifjuð upp: "Eitt sinn belieber, ávallt belieber“ Jóhann Óli Eiðsson og Stefán Árni Pálsson skrifa 21. september 2015 14:37 Justin Bieber er nú kominn til landsins. vísir/stöð 2/getty Í september árið 2011 gengu fimm til sexhundruð aðdáendur poppstjörnunnar Justin Bieber, fylktu liði frá Hlemmi niður á Lækjartorg. Forsvarsmenn göngunnar voru unglingsstúlkur á aldrinum 13 til 15 ára.„Eitt sinn belieber, ávallt belieber,“ segir Anita Rós Þorsteinsdóttir.mynd/anita rós„Ég er ennþá belieber, svona inn við beinið, þó það hafi minnkað. Þetta fer aldrei alveg úr manni,“ segir Anita Rós Þorsteinsdóttir en hún var ein af skipuleggjendum Bieber göngunnar árið 2011. Aðspurð segir hún að tónlistarstefnan hjá hjartaknúsaranum sé örlítið breytt en þetta sé enn sami strákurinn að syngja. Áður en Bieber-gangan var farin hér á landi höfðu slíkar göngur verið farnar í borgum erlendis. „Ég hugsaði um Bieber-gönguna þegar fréttirnar komu í dag. Ég kynntist hinum skipuleggjendunum í gegnum Bieber hóp á Facebook og við ákváðum að gera þetta. Grúppuðum okkur bara saman,“ segir hún. Aðspurð um hver viðbrögðin við veru mannsins á landinu svarar hún að þau séu ekki þau sömu. „Ég er eiginlega alveg viss um að ég muni ekki reyna að elta hann núna. Ef ég myndi hins vegar sjá hann, ég veit eiginlega ekki hvað ég myndi gera. Ætli ég myndi ekki reyna að faðma hann,“ segir Anita. „Þetta er alveg geðveikt“ hrópaði Þóra Silja Hallsdóttir en hún var meðskipuleggjandi Anitu. Að auki komu Lovísa Þóra, Guðrún Brynja og Auður Ívarsdóttir að skipulagningu. Tilgangurinn var að biðla til goðsins um að koma til Íslands og syngja fyrir íslenska aðdáendur, sem engin vöntun er á miðað við mætingu. Nú er Justin Bieber mættur til landsins, fjórum árum eftir gönguna. Spurning hvort hún skilaði tilsettum árangri eftir allt saman? Heimsókn Vísis í gönguna fyrir fjórum árum má sjá hér að neðan. Einu sinni var... Justin Bieber á Íslandi Mest lesið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Sopranos-stjarna látin Bíó og sjónvarp Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Lífið Fleiri fréttir „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Sjá meira
Í september árið 2011 gengu fimm til sexhundruð aðdáendur poppstjörnunnar Justin Bieber, fylktu liði frá Hlemmi niður á Lækjartorg. Forsvarsmenn göngunnar voru unglingsstúlkur á aldrinum 13 til 15 ára.„Eitt sinn belieber, ávallt belieber,“ segir Anita Rós Þorsteinsdóttir.mynd/anita rós„Ég er ennþá belieber, svona inn við beinið, þó það hafi minnkað. Þetta fer aldrei alveg úr manni,“ segir Anita Rós Þorsteinsdóttir en hún var ein af skipuleggjendum Bieber göngunnar árið 2011. Aðspurð segir hún að tónlistarstefnan hjá hjartaknúsaranum sé örlítið breytt en þetta sé enn sami strákurinn að syngja. Áður en Bieber-gangan var farin hér á landi höfðu slíkar göngur verið farnar í borgum erlendis. „Ég hugsaði um Bieber-gönguna þegar fréttirnar komu í dag. Ég kynntist hinum skipuleggjendunum í gegnum Bieber hóp á Facebook og við ákváðum að gera þetta. Grúppuðum okkur bara saman,“ segir hún. Aðspurð um hver viðbrögðin við veru mannsins á landinu svarar hún að þau séu ekki þau sömu. „Ég er eiginlega alveg viss um að ég muni ekki reyna að elta hann núna. Ef ég myndi hins vegar sjá hann, ég veit eiginlega ekki hvað ég myndi gera. Ætli ég myndi ekki reyna að faðma hann,“ segir Anita. „Þetta er alveg geðveikt“ hrópaði Þóra Silja Hallsdóttir en hún var meðskipuleggjandi Anitu. Að auki komu Lovísa Þóra, Guðrún Brynja og Auður Ívarsdóttir að skipulagningu. Tilgangurinn var að biðla til goðsins um að koma til Íslands og syngja fyrir íslenska aðdáendur, sem engin vöntun er á miðað við mætingu. Nú er Justin Bieber mættur til landsins, fjórum árum eftir gönguna. Spurning hvort hún skilaði tilsettum árangri eftir allt saman? Heimsókn Vísis í gönguna fyrir fjórum árum má sjá hér að neðan.
Einu sinni var... Justin Bieber á Íslandi Mest lesið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Sopranos-stjarna látin Bíó og sjónvarp Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Lífið Fleiri fréttir „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Sjá meira